Gamla brýnið Allegri tekur við AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2025 20:30 Er að taka við AC Milan á nýjan leik. Giuseppe Maffia/Getty Images AC Milan olli miklum vonbrigðum á nýafstöðnu tímabili. Liðið endaði í 8. sæti Serie A, efstu deildar Ítalíu. Ofan á það tapaði liðið fyrir Bologna í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar og féll úr leik gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Því hefur verið ákveðið að sækja nýjan mann i brúnna. Paulo Fonseca hóf tímabilið 2024-25 sem þjálfari AC Milan eftir góðan árangur með Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Frakklandi. Fonseca þekkti ágætlega til á Ítalíu eftir að hafa stýrt Roma frá 2019-2021. Eftir slaka byrjun á tímabilinu var hann látinn fara í desember. Inn kom Sérgio Conceição sem líkt og Fonseca er frá Portúgal. Conceição hafði náð ágætum árangri með Porto en tókst ekki að yfirfæra það á stórveldið frá Mílanó. Það var því ákveðið í apríl að Conceição yrði látinn fara að tímabilinu loknu þó svo að hann hafi skrifað undir samning út tímabilið 2026. Í hans stað kemur reynslubolti sem þekkir hvern krók og kima í Mílanó. Það hefur verið staðfest að hinn 57 ára gamli Massimiliano Allegri verði næsti þjálfari liðsins. Hann þekkir vel til í Mílanó eftir að hafa stýrt liðinu frá 2010-14. Síðan þá hefur hann þjálfað Juventus, fyrst frá 2014-19 og svo frá 2021-24. 🚨🔴⚫️ Massimiliano Allegri has just SIGNED in as new AC Milan manager, here we go!Meeting right now with Giorgio Furlani, Igli Tare, Allegri and Giovanni Branchini with all contracts being sealed.Allegri’s back to the club with agreement in place to proceed with new project. pic.twitter.com/hqYT04LBXq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2025 Undir stjórn Allegri stóð AC Milan uppi sem Ítalíumeistari vorið 2011 og vann félagið ofurbikar Ítalíu sama ár. Hann stýrði Juventus í kjölfarið til fimm meistaratitla, fimm bikartitla, tveggja ofurbikar titla og tvívegis fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu undir hans stjórn. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Paulo Fonseca hóf tímabilið 2024-25 sem þjálfari AC Milan eftir góðan árangur með Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Frakklandi. Fonseca þekkti ágætlega til á Ítalíu eftir að hafa stýrt Roma frá 2019-2021. Eftir slaka byrjun á tímabilinu var hann látinn fara í desember. Inn kom Sérgio Conceição sem líkt og Fonseca er frá Portúgal. Conceição hafði náð ágætum árangri með Porto en tókst ekki að yfirfæra það á stórveldið frá Mílanó. Það var því ákveðið í apríl að Conceição yrði látinn fara að tímabilinu loknu þó svo að hann hafi skrifað undir samning út tímabilið 2026. Í hans stað kemur reynslubolti sem þekkir hvern krók og kima í Mílanó. Það hefur verið staðfest að hinn 57 ára gamli Massimiliano Allegri verði næsti þjálfari liðsins. Hann þekkir vel til í Mílanó eftir að hafa stýrt liðinu frá 2010-14. Síðan þá hefur hann þjálfað Juventus, fyrst frá 2014-19 og svo frá 2021-24. 🚨🔴⚫️ Massimiliano Allegri has just SIGNED in as new AC Milan manager, here we go!Meeting right now with Giorgio Furlani, Igli Tare, Allegri and Giovanni Branchini with all contracts being sealed.Allegri’s back to the club with agreement in place to proceed with new project. pic.twitter.com/hqYT04LBXq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2025 Undir stjórn Allegri stóð AC Milan uppi sem Ítalíumeistari vorið 2011 og vann félagið ofurbikar Ítalíu sama ár. Hann stýrði Juventus í kjölfarið til fimm meistaratitla, fimm bikartitla, tveggja ofurbikar titla og tvívegis fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu undir hans stjórn.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira