Leggur fram vantrauststillögu á eigin ríkisstjórn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 10:39 Tap Trzaskowski í nýafstöðnum forsetakosningum þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnina. AP/Andrzej Jackowski Donald Tusk forsætisráðherra Póllands hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn sinni til að renna frekari stoðum undir samstarfið í kjölfar þess að forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins laut naumlega í lægra haldi fyrir frambjóðanda stjórnarandstöðunnar. Karol Nawrocki, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins Laga og réttlætis, vann forsetakosningarnar með tæpt 51 prósent atkvæða en niðurstöðurnar urðu ljósar í gær. Tap hins frjálslynda Rafałs Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnarliða. Tusk forsætisráðherra lofar að ríkisstjórnin hefjist umsvifalaust handa og leggi fram fleiri frumvörp. Hann brást við niðurstöðum kosninganna fyrst í gærkvöldi og sagði ríkisstjórnina vera með viðbragðsáætlun en búist er við því að nýr forseti verði duglegur við að beita því neitunarvaldi sem stjórnarskrá Póllands veitir honum yfir löggjafanum. Hriktir í veiku samstarfi Donald Tusk ávarpaði pólsku þjóðina í sjónvarpi í gærkvöldi. „Ég vil að allir, meira að segja andstæðingar okkar hér heima og erlendis, sjái að við séum meðvituð um alvarleika þessa augnabliks en við munum ekki gefa neitt eftir,“ sagði hann. Tusk fer fyrir fjölbreyttri ríkisstjórn sem er talin standa ansi veikt samkvæmt umfjöllun Guardian. Innan samstarfsins eru flokkar til vinstri og til hægri sem eiga það allir sameiginlegt að vera hliðhollir aðild Póllands að Evrópusambandinu og því að vinda ofan af því sem þeir álíta niðurrif á lýðræði í Póllandi undir stjórnartíð Laga og réttlætis og fyrrverandi forseta þess flokks, Andrzej Duda. Nawrocki, næsti forseti landsins, er yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er ýmist álitinn lýðskrumari eða bjargvættur lýðræðisins. Sigur hans í kosningunum þykir til marks um áframhaldandi pattstöðu í stjórnmálum landsins. Embætti forseta Póllands á margt sameiginlegt með okkar forsetaembætti og er í flestu táknrænn þjóðarleiðtogi. Reginmunurinn á embættunum tveimur er að í Póllandi er það talsvert viðteknara að forsetinn beiti neitunarvaldi sínu sem þarf 60 prósent atkvæða á pólska þinginu til að trompa. Ríkisstjórn Tusk býr ekki að svo stórum meirihluta. „Rautt spjald“ Vantrauststillagan hefur ekki verið sett á dagskrá þingsins en samkvæmt umfjöllun pólskra fjölmiðla gæti þingið jafnvel greitt um hana atkvæði í þessari viku en þingfundir eru í dag og á morgun. Ríkisstjórnin er með meirihluta á þinginu en stjórnarandstaðan undir forystu Laga og réttlætis er þegar hafið að tæla stjórnarliða til liðs við sig. Jarosław Kaczyński, formaður Laga og réttlætis og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt niðurstöður forsetakosninganna ígildi „rauðs spjalds“ á ríkisstjórnina og kallar eftir því að forsætisráðherrann segi af sér. Hann hefur talað fyrir því að nýr meirihluti verði myndaður til hægri við núverandi ríkisstjórn. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Karol Nawrocki, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins Laga og réttlætis, vann forsetakosningarnar með tæpt 51 prósent atkvæða en niðurstöðurnar urðu ljósar í gær. Tap hins frjálslynda Rafałs Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnarliða. Tusk forsætisráðherra lofar að ríkisstjórnin hefjist umsvifalaust handa og leggi fram fleiri frumvörp. Hann brást við niðurstöðum kosninganna fyrst í gærkvöldi og sagði ríkisstjórnina vera með viðbragðsáætlun en búist er við því að nýr forseti verði duglegur við að beita því neitunarvaldi sem stjórnarskrá Póllands veitir honum yfir löggjafanum. Hriktir í veiku samstarfi Donald Tusk ávarpaði pólsku þjóðina í sjónvarpi í gærkvöldi. „Ég vil að allir, meira að segja andstæðingar okkar hér heima og erlendis, sjái að við séum meðvituð um alvarleika þessa augnabliks en við munum ekki gefa neitt eftir,“ sagði hann. Tusk fer fyrir fjölbreyttri ríkisstjórn sem er talin standa ansi veikt samkvæmt umfjöllun Guardian. Innan samstarfsins eru flokkar til vinstri og til hægri sem eiga það allir sameiginlegt að vera hliðhollir aðild Póllands að Evrópusambandinu og því að vinda ofan af því sem þeir álíta niðurrif á lýðræði í Póllandi undir stjórnartíð Laga og réttlætis og fyrrverandi forseta þess flokks, Andrzej Duda. Nawrocki, næsti forseti landsins, er yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er ýmist álitinn lýðskrumari eða bjargvættur lýðræðisins. Sigur hans í kosningunum þykir til marks um áframhaldandi pattstöðu í stjórnmálum landsins. Embætti forseta Póllands á margt sameiginlegt með okkar forsetaembætti og er í flestu táknrænn þjóðarleiðtogi. Reginmunurinn á embættunum tveimur er að í Póllandi er það talsvert viðteknara að forsetinn beiti neitunarvaldi sínu sem þarf 60 prósent atkvæða á pólska þinginu til að trompa. Ríkisstjórn Tusk býr ekki að svo stórum meirihluta. „Rautt spjald“ Vantrauststillagan hefur ekki verið sett á dagskrá þingsins en samkvæmt umfjöllun pólskra fjölmiðla gæti þingið jafnvel greitt um hana atkvæði í þessari viku en þingfundir eru í dag og á morgun. Ríkisstjórnin er með meirihluta á þinginu en stjórnarandstaðan undir forystu Laga og réttlætis er þegar hafið að tæla stjórnarliða til liðs við sig. Jarosław Kaczyński, formaður Laga og réttlætis og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt niðurstöður forsetakosninganna ígildi „rauðs spjalds“ á ríkisstjórnina og kallar eftir því að forsætisráðherrann segi af sér. Hann hefur talað fyrir því að nýr meirihluti verði myndaður til hægri við núverandi ríkisstjórn.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira