Eftir harða baráttu við FC Midtjylland stóð FCK uppi sem Danmerkurmeistari þökk sé öruggum 3-0 sigri á FC Nordsjælland í lokaumferðinni. Um kvöldið var blásið til mikillar veislu og titlinum fagnað langt fram undir morgun.
🤍💙🔥
— F.C. København (@FCKobenhavn) May 25, 2025
Fantastiske Fælledparken#fcklive #sldk pic.twitter.com/PVmZGkB2xD
Það var ekki að sjá að þau fagnaðarlæti hafi haft mikil áhrif á leikmenn Kaupmannahafnarliðsins sem komust yfir strax á 3. mínútu. Jordan Larsson með markið eftir undirbúning Mohamed Elyounoussi. Þegar rúmur hálftími var liðinn fann Larsson samherja sinn Lukas Lerager sem skilaði boltanum í netið og staðan orðin 2-0.
Elyounoussi sjálfur, sem er talinn einn besti leikmaður dönsku deildarinnar, drap leikinn svo endanlega mð þriðja markinu nokkrum mínútum síðar. Staðan 3-0 í hálfleik og Silkeborg játaði sig sigrað tiltölulega snemma í þeim síðari.
Den 10. pokaltriumf er sikret 🏆 🤍💙
— F.C. København (@FCKobenhavn) May 29, 2025
Titelrekorden er vores️ 🦁#fcklive #oddsetpokalen pic.twitter.com/Wi3Z3QOxV3
Lokatölur 3-0 og reikna má með að leikmenn, starfslið og stuðningsfólk FCK fagni duglega í kvöld. Þó ef til vill ekki jafn duglega og á sunnudaginn var.