Frá skipuninni er greint í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Staðan var auglýst í apríl, en Ívar Jónsson Arndal fráfarandi forstjóri ÁTVR sóttist ekki eftir endurráðningu í febrúar síðastliðnum. Hann hefur starfað hjá stofnuninni frá árinu 1990 og varð 67 ára í maí.
Í tilkynningunni segir að Þorgerður búi yfir víðtækri reynslu af stjórnunarstörfum á smásölumarkaði og hafi frá árinu 2014 gegnt starfi framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar. Áður hafi hún starfað í yfir áratug hjá Lyfju hf., sem forstöðumaður verslana- og markaðssviðs og mannauðsstjóri.
Þorgerður er með B.A. og Cand.Psych. gráðu í sálfræði, með áherslu á vinnu- og skipulagssálfræði. Þá hefur hún einnig lokið PMD stjórnendanámi auk fjölmargra námskeiða tengdum stjórnun og stefnumótun.