Afskaplega mjótt á munum í kosningunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 21:38 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Viktor Freyr Pólverjar velja sér nýjan forseta í dag en í morgun hófst önnur umferð forsetakosninganna og er afar mjótt á munum. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir frambjóðendurna verulega ólíka. „Það er rétt að forsetakosningar í Póllandi hafa verið mjög spennandi síðustu tuttugu ár í rauninni. Þeir flokkar, annars Borgarvettvangur og svo Lög og réttlæti, hafi tekist þar hart á,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Tveir frambjóðendur keppast nú um að hreppa forsetaembætti Póllands. Annars vergar er það Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og frambjóðandi Borgaravettvangsins og hins vegar Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti. Samkvæmt útgönguspám er afar mjótt á munum. Í útgönguspánni klukkan sjö á íslenskum tíma mældist Trzaskowski með 50,3 prósenta fylgi en Nawrocki 49,7 prósent. Hins vegar breyttist spáin og er Trzaskowski nú með 49,3 prósent og Nawrocki 50,7 prósent. Úrslit kosninganna ættu að liggja fyrir í hádeginu á mánudag. Pawel segir töluverðan mun vera á áherslum frambjóðendanna. „Nawrocki, sem er frambjóðandi Laga og réttlætis fór í Hvíta húsið og fékk þumalinn upp frá Donald Trump. Þeir hafa kannski litið yfir hafið til Bandaríkjanna, segir hann. Trzaskowski sæki mun meira í Evrópusamstarf auk þess að hafa frjálslyndari gildi. Hann beiti sér meðal annars fyrir réttindum kvenna, líkt og flokkurinn hans gerði í þingkosningunum í október 2023. Það var að hluta til sú afstaða sem kom frambjóðanda Borgaravettvangsins, Donald Tusk, í stól forsætisráðherra. „Þetta er svona munurinn á þessum. Þetta eru hefðbundin átök á milli íhaldssamari og frjálslyndari gilda. Báðir þessir frambjóðendur myndu teljast til hægri manna hér á Íslandi.“ Ríkisstjórn og forseta komi ekki saman Flokkur Borgaravettvangsins setur gríðarlega mikið traust í sigur Trzaskowski. Þeir eru núna í ríkisstjórn en Andrzej Duda, forseti Póllands, er fulltrúi Lagar og réttlætis. „Frá því að stjórnin núverandi vann kosningarnar í október 2023 þá hefur kannski ekki gengið að ná fram mörgu af því sem þeir sögðu þá, varðandi til dæmis réttindi kvenna, varðandi að reisa við réttarkerfið sem hefur verið í ákveðnu lamasessi undanfarin ár. Vegna þess hafa þau sagt meðal annars að forsetinn hafi verið frá Lögum og réttindi, með neitunarvaldið, og að samstarfið hafi gengið illa,“ segir Pawel. „Þeir hafa rosalega mikið treyst á þessar forsetakosningar, að ná forsetaembættinu til þess að geta hrundið einhverju af þessu í gegn.“ Stór áherslumunur í málum Úkraínu Málefni Úkraínu hafa einnig spilað hlutverk í kosningabaráttunni enda nágranni Póllands. „Til að gæta sanngirnis hefur Lög og réttlæti, þó ég sé ekki endilega hrifinn af því sem þeir hafa gert, stutt Úkraínu,“ segir Pawel. Þegar flokkurinn var við völd hafi þeir sent fjögur hundruð skriðdreka til Úkraínu og stutt stríðsrekstur þeirra. „ Hins vegar það sem gerðist í þessari kosningabaráttu er sú að frambjóðandi sem lenti í þriðja sæti tók þessa tvö efstu í viðtal á Youtube-rásinni sinni. Hann fór fram á að þeir myndu skrifa undir ákveðnar yfirlýsingar og ein þeirra fólst í því að Úkraínu yrði ekki hleypt inn í NATO. Nawrocki, frambjóðandi Lög og réttlætis, fólst á það að hann myndi ekki skrifa undir inngöngu Úkraínu í NATO á meðan Trzaskowski er ekki þar,“ segir Pawel. „Það er stór áherslumunur hjá þeim hvað það varðar.“ Vert er að taka fram að Pawel fylgist grannt með nýjustu fregnum af forsetakosningunum á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann alls kyns fróðleiksmolum fyrir áhugasama. Kosningar í Póllandi Pólland Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
„Það er rétt að forsetakosningar í Póllandi hafa verið mjög spennandi síðustu tuttugu ár í rauninni. Þeir flokkar, annars Borgarvettvangur og svo Lög og réttlæti, hafi tekist þar hart á,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Tveir frambjóðendur keppast nú um að hreppa forsetaembætti Póllands. Annars vergar er það Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og frambjóðandi Borgaravettvangsins og hins vegar Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti. Samkvæmt útgönguspám er afar mjótt á munum. Í útgönguspánni klukkan sjö á íslenskum tíma mældist Trzaskowski með 50,3 prósenta fylgi en Nawrocki 49,7 prósent. Hins vegar breyttist spáin og er Trzaskowski nú með 49,3 prósent og Nawrocki 50,7 prósent. Úrslit kosninganna ættu að liggja fyrir í hádeginu á mánudag. Pawel segir töluverðan mun vera á áherslum frambjóðendanna. „Nawrocki, sem er frambjóðandi Laga og réttlætis fór í Hvíta húsið og fékk þumalinn upp frá Donald Trump. Þeir hafa kannski litið yfir hafið til Bandaríkjanna, segir hann. Trzaskowski sæki mun meira í Evrópusamstarf auk þess að hafa frjálslyndari gildi. Hann beiti sér meðal annars fyrir réttindum kvenna, líkt og flokkurinn hans gerði í þingkosningunum í október 2023. Það var að hluta til sú afstaða sem kom frambjóðanda Borgaravettvangsins, Donald Tusk, í stól forsætisráðherra. „Þetta er svona munurinn á þessum. Þetta eru hefðbundin átök á milli íhaldssamari og frjálslyndari gilda. Báðir þessir frambjóðendur myndu teljast til hægri manna hér á Íslandi.“ Ríkisstjórn og forseta komi ekki saman Flokkur Borgaravettvangsins setur gríðarlega mikið traust í sigur Trzaskowski. Þeir eru núna í ríkisstjórn en Andrzej Duda, forseti Póllands, er fulltrúi Lagar og réttlætis. „Frá því að stjórnin núverandi vann kosningarnar í október 2023 þá hefur kannski ekki gengið að ná fram mörgu af því sem þeir sögðu þá, varðandi til dæmis réttindi kvenna, varðandi að reisa við réttarkerfið sem hefur verið í ákveðnu lamasessi undanfarin ár. Vegna þess hafa þau sagt meðal annars að forsetinn hafi verið frá Lögum og réttindi, með neitunarvaldið, og að samstarfið hafi gengið illa,“ segir Pawel. „Þeir hafa rosalega mikið treyst á þessar forsetakosningar, að ná forsetaembættinu til þess að geta hrundið einhverju af þessu í gegn.“ Stór áherslumunur í málum Úkraínu Málefni Úkraínu hafa einnig spilað hlutverk í kosningabaráttunni enda nágranni Póllands. „Til að gæta sanngirnis hefur Lög og réttlæti, þó ég sé ekki endilega hrifinn af því sem þeir hafa gert, stutt Úkraínu,“ segir Pawel. Þegar flokkurinn var við völd hafi þeir sent fjögur hundruð skriðdreka til Úkraínu og stutt stríðsrekstur þeirra. „ Hins vegar það sem gerðist í þessari kosningabaráttu er sú að frambjóðandi sem lenti í þriðja sæti tók þessa tvö efstu í viðtal á Youtube-rásinni sinni. Hann fór fram á að þeir myndu skrifa undir ákveðnar yfirlýsingar og ein þeirra fólst í því að Úkraínu yrði ekki hleypt inn í NATO. Nawrocki, frambjóðandi Lög og réttlætis, fólst á það að hann myndi ekki skrifa undir inngöngu Úkraínu í NATO á meðan Trzaskowski er ekki þar,“ segir Pawel. „Það er stór áherslumunur hjá þeim hvað það varðar.“ Vert er að taka fram að Pawel fylgist grannt með nýjustu fregnum af forsetakosningunum á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann alls kyns fróðleiksmolum fyrir áhugasama.
Kosningar í Póllandi Pólland Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira