„Fallegur dagur“ fyrir útskrift Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. maí 2025 23:30 Ketill Ágústsson nýstúdent tók lagið Fallegur dagur eftir Bubba Morthens. MS/Sigurjón Ragnar Tæplega tvö hundruð nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum við Sund en í ræðum hátíðarhaldanna var þeim lýst sem ólíkum nemendum sem lærðu allir mikilvægar lexíur á meðan skólagöngunni stóð. Bæði dúx og semídúx skólans komu af félagsfræðibraut. 194 nemendur brautskráðust frá skólanum í dag, annars vegar 73 nemendur af náttúrufræðibraut og hins vegar 121 af félagsfræðibraut. Dúx skólans var Amelía Rós Gilsdorf sem var með meðaleinkunn upp á 9,46. Hún er nýstúdent af félagsfræði- og sögulínu. Semídúx skólans kom einnig af félagsfræði- og sögulínu en það er Matthilda Ósk Ólafsdóttir. Meðaleinkunn Matthildu var 9,28. Útskriftarnemarnir voru alls 194.MS/Sigurjón Ragnar Málfundafélagið SMS hlaut tvö hundruð þúsund króna styrk frá Tjarnasjóðinum. Ætlast er til að fjármagnið verði notað í þjálfun Morfís-liðs skólans og uppbyggingu þess á komandi skólaári. Morfís-lið MS komst í úrslit á þessu skólaári. Ketill Ágústsson, fráfarandi ármaður SMS og nýstúdent, fékk þann heiður að ljúka athöfninni þar sem hann söng lagði Fallegur dagur eftir Bubba Morthens og spilaði á gítar. Ólíkur hópur sem lærði mikilvægar lexíur Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, hélt tölu fyrir nemendur. Hún sagði hópinn samanstanda af ólíku fólki sem hafi markað djúp spor í skólalífið. Meðal nemenda væri meðal annars tónlistarfólk, íþróttafólk, upprennandi vísindafólk og framtíðarfrumkvöðlar. Hún gaf sér einnig tíma til að þakka starfsfólki og kennurum auk forráðafólki nemendanna fyrir stuðning þeirra. Kór starfsfólks skólans söng stúdentasönginn Gaudeamus Igitur.MS/Sigurjón Ragnar „Bakland aðstandenda væri dýrmætt og því miður ekki alltaf sjálfsagt,“ er haft eftir Helgu Sigríði í tilkynningu á heimasíðu skólans. Fyrir hönd nemenda flutti Agla Rut Egilsdóttir ræðu. Hún fór yfir hvað þau hefðu lært á skólagöngunni. Það voru ekki einungis tungumál eða stærðfræði heldur lærðu nemendurnir einnig að vera sjálfri sér trúir og að finna sína eigin leið. Agla Rut Egilsdóttir fékk það hlutverk að halda ræðu fyrir hönd nýstúdenta.MS/Sigurjón Ragnar Stefán Jón Hafstein hélt ræðu fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust fyrir fimmtíu árum. Hann fór yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu frá því að hann lauk stúdentsprófi sínu. „Í tilefni útskriftarafmælisins veitti útskriftarárgangur 50 ára stúdenta rausnarlegan styrk í Styrktarsjóð Menntaskólans við Sund,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Framhaldsskólar Dúxar Tímamót Skóla- og menntamál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
194 nemendur brautskráðust frá skólanum í dag, annars vegar 73 nemendur af náttúrufræðibraut og hins vegar 121 af félagsfræðibraut. Dúx skólans var Amelía Rós Gilsdorf sem var með meðaleinkunn upp á 9,46. Hún er nýstúdent af félagsfræði- og sögulínu. Semídúx skólans kom einnig af félagsfræði- og sögulínu en það er Matthilda Ósk Ólafsdóttir. Meðaleinkunn Matthildu var 9,28. Útskriftarnemarnir voru alls 194.MS/Sigurjón Ragnar Málfundafélagið SMS hlaut tvö hundruð þúsund króna styrk frá Tjarnasjóðinum. Ætlast er til að fjármagnið verði notað í þjálfun Morfís-liðs skólans og uppbyggingu þess á komandi skólaári. Morfís-lið MS komst í úrslit á þessu skólaári. Ketill Ágústsson, fráfarandi ármaður SMS og nýstúdent, fékk þann heiður að ljúka athöfninni þar sem hann söng lagði Fallegur dagur eftir Bubba Morthens og spilaði á gítar. Ólíkur hópur sem lærði mikilvægar lexíur Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, hélt tölu fyrir nemendur. Hún sagði hópinn samanstanda af ólíku fólki sem hafi markað djúp spor í skólalífið. Meðal nemenda væri meðal annars tónlistarfólk, íþróttafólk, upprennandi vísindafólk og framtíðarfrumkvöðlar. Hún gaf sér einnig tíma til að þakka starfsfólki og kennurum auk forráðafólki nemendanna fyrir stuðning þeirra. Kór starfsfólks skólans söng stúdentasönginn Gaudeamus Igitur.MS/Sigurjón Ragnar „Bakland aðstandenda væri dýrmætt og því miður ekki alltaf sjálfsagt,“ er haft eftir Helgu Sigríði í tilkynningu á heimasíðu skólans. Fyrir hönd nemenda flutti Agla Rut Egilsdóttir ræðu. Hún fór yfir hvað þau hefðu lært á skólagöngunni. Það voru ekki einungis tungumál eða stærðfræði heldur lærðu nemendurnir einnig að vera sjálfri sér trúir og að finna sína eigin leið. Agla Rut Egilsdóttir fékk það hlutverk að halda ræðu fyrir hönd nýstúdenta.MS/Sigurjón Ragnar Stefán Jón Hafstein hélt ræðu fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust fyrir fimmtíu árum. Hann fór yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu frá því að hann lauk stúdentsprófi sínu. „Í tilefni útskriftarafmælisins veitti útskriftarárgangur 50 ára stúdenta rausnarlegan styrk í Styrktarsjóð Menntaskólans við Sund,“ stendur í tilkynningu frá skólanum.
Framhaldsskólar Dúxar Tímamót Skóla- og menntamál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda