Mikil spenna fyrir vígsluleiknum á Laugardalsvelli Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 10:38 Íslenska kvennalandsliðið æfði á nýju grasi Laugardalsvallar í gær. Mikil spenna ríkir hjá íslenska kvennalandsliðinu, og þjóðinni allri eflaust, fyrir vígsluleiknum á nýja blandaða grasinu á Laugardalsvelli í kvöld. Frakkland kemur í heimsókn og stelpurnar okkar þurfa að sækja til sigurs. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. Fjallað var um nýja grasið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Glódís Perla Viggósdóttir segist aldrei hafa æft eða spilað á jafn góðum Laugardalsvelli. „Aðstæðurnar á grasinu á morgun verða upp á tíu, þó það verði ekki bestu veðuraðstæður“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir á blaðamannafundi í gær. Glódís Perla á æfingu gærdagsins. vísir / anton brink Veðurviðvörun er í gildi á landinu öllu í dag, von er á töluverðum vindi og vætu þegar leikurinn fer fram klukkan sex í kvöld. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson segir aðstæðurnar geta nýst íslenska liðinu. „Við erum vön þessu og þetta snýst bara um að elska íslenskt veður, njóta þess að spila“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum og benti á að franskir fjölmiðlar væru mjög áhyggjufullir yfir veðrinu. Laugardalsvöllur í allri sinni dýrð, laus við hlaupabrautina frægu. vísir / anton brink Meiri tilhlökkun en vanalega Vígsluleikur kvöldsins er sá síðasti hjá stelpunum okkar fyrir Evrópumótið sem fer fram í Sviss í næsta mánuði. Guðný Árnadóttir, varnarmaður Íslands, segir meiri tilhlökkun í liðinu en vanalega. „Við vorum að koma af vellinum, aðeins að skoða og hann lítur svo vel út. Það eru allir spenntir að fara út á völl og spila“ sagði Guðný í viðtali við Aron Guðmundsson í fyrradag, sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Guðný Árnadóttir ræðir Frakklandsleikinn og lífið í Kristianstad Ísland þarf að sækja til sigurs gegn ógnarsterku og ósigruðu liði Frakklands, til að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland og Frakkland mættust ytra í febrúar þar sem 3-2 tap varð niðurstaðan. Guðný segir Ísland eiga góðan möguleika. „Stutt síðan við spiluðum við þær síðast og skoruðum mörk þar, þannig að það er gott að vita að við getum skorað mörk á móti svona góðu liði. Við þurfum bara að standa vörnina og trúa því að við getum unnið þennan leik, þá sé ég fullt af möguleikum“ sagði Guðný. Guðný í bakgrunni á sendingaræfingu landsliðsins í gær.vísir / anton brink Ein af þremur landsliðskonum í Kristianstad Guðný er ein af þremur leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem spilar fyrir Kristianstad í Svíþjóð og framlengdi nýlega samning sinn við félagið. Henni líður vel í Íslendingasamfélaginu í Svíþjóð. „Maður skrifar undir samning þar sem manni líður vel og ég er spennt fyrir því að klára þetta tímabil, búið að ganga vel og ég er spennt fyrir framhaldinu þar… Við erum búin að vinna núna á móti liðunum tveimur sem eru talin vera best, Hammarby og Hacken, þannig að við erum með fulla trú og finnst við geta unnið alla“ sagði Guðný Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. Fjallað var um nýja grasið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Glódís Perla Viggósdóttir segist aldrei hafa æft eða spilað á jafn góðum Laugardalsvelli. „Aðstæðurnar á grasinu á morgun verða upp á tíu, þó það verði ekki bestu veðuraðstæður“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir á blaðamannafundi í gær. Glódís Perla á æfingu gærdagsins. vísir / anton brink Veðurviðvörun er í gildi á landinu öllu í dag, von er á töluverðum vindi og vætu þegar leikurinn fer fram klukkan sex í kvöld. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson segir aðstæðurnar geta nýst íslenska liðinu. „Við erum vön þessu og þetta snýst bara um að elska íslenskt veður, njóta þess að spila“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum og benti á að franskir fjölmiðlar væru mjög áhyggjufullir yfir veðrinu. Laugardalsvöllur í allri sinni dýrð, laus við hlaupabrautina frægu. vísir / anton brink Meiri tilhlökkun en vanalega Vígsluleikur kvöldsins er sá síðasti hjá stelpunum okkar fyrir Evrópumótið sem fer fram í Sviss í næsta mánuði. Guðný Árnadóttir, varnarmaður Íslands, segir meiri tilhlökkun í liðinu en vanalega. „Við vorum að koma af vellinum, aðeins að skoða og hann lítur svo vel út. Það eru allir spenntir að fara út á völl og spila“ sagði Guðný í viðtali við Aron Guðmundsson í fyrradag, sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Guðný Árnadóttir ræðir Frakklandsleikinn og lífið í Kristianstad Ísland þarf að sækja til sigurs gegn ógnarsterku og ósigruðu liði Frakklands, til að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland og Frakkland mættust ytra í febrúar þar sem 3-2 tap varð niðurstaðan. Guðný segir Ísland eiga góðan möguleika. „Stutt síðan við spiluðum við þær síðast og skoruðum mörk þar, þannig að það er gott að vita að við getum skorað mörk á móti svona góðu liði. Við þurfum bara að standa vörnina og trúa því að við getum unnið þennan leik, þá sé ég fullt af möguleikum“ sagði Guðný. Guðný í bakgrunni á sendingaræfingu landsliðsins í gær.vísir / anton brink Ein af þremur landsliðskonum í Kristianstad Guðný er ein af þremur leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem spilar fyrir Kristianstad í Svíþjóð og framlengdi nýlega samning sinn við félagið. Henni líður vel í Íslendingasamfélaginu í Svíþjóð. „Maður skrifar undir samning þar sem manni líður vel og ég er spennt fyrir því að klára þetta tímabil, búið að ganga vel og ég er spennt fyrir framhaldinu þar… Við erum búin að vinna núna á móti liðunum tveimur sem eru talin vera best, Hammarby og Hacken, þannig að við erum með fulla trú og finnst við geta unnið alla“ sagði Guðný
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira