Lýsa miklum troðningi, átökum og gráti á FM95BLÖ Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 09:18 Skjáskot úr myndböndum sem gestir tónleikanna hafa deilt á samfélagsmiðla. Þar má sjá mikinn troðning og jafnvel átök á milli gesta. Facebook/TikTok Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. Miklar umræður eru um tónleikana á samfélagsmiðlum og Reddit auk þess sem mikill fjöldi hefur deilt myndböndum af miklum troðningi á Facebook og Tiktok. Þrír voru fluttir á slysadeild á tónleikunum og tveir handteknir fyrir brot á vopnalögum. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárás. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var dælubíll á staðnum vegna troðnings. Laugardalshöllin rúmar allt að ellefu þúsund manns í einu samkvæmt heimasíðu. @stinaasa Hélt ég væri að láta lífið um tíma en lifði þetta af 🥴🫨 #fm95blö #tónleikar #íslenskt ♬ original sound - Stína Gæsla takmörkuð og starfsfólk á bar í gæslu Starfsmenn í gæslu lýsa því í athugasemdum á Beautytips að það hafi verið takmörkuð gæsla, gestir ekki beðnir um skilríki og það hafi verið mikið álag á starfsfólk á barnum því starfsfólk sem átti að sinna gæslu hafi ekki sinnt starfi sínu. Annar segir allt við gæsluna hafa farið úrskeiðis og að starfsmenn í gæslu hafi ekki fengið kennslu og takmarkaðar leiðbeiningar. Erfitt hafi verið að ná á yfirmann gæslunnar og ekki eins margir í gæslu og höfðu verið skráðir. Flestar frásagnir af tónleikunum eru nafnlausar á samfélagsmiðlum en þar segir til dæmis: „Já þetta var hræðilegt lenti i þessum troðningi, náði klifra upp handfang á stiga til komast út, það komst enginn neitt svo sá ég um 10 manns liggjandi ofan á hvort öðru í litla stiganum, við fórum heim eftir þetta“. Pissuðu á gólfið Ein segist hafa beðið í fjörutíu mínútur eftir því að komast á salernið og er því svarað af tveimur sem lýstu því að hafa séð tvær ungar konur pissa á gólfið því þær hafi ekki náð að fara á klósettið. Annar lýsir því að vinur hans hafi orðið fyrir líkamsárás: „Vinur minn, mesta litla krútt í heimi var tekinn hálstaki og barinn af tvem/þrem gaurum inni í crowdinu af ástæðulausu, allur út í klórförum og með kúlu á andlitinu.“ Einn lýsir því að hafa ekki getað annað en stigið á fólk sem lá í stiganum á leið út. „Festist í miðjunni, togið mig í sitthvorar áttir, týndi öllum,svo þegar ég var komin að stigunum gat ég ekkert annað gert en að stíga á greyið fólkið sem datt niður, hágrátandi aldrei öskrað jafn mikið í lífinu mínu.“ @heimiringii hefði geta verið skipulagt betur tbh #fyrirþig #fyrirþigsíða #fyp ♬ suara asli - Template POV/CORE - CORE MEONG 😺 Hágrátandi blóðugt fólk Fjölmargir lýsa því að hafa farið grátandi af tónleikunum áður en þeir kláruðust. „Já bjóst ekki beint við því kasólétt að þurfa að rífa upp öryggishlið til að komast upp á efri hæðina.. bara vegna hræðslu um að kremjast undir fólki. Lögreglan því miður stóð bara og horfði á hópinn æsast meira og meira upp. Ég þakka bara fyrir að hafa komist í burtu og upp á aðra hæð. Að horfa á hágrátandi blóðugt fólk borið í burtu var svakalegt og ég var lengi að jafna mig.. enda fór ég um leið og færi gafst..“ Einn gesta lýsir því að hafa komið á tónleikana um klukkan 21 og fengið áfall. „Ég hef aldrei séð annað eins í gegnum ævina…Við komumst ekki inn að sviðinu þar sem mannþröng var föst i stiganum. Lögreglan stoð þarna öskrandi á alla að fara út. Fékk að heyra frá stelpu að allir þyrftu að fara út því það væri verið að traðka fólk niður og annað. Ég átti ekki til aukatekið orð. Ég hef farið víða á allskonar viðburði og tónleika, með mjög frægum einstaklingum, og ekki, aldrei nokkurn tímann séð annað eins.“ Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Brot á vopnalögum og líkamsárás á tónleikum Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ. 1. júní 2025 07:23 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Miklar umræður eru um tónleikana á samfélagsmiðlum og Reddit auk þess sem mikill fjöldi hefur deilt myndböndum af miklum troðningi á Facebook og Tiktok. Þrír voru fluttir á slysadeild á tónleikunum og tveir handteknir fyrir brot á vopnalögum. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárás. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var dælubíll á staðnum vegna troðnings. Laugardalshöllin rúmar allt að ellefu þúsund manns í einu samkvæmt heimasíðu. @stinaasa Hélt ég væri að láta lífið um tíma en lifði þetta af 🥴🫨 #fm95blö #tónleikar #íslenskt ♬ original sound - Stína Gæsla takmörkuð og starfsfólk á bar í gæslu Starfsmenn í gæslu lýsa því í athugasemdum á Beautytips að það hafi verið takmörkuð gæsla, gestir ekki beðnir um skilríki og það hafi verið mikið álag á starfsfólk á barnum því starfsfólk sem átti að sinna gæslu hafi ekki sinnt starfi sínu. Annar segir allt við gæsluna hafa farið úrskeiðis og að starfsmenn í gæslu hafi ekki fengið kennslu og takmarkaðar leiðbeiningar. Erfitt hafi verið að ná á yfirmann gæslunnar og ekki eins margir í gæslu og höfðu verið skráðir. Flestar frásagnir af tónleikunum eru nafnlausar á samfélagsmiðlum en þar segir til dæmis: „Já þetta var hræðilegt lenti i þessum troðningi, náði klifra upp handfang á stiga til komast út, það komst enginn neitt svo sá ég um 10 manns liggjandi ofan á hvort öðru í litla stiganum, við fórum heim eftir þetta“. Pissuðu á gólfið Ein segist hafa beðið í fjörutíu mínútur eftir því að komast á salernið og er því svarað af tveimur sem lýstu því að hafa séð tvær ungar konur pissa á gólfið því þær hafi ekki náð að fara á klósettið. Annar lýsir því að vinur hans hafi orðið fyrir líkamsárás: „Vinur minn, mesta litla krútt í heimi var tekinn hálstaki og barinn af tvem/þrem gaurum inni í crowdinu af ástæðulausu, allur út í klórförum og með kúlu á andlitinu.“ Einn lýsir því að hafa ekki getað annað en stigið á fólk sem lá í stiganum á leið út. „Festist í miðjunni, togið mig í sitthvorar áttir, týndi öllum,svo þegar ég var komin að stigunum gat ég ekkert annað gert en að stíga á greyið fólkið sem datt niður, hágrátandi aldrei öskrað jafn mikið í lífinu mínu.“ @heimiringii hefði geta verið skipulagt betur tbh #fyrirþig #fyrirþigsíða #fyp ♬ suara asli - Template POV/CORE - CORE MEONG 😺 Hágrátandi blóðugt fólk Fjölmargir lýsa því að hafa farið grátandi af tónleikunum áður en þeir kláruðust. „Já bjóst ekki beint við því kasólétt að þurfa að rífa upp öryggishlið til að komast upp á efri hæðina.. bara vegna hræðslu um að kremjast undir fólki. Lögreglan því miður stóð bara og horfði á hópinn æsast meira og meira upp. Ég þakka bara fyrir að hafa komist í burtu og upp á aðra hæð. Að horfa á hágrátandi blóðugt fólk borið í burtu var svakalegt og ég var lengi að jafna mig.. enda fór ég um leið og færi gafst..“ Einn gesta lýsir því að hafa komið á tónleikana um klukkan 21 og fengið áfall. „Ég hef aldrei séð annað eins í gegnum ævina…Við komumst ekki inn að sviðinu þar sem mannþröng var föst i stiganum. Lögreglan stoð þarna öskrandi á alla að fara út. Fékk að heyra frá stelpu að allir þyrftu að fara út því það væri verið að traðka fólk niður og annað. Ég átti ekki til aukatekið orð. Ég hef farið víða á allskonar viðburði og tónleika, með mjög frægum einstaklingum, og ekki, aldrei nokkurn tímann séð annað eins.“
Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Brot á vopnalögum og líkamsárás á tónleikum Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ. 1. júní 2025 07:23 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Brot á vopnalögum og líkamsárás á tónleikum Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ. 1. júní 2025 07:23