Halda framkvæmdastjóra Félagsbústaða þrátt fyrir alvarlegt vantraust Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 16:17 Ellý Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Félagsbústaða, greindi starfsfólki frá því fyrir viku að umdeildur framkvæmdastjóri héldi áfram störfum. Mikil ólga hefur verið innan veggja stofnunarinnar og allt starfsfólk utan þriggja stjórnendu lýstu yfir vantrausti á framkvæmdastjórann í vetur. Vísir Stjórn Félagsbústaða hefur ákveðið að Sigrún Árnadóttir verði áfram framkvæmdastjóri stofnunarinnar þrátt fyrir vantraust starfsfólks á henni. Sigrúnu verði jafnframt falið að leiða umbótastarf. Stéttarfélagið Sameyki hefur óskað eftir fundi með borginni vegna ástandsins hjá Félagsbústöðum. Allt starfsfólk Félagsbústaða fyrir utan þrjá stjórnendur skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur Sigrúnu eftir að hún rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í febrúar. Stjórn Félagsbústaða fékk í kjölfarið mannauðsfyrirtæki til þess að gera almennt áhættumat á vinnustaðnum og komust ráðgjafar þess að þeirri niðurstöðu að vantraust starfsfólks til framkvæmdastjórnar væri alvarlegt. Ellý Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Félagsbústaða, greindi starfsfólki stofnunarinnar frá því á fundi sem boðaður var með skömmum fyrirvara á föstudag að stjórnin hefði ákveðið að Sigrún yrði áfram framkvæmdastjóri. Sigrúnu yrði jafnframt falið að leiða umbætur á skrifstofunni. Henni til fulltingis yrði ráðinn mannauðsfulltrúi til tveggja ára samkvæmt heimildum Vísis. Fundargerð stjórnar af fundinum þar sem þetta var ákveðið hefur enn ekki verið birt. Þegar blaðamaður náði tali af Ellý formanni í hádeginu í dag sagðist hún ekki hafa tíma til að ræða um málið. Ekki náðist í hana aftur við vinnslu þessarar fréttar. Félagsbústaðir eru sjálfseignastofnun sem er að öllu leyti í eigu Reykjavíkurborgar. Hún heldur utan um þúsundir félagslegra íbúða sem félagsþjónusta borgarinnar úthlutar og sýslar þannig með margmilljarða króna eignir. Hafa áhyggjur af mannauðsmálum og velferð starfsfólks Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, sat kynningarfundinn fyrir viku að ósk starfsfólks Félagsbústaða. Hann segir félagið hafa óskað eftir fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar sem er eigandi félagsbústaða. „Við höfum óskað eftir fundi af því að við höfum mjög miklar áhyggjur af mannauðsmálum hjá Félagsbústöðum. Við höfum áhyggjur af velferð starfsfólks félagsbústaða,“ segir Kári við Vísi. Sigrún var ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir að forveri hennar sagði af sér vegna hundruð milljóna króna framúrkeyrslu við framkvæmdir í Breiðholti árið 2019. Hún var áður bæjarstjóri Sandgerðis í tíð meirihluta Samfylkingarinnar og óháðra. Áður var hún framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mannauðsmál Tengdar fréttir Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. 13. mars 2025 13:14 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Allt starfsfólk Félagsbústaða fyrir utan þrjá stjórnendur skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur Sigrúnu eftir að hún rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í febrúar. Stjórn Félagsbústaða fékk í kjölfarið mannauðsfyrirtæki til þess að gera almennt áhættumat á vinnustaðnum og komust ráðgjafar þess að þeirri niðurstöðu að vantraust starfsfólks til framkvæmdastjórnar væri alvarlegt. Ellý Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Félagsbústaða, greindi starfsfólki stofnunarinnar frá því á fundi sem boðaður var með skömmum fyrirvara á föstudag að stjórnin hefði ákveðið að Sigrún yrði áfram framkvæmdastjóri. Sigrúnu yrði jafnframt falið að leiða umbætur á skrifstofunni. Henni til fulltingis yrði ráðinn mannauðsfulltrúi til tveggja ára samkvæmt heimildum Vísis. Fundargerð stjórnar af fundinum þar sem þetta var ákveðið hefur enn ekki verið birt. Þegar blaðamaður náði tali af Ellý formanni í hádeginu í dag sagðist hún ekki hafa tíma til að ræða um málið. Ekki náðist í hana aftur við vinnslu þessarar fréttar. Félagsbústaðir eru sjálfseignastofnun sem er að öllu leyti í eigu Reykjavíkurborgar. Hún heldur utan um þúsundir félagslegra íbúða sem félagsþjónusta borgarinnar úthlutar og sýslar þannig með margmilljarða króna eignir. Hafa áhyggjur af mannauðsmálum og velferð starfsfólks Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, sat kynningarfundinn fyrir viku að ósk starfsfólks Félagsbústaða. Hann segir félagið hafa óskað eftir fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar sem er eigandi félagsbústaða. „Við höfum óskað eftir fundi af því að við höfum mjög miklar áhyggjur af mannauðsmálum hjá Félagsbústöðum. Við höfum áhyggjur af velferð starfsfólks félagsbústaða,“ segir Kári við Vísi. Sigrún var ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir að forveri hennar sagði af sér vegna hundruð milljóna króna framúrkeyrslu við framkvæmdir í Breiðholti árið 2019. Hún var áður bæjarstjóri Sandgerðis í tíð meirihluta Samfylkingarinnar og óháðra. Áður var hún framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mannauðsmál Tengdar fréttir Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. 13. mars 2025 13:14 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. 13. mars 2025 13:14
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent