Gamla brýnið Allegri tekur við AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2025 20:30 Er að taka við AC Milan á nýjan leik. Giuseppe Maffia/Getty Images AC Milan olli miklum vonbrigðum á nýafstöðnu tímabili. Liðið endaði í 8. sæti Serie A, efstu deildar Ítalíu. Ofan á það tapaði liðið fyrir Bologna í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar og féll úr leik gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Því hefur verið ákveðið að sækja nýjan mann i brúnna. Paulo Fonseca hóf tímabilið 2024-25 sem þjálfari AC Milan eftir góðan árangur með Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Frakklandi. Fonseca þekkti ágætlega til á Ítalíu eftir að hafa stýrt Roma frá 2019-2021. Eftir slaka byrjun á tímabilinu var hann látinn fara í desember. Inn kom Sérgio Conceição sem líkt og Fonseca er frá Portúgal. Conceição hafði náð ágætum árangri með Porto en tókst ekki að yfirfæra það á stórveldið frá Mílanó. Það var því ákveðið í apríl að Conceição yrði látinn fara að tímabilinu loknu þó svo að hann hafi skrifað undir samning út tímabilið 2026. Í hans stað kemur reynslubolti sem þekkir hvern krók og kima í Mílanó. Það hefur verið staðfest að hinn 57 ára gamli Massimiliano Allegri verði næsti þjálfari liðsins. Hann þekkir vel til í Mílanó eftir að hafa stýrt liðinu frá 2010-14. Síðan þá hefur hann þjálfað Juventus, fyrst frá 2014-19 og svo frá 2021-24. 🚨🔴⚫️ Massimiliano Allegri has just SIGNED in as new AC Milan manager, here we go!Meeting right now with Giorgio Furlani, Igli Tare, Allegri and Giovanni Branchini with all contracts being sealed.Allegri’s back to the club with agreement in place to proceed with new project. pic.twitter.com/hqYT04LBXq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2025 Undir stjórn Allegri stóð AC Milan uppi sem Ítalíumeistari vorið 2011 og vann félagið ofurbikar Ítalíu sama ár. Hann stýrði Juventus í kjölfarið til fimm meistaratitla, fimm bikartitla, tveggja ofurbikar titla og tvívegis fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu undir hans stjórn. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira
Paulo Fonseca hóf tímabilið 2024-25 sem þjálfari AC Milan eftir góðan árangur með Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Frakklandi. Fonseca þekkti ágætlega til á Ítalíu eftir að hafa stýrt Roma frá 2019-2021. Eftir slaka byrjun á tímabilinu var hann látinn fara í desember. Inn kom Sérgio Conceição sem líkt og Fonseca er frá Portúgal. Conceição hafði náð ágætum árangri með Porto en tókst ekki að yfirfæra það á stórveldið frá Mílanó. Það var því ákveðið í apríl að Conceição yrði látinn fara að tímabilinu loknu þó svo að hann hafi skrifað undir samning út tímabilið 2026. Í hans stað kemur reynslubolti sem þekkir hvern krók og kima í Mílanó. Það hefur verið staðfest að hinn 57 ára gamli Massimiliano Allegri verði næsti þjálfari liðsins. Hann þekkir vel til í Mílanó eftir að hafa stýrt liðinu frá 2010-14. Síðan þá hefur hann þjálfað Juventus, fyrst frá 2014-19 og svo frá 2021-24. 🚨🔴⚫️ Massimiliano Allegri has just SIGNED in as new AC Milan manager, here we go!Meeting right now with Giorgio Furlani, Igli Tare, Allegri and Giovanni Branchini with all contracts being sealed.Allegri’s back to the club with agreement in place to proceed with new project. pic.twitter.com/hqYT04LBXq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2025 Undir stjórn Allegri stóð AC Milan uppi sem Ítalíumeistari vorið 2011 og vann félagið ofurbikar Ítalíu sama ár. Hann stýrði Juventus í kjölfarið til fimm meistaratitla, fimm bikartitla, tveggja ofurbikar titla og tvívegis fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu undir hans stjórn.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira