Inga endurvekur 25 metra regluna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2025 14:12 Inga Sæland hefur gert breytingu á byggingarreglugerð. Vísir/Anton Brink Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur gert breytingar á byggingarreglugerð sem fela í sér að bílastæði fyrir hreyfihamlaða megi ekki vera meira en 25 metrum frá aðalinngangi bygginga. Ákvæði þess efnis var fellt út árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með breytingunni sé kveðið á um að bílastæðin skuli standa sem næst aðalinngangi, og ekki fjær þeim en 25 metrum. „Áður leyfði reglugerðin framkvæmdaaðilum að staðsetja bílastæði fyrir hreyfihamlaða yst á bílastæðum og sem lengst frá inngangi. En ekki lengur,“ er haft eftir Ingu. Fært til samræmis við önnur Norðurlönd Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í og breyta reglugerðinni. Reglan um 25 metra gildi alls staðar á Norðurlöndum. Hið sama eigi að gilda um Ísland. „Gleymum því aldrei að samfélagið okkar er fyrir okkur öll. Til að svo megi verða þurfum við að tryggja aðgengi fyrir alla.“ Í tilkynningunni segir að ákvæði um 25 metra hámarksfjarlægð bílastæða fyrir hreyfihamlaða frá aðalinngangi hafi verið fellt brott úr reglugerðinni árið 2016. Nú hafi það verið sett inn á nýjan leik. Bílastæði bitbein í Kópavogi Á mánudag var sagt frá því að Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi Vina Kópavogs í Kópavogi, teldi vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Fyrirhugað sé að bílastæði verði langt frá húsunum, og að hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómetra fram og til baka í bílastæði. Bæjarstjórn samþykkti í vikunni að byggingaráform séu í samræmi við deiliskipulag og eru næstu skref að fá niðurrifs- og byggingarleyfi. Að því loknu er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist. Bæjarstjóri sagði í tilkynningu í vikunni að stefnt væri að því að halda íbúafund og halda íbúum upplýstum. Hún fagnaði framkvæmdinni og að á reitnum væri hægt að byggja upp „nýtt hjarta“ fyrir miðborg bæjarins. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Bílastæði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með breytingunni sé kveðið á um að bílastæðin skuli standa sem næst aðalinngangi, og ekki fjær þeim en 25 metrum. „Áður leyfði reglugerðin framkvæmdaaðilum að staðsetja bílastæði fyrir hreyfihamlaða yst á bílastæðum og sem lengst frá inngangi. En ekki lengur,“ er haft eftir Ingu. Fært til samræmis við önnur Norðurlönd Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í og breyta reglugerðinni. Reglan um 25 metra gildi alls staðar á Norðurlöndum. Hið sama eigi að gilda um Ísland. „Gleymum því aldrei að samfélagið okkar er fyrir okkur öll. Til að svo megi verða þurfum við að tryggja aðgengi fyrir alla.“ Í tilkynningunni segir að ákvæði um 25 metra hámarksfjarlægð bílastæða fyrir hreyfihamlaða frá aðalinngangi hafi verið fellt brott úr reglugerðinni árið 2016. Nú hafi það verið sett inn á nýjan leik. Bílastæði bitbein í Kópavogi Á mánudag var sagt frá því að Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi Vina Kópavogs í Kópavogi, teldi vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Fyrirhugað sé að bílastæði verði langt frá húsunum, og að hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómetra fram og til baka í bílastæði. Bæjarstjórn samþykkti í vikunni að byggingaráform séu í samræmi við deiliskipulag og eru næstu skref að fá niðurrifs- og byggingarleyfi. Að því loknu er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist. Bæjarstjóri sagði í tilkynningu í vikunni að stefnt væri að því að halda íbúafund og halda íbúum upplýstum. Hún fagnaði framkvæmdinni og að á reitnum væri hægt að byggja upp „nýtt hjarta“ fyrir miðborg bæjarins.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Bílastæði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira