Bílastæðið rifið upp með rótum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 13:53 Verið er að fjarlægja 256 bílastæði þar sem þorpið á að rísa. Í bakgrunni má sjá glænýttt gervigras landsliðsvallarins. Vísir/Anton Brink Á bílastæðinu við Laugardalsvöll er nú unnið að því að rífa upp malbik svo hægt sé að leggja grunn að nýju skólaþorpi. Áætlað er að tíu kennslustofur fyrir börn í Laugarnesskóla verði reiðubúnar til notkunar í haust. Á síðu Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar segir að skólaþorpið muni rísa í áföngum. Áætlað sé að fyrstu fjórar kennslustofur verði tilbúnar til úttekta og afhendingar í september eða október og næstu sex í október eða nóvember. Seinni áfangi framkvæmdanna geri ráð fyrir sex kennslustofum til viðbótar og 900 fermetra einingahús og sé áætlaður vorið 2026. Skólabyggingarnar verða að hámarki fimm metra háar og syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað með framkvæmdunum. Þá verður göngustígur inn í Laugardal lítillega færður. Gert er ráð fyrir að gróðursvæði og stígakerfi muni umlykja svæðið á allar hliðar, en að einnig verði heimilt að afmarka leiksvæði með girðingu. Skólaþorpið er hugsað sem tímabundin lausn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á grunnskólum í Laugardal. Fyrst verður ráðist í framkvæmdir á Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Svona kemur skólaþorpið til með að líta út úr lofti. Reykjavíkurborg Í tillögu um breytingar á deiliskipulagi segir að óljóst sé hversu lengi skólaþorpið verði starfandi. Í tillögunni segir þó að líklegt sé að skólaþorpið muni verða starfrækt í „allmörg ár“, eða fimm til fimmtán ár. Fyrirhugað er að skólinn sinni allt að 450 grunnskólakrökkum, frá 1. til 10. bekk. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, kom við á svæðinu og myndaði bílastæðið, sem bráðum verður að skólaþorpi. Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Verktakar hafa verk að vinna ef hér eiga að vera kennslustofur eftir örfáa mánuði. Vísir/Anton Brink Búið er að girða svæðið af.Vísir/Anton Brink Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. 12. maí 2025 11:43 Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. 9. maí 2025 23:32 Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. 8. maí 2025 21:07 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Á síðu Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar segir að skólaþorpið muni rísa í áföngum. Áætlað sé að fyrstu fjórar kennslustofur verði tilbúnar til úttekta og afhendingar í september eða október og næstu sex í október eða nóvember. Seinni áfangi framkvæmdanna geri ráð fyrir sex kennslustofum til viðbótar og 900 fermetra einingahús og sé áætlaður vorið 2026. Skólabyggingarnar verða að hámarki fimm metra háar og syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað með framkvæmdunum. Þá verður göngustígur inn í Laugardal lítillega færður. Gert er ráð fyrir að gróðursvæði og stígakerfi muni umlykja svæðið á allar hliðar, en að einnig verði heimilt að afmarka leiksvæði með girðingu. Skólaþorpið er hugsað sem tímabundin lausn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á grunnskólum í Laugardal. Fyrst verður ráðist í framkvæmdir á Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Svona kemur skólaþorpið til með að líta út úr lofti. Reykjavíkurborg Í tillögu um breytingar á deiliskipulagi segir að óljóst sé hversu lengi skólaþorpið verði starfandi. Í tillögunni segir þó að líklegt sé að skólaþorpið muni verða starfrækt í „allmörg ár“, eða fimm til fimmtán ár. Fyrirhugað er að skólinn sinni allt að 450 grunnskólakrökkum, frá 1. til 10. bekk. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, kom við á svæðinu og myndaði bílastæðið, sem bráðum verður að skólaþorpi. Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Verktakar hafa verk að vinna ef hér eiga að vera kennslustofur eftir örfáa mánuði. Vísir/Anton Brink Búið er að girða svæðið af.Vísir/Anton Brink
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. 12. maí 2025 11:43 Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. 9. maí 2025 23:32 Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. 8. maí 2025 21:07 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
„Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. 12. maí 2025 11:43
Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. 9. maí 2025 23:32
Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. 8. maí 2025 21:07