Stærsta brautskráning í sögu skólans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 17:47 Aldrei hafa jafn margir brautskráðst frá skólanum. FG Aldrei hafa jafn margir útskrifast úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í sögu skólans. 159 nemendur brautskráðust frá skólanum í gær. „Af þeim 159 sem brautskráðust voru 49 af listnámsbrautum, 30 af viðskiptabraut, 21 af hönnunar og markaðsbraut, 18 af náttúrufræðibraut, 17 af félagsvísindabraut, 17 af íþróttabraut, fjórir með lokapróf frá FG og þrír af alþjóðabrautum. Þá voru einnig með í hópnum 13 sem luku námi á miðönn skólans,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Hermann Guðmundsson hlaut titilinn dúx en hann brautskráðist með 9,6 í einkunn af félagsvísindabraut skólans. Semídúxinn kom af hönnunar- og markaðsbraut en það var Kalina Louisa Kamenova Mihaleva sem var með 9,4 í meðaleinkunn. Bæði Hermann og Kalina fengu að auki fjölda verðlauna fyrir góðan námsárangur. Hermann Guðmundsson var dúx skólans með 9,6 í meðaleinkunn.FG Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti nemendafélags FG, NFFG, tók til máls við athöfnina. Hún var sérstaklega þakklát fyrir góðan árangur í góðverðarviku skólans. Nemendafélagið safnaði um 1,2 milljón króna til styrktar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Vert er að taka fram að sem hluti af góðgerðarvikunni fékk Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, sér húðflúr af lunda. „Þá var ég stoltur af mínu fólki. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða tattoo ég fæ mér næst,“ sagði Kristinn í ávarpi sínu við athöfnina. Fyrir hönd nemenda flutti Eiríkur Örn Beck ávarp nýstúdenta. Rakel Inga Ólafsdóttir, Eydís Ósk Sævarsdóttir, Hildur Kristín Hermannsdóttir og Mikael Steinn Guðmundsson flutti tónlistaratriði. Einstaklega góð stjórn Nýstúdentar skólans stóðu sig greinilega með prýði á liðnum árum þar sem fjöldi nemenda fengu margvísleg verðlaun, bæði fyrir góðan námsárangur og skólasókn. Líkt og áður kom fram fengu Hermann dúx og Kalina semídúx fjölda verðlauna. Hulda Líf Bjarkadóttir fékk sérstök verðlaun Soroptimistafélagsins í Hafnarfirði fyrir framfarir og þrautseigju í námi. Stjórn nemendafélagsins fékk einnig sérstök verðlaun „fyrir vel unnin störf í þágu nemenda, enda almennt talið að þessi stjórn hafi verið einstaklega góð,“ stendur í tilkynningu skólans. Kolfinna Björt, Daníel Orri, Erla Mjöll, Eva Júlía, Jónas Breki og Kristín Jóhanna sátu í stjórn nemendafélagsins. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að nemendurnir söfnuðu 120 þúsund krónum en í raun söfnuðu þau um 1,2 milljónum króna. Framhaldsskólar Garðabær Dúxar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Af þeim 159 sem brautskráðust voru 49 af listnámsbrautum, 30 af viðskiptabraut, 21 af hönnunar og markaðsbraut, 18 af náttúrufræðibraut, 17 af félagsvísindabraut, 17 af íþróttabraut, fjórir með lokapróf frá FG og þrír af alþjóðabrautum. Þá voru einnig með í hópnum 13 sem luku námi á miðönn skólans,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Hermann Guðmundsson hlaut titilinn dúx en hann brautskráðist með 9,6 í einkunn af félagsvísindabraut skólans. Semídúxinn kom af hönnunar- og markaðsbraut en það var Kalina Louisa Kamenova Mihaleva sem var með 9,4 í meðaleinkunn. Bæði Hermann og Kalina fengu að auki fjölda verðlauna fyrir góðan námsárangur. Hermann Guðmundsson var dúx skólans með 9,6 í meðaleinkunn.FG Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti nemendafélags FG, NFFG, tók til máls við athöfnina. Hún var sérstaklega þakklát fyrir góðan árangur í góðverðarviku skólans. Nemendafélagið safnaði um 1,2 milljón króna til styrktar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Vert er að taka fram að sem hluti af góðgerðarvikunni fékk Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, sér húðflúr af lunda. „Þá var ég stoltur af mínu fólki. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða tattoo ég fæ mér næst,“ sagði Kristinn í ávarpi sínu við athöfnina. Fyrir hönd nemenda flutti Eiríkur Örn Beck ávarp nýstúdenta. Rakel Inga Ólafsdóttir, Eydís Ósk Sævarsdóttir, Hildur Kristín Hermannsdóttir og Mikael Steinn Guðmundsson flutti tónlistaratriði. Einstaklega góð stjórn Nýstúdentar skólans stóðu sig greinilega með prýði á liðnum árum þar sem fjöldi nemenda fengu margvísleg verðlaun, bæði fyrir góðan námsárangur og skólasókn. Líkt og áður kom fram fengu Hermann dúx og Kalina semídúx fjölda verðlauna. Hulda Líf Bjarkadóttir fékk sérstök verðlaun Soroptimistafélagsins í Hafnarfirði fyrir framfarir og þrautseigju í námi. Stjórn nemendafélagsins fékk einnig sérstök verðlaun „fyrir vel unnin störf í þágu nemenda, enda almennt talið að þessi stjórn hafi verið einstaklega góð,“ stendur í tilkynningu skólans. Kolfinna Björt, Daníel Orri, Erla Mjöll, Eva Júlía, Jónas Breki og Kristín Jóhanna sátu í stjórn nemendafélagsins. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að nemendurnir söfnuðu 120 þúsund krónum en í raun söfnuðu þau um 1,2 milljónum króna.
Framhaldsskólar Garðabær Dúxar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira