Afar mjótt á munum hjá forsetaframbjóðendum í Póllandi Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2025 08:29 Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, t.v., og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur, t.h., takast á í kosningunum á morgun. Vísir/EPA Á morgun fer fram seinni umferðin í forsetakosningunum í Póllandi. Þar takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast á morgun í kosningum þar sem afar mjótt er á munum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Í frétt Guardian segir að niðurstaðan gæti verið enn naumari í þetta skiptið. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Í frétt Guardian um kosningarnar segir að skoðanakannanir sýni að munurinn á milli þeirra sé afar naumur og innan skekkjumarka. Þar segir einnig að í kosningunum sé í raun tekist á um það hvort að samsteypustjórn Donald Tusk muni geta unnið að sínum málum með frjálslyndan forseta sér til stuðnings eða hvort stjórnin verði að takast á við íhaldssaman forseta sem hafi neitunarvald á nýrri löggjöf. Munaði einu atkvæði Tekið er dæmi um Siekierczyn, hérað með 4,265 íbúa í átta smábæjum í suðvesturhluta Póllands. Þar var munurinn í fyrri umferð kosninganna eitt atkvæði. Rafal Trzaskowskis er forseti í Varsjá og býður sig fram til forseta í annað sinn en hann tapaði með litlum mun í síðustu kosningum 2020. Vísir/EPA „Þú hefur líklega oft heyrt „mitt atkvæði skiptir ekki máli“. En sjáðu Siekierczyn,” sagði Trzaskowski í kosningamyndbandi þar sem hann hvatti fólk til að mæta á kjörstað. Í frétt Guardian er rætt við íbúa í bænum sem hafa skiptar skoðanir á ólíkum frambjóðendum. Þar er einnig bent á að atkvæði Pólverja sem búi erlendis geti skipt sköpum í kosningunum. Sem dæmi búi 185 þúsund Pólverjar í Bretlandi. Á Íslandi eru þeir um 22 þúsund. Karol Nawrocki með syni sínum Daniel Nawrocki á baráttufundi í Lapy í Póllandi. Vísir/EPA Haft er eftir Ben Stanley, aðstoðarprófessor við SWPS háskóla í Varsjá, að ómögulegt sé að spá fyrir um niðurstöðuna og enn geti of margt haft áhrif, sem dæmi allt sem gerist á kjördag. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. 27. mars 2025 09:45 Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Í frétt Guardian segir að niðurstaðan gæti verið enn naumari í þetta skiptið. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Í frétt Guardian um kosningarnar segir að skoðanakannanir sýni að munurinn á milli þeirra sé afar naumur og innan skekkjumarka. Þar segir einnig að í kosningunum sé í raun tekist á um það hvort að samsteypustjórn Donald Tusk muni geta unnið að sínum málum með frjálslyndan forseta sér til stuðnings eða hvort stjórnin verði að takast á við íhaldssaman forseta sem hafi neitunarvald á nýrri löggjöf. Munaði einu atkvæði Tekið er dæmi um Siekierczyn, hérað með 4,265 íbúa í átta smábæjum í suðvesturhluta Póllands. Þar var munurinn í fyrri umferð kosninganna eitt atkvæði. Rafal Trzaskowskis er forseti í Varsjá og býður sig fram til forseta í annað sinn en hann tapaði með litlum mun í síðustu kosningum 2020. Vísir/EPA „Þú hefur líklega oft heyrt „mitt atkvæði skiptir ekki máli“. En sjáðu Siekierczyn,” sagði Trzaskowski í kosningamyndbandi þar sem hann hvatti fólk til að mæta á kjörstað. Í frétt Guardian er rætt við íbúa í bænum sem hafa skiptar skoðanir á ólíkum frambjóðendum. Þar er einnig bent á að atkvæði Pólverja sem búi erlendis geti skipt sköpum í kosningunum. Sem dæmi búi 185 þúsund Pólverjar í Bretlandi. Á Íslandi eru þeir um 22 þúsund. Karol Nawrocki með syni sínum Daniel Nawrocki á baráttufundi í Lapy í Póllandi. Vísir/EPA Haft er eftir Ben Stanley, aðstoðarprófessor við SWPS háskóla í Varsjá, að ómögulegt sé að spá fyrir um niðurstöðuna og enn geti of margt haft áhrif, sem dæmi allt sem gerist á kjördag.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. 27. mars 2025 09:45 Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. 27. mars 2025 09:45
Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10