„Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. maí 2025 17:01 Kylie Jenner dáist hér að sínum manni, Timothee Chalamet, sem fylgist spenntur með gangi mála í MSG-höllinni. Getty Athafnakonan Kylie Jenner og leikarinn Timothee Chalamet eru eitt heitasta par Hollywood í dag. Jenner gaf í vikunni óvænta og spaugilega innsýn inn í kynlífið með Chalamet sem er dyggur stuðningsmaður New York Knicks. Chalamet og Jenner, sem á tvö börn með rapparanum Travis Scott, byrjuðu að slá sér upp 2023 og hefur Jenner lagt mikið upp úr því að þau fái ró og næði frá fjölmiðlum. Undanfarna mánuði hafa þau þó æ aftur sést saman á opinberum viðburðum þar sem þau sýna hvort öðru mikla nánd og hlýju. Chalamet heldur með körfuboltaliðinu New York Knicks sem er komið alla leið í undanúrslit NBA-úrslitakeppninnar. Þar keppir liðið við Indiana Pacers um að mæta Oklahoma City Thunder í úrslitum. Chalamet hefur verið duglegur að sækja leiki Knicks-liðsins, situr ávallt á fremsta bekk og síðustu leiki hefur Jenner komið með honum á leikina. Á fimmtudaginn hjúfruðu þau sig hvort upp að öðru á fremsta bekk í Madison Square Garden þegar Knicks unnu Pacers í fimmta leik rimmunnar. Eftir leik endurbirti Jenner svo TikTok-klippu úr sjónvarpsþáttunum Sex and the City og taldi fólk næsta víst að þar væri Jenner að afhjúpa sjálfa sig. @streamonmax Let’s get a win for Samantha, @New York Knicks. #SATC #SexandtheCity #SamanthaJones #CarrieBradshaw #KimCattrall #SarahJessicaParker #Knicks #NBAPlayoffs #HBO ♬ original sound - Max Í klippunni má sjá Carrie Bradshaw (leikna af Söruh Jessicu Parker) spyrja vinkonu sína Samönthu Jones (sem er leikin af Kim Cattrall) af hverju þær séu að horfa á körfuboltaleik í sjónvarpinu. Samantha útskýrir þá að núverandi kærasti hennar sé með íþróttina á heilanum. „Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni,“ bætir Samantha svo við. Knicks þurfa að vinna tvo leiki í viðbót til að sigra Pacers í rimmunni og komast í úrslit. Jenner og Chalamet vona auðvitað að svo verði. Hollywood Bandaríkin NBA Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Chalamet og Jenner, sem á tvö börn með rapparanum Travis Scott, byrjuðu að slá sér upp 2023 og hefur Jenner lagt mikið upp úr því að þau fái ró og næði frá fjölmiðlum. Undanfarna mánuði hafa þau þó æ aftur sést saman á opinberum viðburðum þar sem þau sýna hvort öðru mikla nánd og hlýju. Chalamet heldur með körfuboltaliðinu New York Knicks sem er komið alla leið í undanúrslit NBA-úrslitakeppninnar. Þar keppir liðið við Indiana Pacers um að mæta Oklahoma City Thunder í úrslitum. Chalamet hefur verið duglegur að sækja leiki Knicks-liðsins, situr ávallt á fremsta bekk og síðustu leiki hefur Jenner komið með honum á leikina. Á fimmtudaginn hjúfruðu þau sig hvort upp að öðru á fremsta bekk í Madison Square Garden þegar Knicks unnu Pacers í fimmta leik rimmunnar. Eftir leik endurbirti Jenner svo TikTok-klippu úr sjónvarpsþáttunum Sex and the City og taldi fólk næsta víst að þar væri Jenner að afhjúpa sjálfa sig. @streamonmax Let’s get a win for Samantha, @New York Knicks. #SATC #SexandtheCity #SamanthaJones #CarrieBradshaw #KimCattrall #SarahJessicaParker #Knicks #NBAPlayoffs #HBO ♬ original sound - Max Í klippunni má sjá Carrie Bradshaw (leikna af Söruh Jessicu Parker) spyrja vinkonu sína Samönthu Jones (sem er leikin af Kim Cattrall) af hverju þær séu að horfa á körfuboltaleik í sjónvarpinu. Samantha útskýrir þá að núverandi kærasti hennar sé með íþróttina á heilanum. „Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni,“ bætir Samantha svo við. Knicks þurfa að vinna tvo leiki í viðbót til að sigra Pacers í rimmunni og komast í úrslit. Jenner og Chalamet vona auðvitað að svo verði.
Hollywood Bandaríkin NBA Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira