Keppt verður í Flag Football á leikunum 2028 og eigendur NFL-liða hafa gefið grænt ljós á að leikmenn deildarinnar megi spila með bandaríska liðinu.
Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs og stærsta stjarna deildarinnar, er ekki einn af þeim sem eru með augun á Ólympíugulli.
„Ég verð aðeins eldri þegar að þessu kemur og ætli ég leyfi ekki yngri mönnum að eiga sviðsljósið þarna,“ segir Mahomes.
Hann verður tæplega 33 ára er leikarnir fara fram og fókusinn verður örugglega á því að vera í sem bestu standi fyrir sitt lið.