Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júní 2025 15:34 Karol Nawrocki bar nauman sigur úr býtum, rétt tæpt 51 prósent atkvæða. AP/Czarek Sokolowski Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. Honum hefur ýmist verið lýst sem lýðskrumara, þjóðernissinna og íhaldsmanni og bjó að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Viktors Orbán Ungverjalandsforseta. Hann var einnig studdur af íhaldsflokknum Lögum og réttlæti líkt og núverandi forseti Andrzej Duda. Reynslulítill stjórnmálamaður Nawrocki er aðeins 42 ára gamall og á ekki langan feril að baki á vettvangi stjórnmálanna. Hann hefur starfað lengi sem sagnfræðingur og hefur undanfarin ár gegnt embætti forstöðumanns hinnar svokölluðu Þjóðminningarstofnunar sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og glæpum nasista og kommúnistastjórnarinnar á tuttugustu öld. Í því embætti hefur hann þó þótt umdeildur. Í stjórnartíð hans hratt stofnunin af stað herferð sem miðaði að því að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum og þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að draga úr þætti helfararinnar í hlut Póllands í heimsstyrjöldinni síðari þegar hann fór fyrir safni um seinni heimsstyrjöldina í Gdańsk. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Gdańsk. Neikvæður í garð úkraínskra innflytjenda Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur Nawrocki málað upp af sér mynd í kosningaherferðinni sem hluti af alþjóðlegri hreyfingu þjóðernissinnaðra íhaldsmanna og er duglegur að birta myndir af sér og fjölskyldu sinni á samfélagsmiðlum, þar koma einnig reglulega fyrir færslur sem eiga að sýna trúrækni hans, skotvopn í hans eigu og eins íþróttamennsku hans en hann spilaði fótbolta á yngri árum til hliðar við hnefaleikana. Meðal baráttumála Nawrocki í aðdraganda kosninganna var að stórefla pólska herinn sem er þegar stærsti her Evrópusambandsins. Hann vill einnig styðja Úkraínumenn í stríði þeirra en vakti athygli fyrir málflutning sinn í garð úkraínsks flóttafólks en um milljón Úkraínumenn hafa flúið heimili sín til Póllands frá upphafi stríðsins. Löndin deila enda löngum landamærum. Forseti stjórnarandstöðunnar Flokkur Nawrocki, Lög og réttlæti, eru í stjórnarandstöðu um þessar mundir. Borgarabandalagið, flokkur Donalds Tusk forsætisráðherra, leiðir ríkisstjórnina en ekki er mikill samhljómur milli stefnu hans og forsetans nýkjörna. Forseti Póllands hefur neitunarvald sem forveri Nawrocki, Andrzej Duda, nýtti meðal annars síðast þegar Lög og réttlæti voru í stjórnarandstöðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við því að Nawrocki verði að minnsta kosti jafnduglegur við beitingu neitunarvaldsins og forveri sinn. Nawrocki er giftur Mörtu Nawrocku sem er embættiskona og þau eiga saman þrjú börn, Daniel, Antoni og Katarzynu. Pólland Kosningar í Póllandi Fréttaskýringar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Honum hefur ýmist verið lýst sem lýðskrumara, þjóðernissinna og íhaldsmanni og bjó að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Viktors Orbán Ungverjalandsforseta. Hann var einnig studdur af íhaldsflokknum Lögum og réttlæti líkt og núverandi forseti Andrzej Duda. Reynslulítill stjórnmálamaður Nawrocki er aðeins 42 ára gamall og á ekki langan feril að baki á vettvangi stjórnmálanna. Hann hefur starfað lengi sem sagnfræðingur og hefur undanfarin ár gegnt embætti forstöðumanns hinnar svokölluðu Þjóðminningarstofnunar sem sinnir rannsóknum á nútímasögu Póllands og glæpum nasista og kommúnistastjórnarinnar á tuttugustu öld. Í því embætti hefur hann þó þótt umdeildur. Í stjórnartíð hans hratt stofnunin af stað herferð sem miðaði að því að rífa niður minnisvarða frá kommúnistatímanum og þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að draga úr þætti helfararinnar í hlut Póllands í heimsstyrjöldinni síðari þegar hann fór fyrir safni um seinni heimsstyrjöldina í Gdańsk. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Gdańsk. Neikvæður í garð úkraínskra innflytjenda Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur Nawrocki málað upp af sér mynd í kosningaherferðinni sem hluti af alþjóðlegri hreyfingu þjóðernissinnaðra íhaldsmanna og er duglegur að birta myndir af sér og fjölskyldu sinni á samfélagsmiðlum, þar koma einnig reglulega fyrir færslur sem eiga að sýna trúrækni hans, skotvopn í hans eigu og eins íþróttamennsku hans en hann spilaði fótbolta á yngri árum til hliðar við hnefaleikana. Meðal baráttumála Nawrocki í aðdraganda kosninganna var að stórefla pólska herinn sem er þegar stærsti her Evrópusambandsins. Hann vill einnig styðja Úkraínumenn í stríði þeirra en vakti athygli fyrir málflutning sinn í garð úkraínsks flóttafólks en um milljón Úkraínumenn hafa flúið heimili sín til Póllands frá upphafi stríðsins. Löndin deila enda löngum landamærum. Forseti stjórnarandstöðunnar Flokkur Nawrocki, Lög og réttlæti, eru í stjórnarandstöðu um þessar mundir. Borgarabandalagið, flokkur Donalds Tusk forsætisráðherra, leiðir ríkisstjórnina en ekki er mikill samhljómur milli stefnu hans og forsetans nýkjörna. Forseti Póllands hefur neitunarvald sem forveri Nawrocki, Andrzej Duda, nýtti meðal annars síðast þegar Lög og réttlæti voru í stjórnarandstöðu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við því að Nawrocki verði að minnsta kosti jafnduglegur við beitingu neitunarvaldsins og forveri sinn. Nawrocki er giftur Mörtu Nawrocku sem er embættiskona og þau eiga saman þrjú börn, Daniel, Antoni og Katarzynu.
Pólland Kosningar í Póllandi Fréttaskýringar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira