Hefur skilning á báðum sjónarmiðum í Heiðmerkurmálinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. maí 2025 23:39 Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í borgarstjórn. Stöð 2 Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi við útivistarsvæðið í Heiðmörk þar sem til stendur að girða af stór svæði í þágu vatnsverndar hafa vakið hörð viðbrög. Oddviti Pírata í borgarstjórn kveðst hugsi yfir skotgröfunum sem málið hefur lagst í, en hún hefur mikinn skilning á báðum sjónarmiðum sem takast á. Veitur stefna að því að loka stóru svæði Heiðmerkur fyrir almennri bílaumferð á næstu árum í nafni vatnsverndar. Þá eru áform um að stækka girt svæði í kringum Myllulækjarvatnsbólið til muna með þeim afleiðingum að rask verður á gönguleiðum. Málið verði tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði Dóra Björt segir að verið sé að hefja ákveðið ferli, ákveðna deiliskipulagsvinnu, sem á að verða sáttmáli þeirra deiluaðila sem koma að málinu, Skógræktarfélagsins og Veitna. Verkefni sem borgin leggi mikla áherslu á snúi að bílaumferð á svæðinu til lengri tíma litið, en ekki eigi að loka fyrir bílaumferð strax. „En ég hef bara mikinn skilning fyrir báðum sjónarmiðum og ólíkum sjónarmiðum, og hef í raun samt talið að það þurfi einhvern veginn að stíga niður í þessari upplýsingaóreiðu sem hefur svolítið einkennt málið. Þess vegna hef ég beðið um að þetta mál verði tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði í næstu viku og að allir aðilar máls komi að borðinu,“ segir Dóra Björt. „Þannig að við getum svolítið velt við hverjum steini í því og já spurt áleitinna spurninga, fengið svör, til þess að reyna komast til botns í því til dæmis hvort það sé einhver ástæða til þess að skoða vatnsverndarsamþykktina betur sem að þessi girðing snýst um.“ „Það er mörgum sem sárnar það þetta mun auðvitað gera það að verkum að við þurfum að flytja svokallaðan ríkishring sem er mjög dýrmætur og mörg flott svæði þarna fyrir innan sem skipta fólk verulegu máli.“ „Á sama tíma erum við með vatnsverndina.“ „Hreint vatn á höfuðborgarsvæðinu er einstakt á heimsvísu og það skiptir öllu máli að standa vörð um það.“ „Þannig hérna eru bara ólík sjónarmið en ég held að þetta sé algjörlega mögulegt að finna einhverjar góðar lausnir í málinu. Rísa upp úr þessum skotgröfum.“ Viðtalið við Dóru Björt er lengra og hægt er að hlýða á það í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags Heiðmerkur er nú aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Þar kemur fram að Heiðmörk eigi áfram að vera aðgengilegt útivistarsvæði í sátt við vatnsvernd og leiðarljósið sé að tryggja öryggi og óbreytt gæði grunnvatns til langrar framtíðar, og að svæðið nýtist áfram til útivistar í sátt við vatnsvernd. Dóra Björt hvetur almenning til að skila inn athugasemdum, en frestur rennur út 18. júní næstkomandi. Vatn Reykjavík Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Borgarstjórn Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. 17. apríl 2025 19:14 Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu. 17. apríl 2025 14:32 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Veitur stefna að því að loka stóru svæði Heiðmerkur fyrir almennri bílaumferð á næstu árum í nafni vatnsverndar. Þá eru áform um að stækka girt svæði í kringum Myllulækjarvatnsbólið til muna með þeim afleiðingum að rask verður á gönguleiðum. Málið verði tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði Dóra Björt segir að verið sé að hefja ákveðið ferli, ákveðna deiliskipulagsvinnu, sem á að verða sáttmáli þeirra deiluaðila sem koma að málinu, Skógræktarfélagsins og Veitna. Verkefni sem borgin leggi mikla áherslu á snúi að bílaumferð á svæðinu til lengri tíma litið, en ekki eigi að loka fyrir bílaumferð strax. „En ég hef bara mikinn skilning fyrir báðum sjónarmiðum og ólíkum sjónarmiðum, og hef í raun samt talið að það þurfi einhvern veginn að stíga niður í þessari upplýsingaóreiðu sem hefur svolítið einkennt málið. Þess vegna hef ég beðið um að þetta mál verði tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði í næstu viku og að allir aðilar máls komi að borðinu,“ segir Dóra Björt. „Þannig að við getum svolítið velt við hverjum steini í því og já spurt áleitinna spurninga, fengið svör, til þess að reyna komast til botns í því til dæmis hvort það sé einhver ástæða til þess að skoða vatnsverndarsamþykktina betur sem að þessi girðing snýst um.“ „Það er mörgum sem sárnar það þetta mun auðvitað gera það að verkum að við þurfum að flytja svokallaðan ríkishring sem er mjög dýrmætur og mörg flott svæði þarna fyrir innan sem skipta fólk verulegu máli.“ „Á sama tíma erum við með vatnsverndina.“ „Hreint vatn á höfuðborgarsvæðinu er einstakt á heimsvísu og það skiptir öllu máli að standa vörð um það.“ „Þannig hérna eru bara ólík sjónarmið en ég held að þetta sé algjörlega mögulegt að finna einhverjar góðar lausnir í málinu. Rísa upp úr þessum skotgröfum.“ Viðtalið við Dóru Björt er lengra og hægt er að hlýða á það í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags Heiðmerkur er nú aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Þar kemur fram að Heiðmörk eigi áfram að vera aðgengilegt útivistarsvæði í sátt við vatnsvernd og leiðarljósið sé að tryggja öryggi og óbreytt gæði grunnvatns til langrar framtíðar, og að svæðið nýtist áfram til útivistar í sátt við vatnsvernd. Dóra Björt hvetur almenning til að skila inn athugasemdum, en frestur rennur út 18. júní næstkomandi.
Vatn Reykjavík Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Borgarstjórn Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. 17. apríl 2025 19:14 Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu. 17. apríl 2025 14:32 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. 17. apríl 2025 19:14
Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu. 17. apríl 2025 14:32