„Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2025 21:14 Fanndís Friðriksdóttir lék sinn fyrsta landsleik síðan 2020 í kvöld. Vísir/Anton Brink Fanndís Friðriksdóttir lék sinn fyrsta landsleik í um fimm ár er Ísland mátti þola 0-2 tap gegn Frökkum í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fanndís kom inn af varamannabekknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leik kvöldsins, en hún var varla búin að koma sér í stöðu þegar fyrra mark Frakka kom. „Ég kom eiginlega inn á bara á sömu sekúndu og það var skorað. Ég var ekki almennilega komin í stöðu og ég var hálf hissa á að hún hafi flautað leikinn í gang á þessu mómenti,“ sagði Fanndís í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í leikslok. „Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn, en það er bara eins og það er. Þetta var bara mjög svekkjandi.“ „Ég var allavega ekki komin í þá stöðu sem ég átti að vera í þegar innkastið var tekið. Þannig að já, hún flautaði aðeins of snemma.“ Hún segir að þó þetta hafi ekki verið hennar maður sem skapaði markið þá hafi þetta klárlega haft áhrif á varnarleik Íslands. „Nei, en ég hefði getað tvöfaldað með bakverðinum á kantmanninn.“ Þrátt fyrir svekkelsið er Fanndís hins vegar ánægð með að vera mætt aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það er bara frábært. Það er eins og maður hafi aldrei farið.“ Hún segir það þó ekki áhyggjuefni að íslenska liðið sé nú án sigurs í tíu leikjum í röð, þrátt fyrir að EM sé á næsta leyti. „Auðvitað vill maður alltaf vinna leiki. Það munaði litlu fannst mér á móti Noregi þar sem við hefðum getað verið 2-0 yfir í hálfleik og þá hefði staðan kannski orðið öðruvísi. En það er alltaf þetta ef og hefði. En ekkert áhyggjuefni.“ „Það er bara nýtt mót að byrja, sem er EM, og það er allt hægt þar. Við erum ekkert að pæla í því hvort það hafi verið sigur í síðasta leik eða ekki.“ Að lokum vildi Fanndís þó aðeins gera sér hóflegar vonir um það að vera í EM-hópnum. „Ég hef ekkert spjallað við hann (Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara) um það. Ég held bara áfram að gera mitt og svo bara sjáum við til,“ sagði Fanndís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Fanndís kom inn af varamannabekknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leik kvöldsins, en hún var varla búin að koma sér í stöðu þegar fyrra mark Frakka kom. „Ég kom eiginlega inn á bara á sömu sekúndu og það var skorað. Ég var ekki almennilega komin í stöðu og ég var hálf hissa á að hún hafi flautað leikinn í gang á þessu mómenti,“ sagði Fanndís í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í leikslok. „Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn, en það er bara eins og það er. Þetta var bara mjög svekkjandi.“ „Ég var allavega ekki komin í þá stöðu sem ég átti að vera í þegar innkastið var tekið. Þannig að já, hún flautaði aðeins of snemma.“ Hún segir að þó þetta hafi ekki verið hennar maður sem skapaði markið þá hafi þetta klárlega haft áhrif á varnarleik Íslands. „Nei, en ég hefði getað tvöfaldað með bakverðinum á kantmanninn.“ Þrátt fyrir svekkelsið er Fanndís hins vegar ánægð með að vera mætt aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það er bara frábært. Það er eins og maður hafi aldrei farið.“ Hún segir það þó ekki áhyggjuefni að íslenska liðið sé nú án sigurs í tíu leikjum í röð, þrátt fyrir að EM sé á næsta leyti. „Auðvitað vill maður alltaf vinna leiki. Það munaði litlu fannst mér á móti Noregi þar sem við hefðum getað verið 2-0 yfir í hálfleik og þá hefði staðan kannski orðið öðruvísi. En það er alltaf þetta ef og hefði. En ekkert áhyggjuefni.“ „Það er bara nýtt mót að byrja, sem er EM, og það er allt hægt þar. Við erum ekkert að pæla í því hvort það hafi verið sigur í síðasta leik eða ekki.“ Að lokum vildi Fanndís þó aðeins gera sér hóflegar vonir um það að vera í EM-hópnum. „Ég hef ekkert spjallað við hann (Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara) um það. Ég held bara áfram að gera mitt og svo bara sjáum við til,“ sagði Fanndís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira