Segir ljóst að Víðir hafi brotið stjórnsýslureglur: „Það er verið að kaupa sér vinsældir“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 00:03 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Vísir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar, hafi brotið stjórnsýslureglur með afskiptum sínum af máli Oscars. Hann segir að málið sé enn eitt dæmið um að þingmenn kaupi sér vinsældir með lögbrotum. Víðir Reynisson hefur sætt harðri gagnrýni úr ranni stjórnarandstöðunnar eftir að hann tjáði Útlendingastofnun að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að allsherjarnefnd alþingis legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Hefur þingmaðurinn verið sakaður um pólitísk afskipti og galin vinnubrögð. Haukur Arnþórsson var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann segir að málið líti mjög illa út gagnvart stjórnsýslunni. „Þetta er ekki pólitískt mál. Það þýðir ekkert að koma í fjölmiðla og segja: „Ég tek pólitíska ákvörðun.“ Þetta er stjórnsýslumál,“ segir Haukur. Stendur eitthvað í lögum um að Víðir hafi ekki mátt senda þennan tölvupóst? „Já hann mátti ekkert senda þennan tölvupóst. Þetta er brot á stjórnskipuninni. Það getur enginn stjórnmálamaður farið að skipta sér af því hvað framkvæmdavaldið gerir,“ segir hann. Fer hann svo að tala um hvernig hlutirnir voru á dögum Jónasar frá Hriflu, þegar hann var að „vesenast“ í ríkisstofnunum. Hann segir að mál Víðis sé miklu verra en maður áttar sig á. Hann telur að verið sé að kaupa sér vinsældir. En Víðir segist bundinn eigin samvisku, og segir að þingmenn eigi að taka ákvarðanir þannig? „Hann gerir það í pólitískum málum en þetta er ekki pólitískt mál, þetta er bara rangt hjá honum. Það er einfaldlega þannig að þetta er stjórnsýslumál.“ Þá segir hann að á umliðnum árum hafi átt sér stað mikil valddreifing í samfélaginu, vald hafi verið tekið frá ráðherrum til að þeir séu ekki að taka geðþóttaákvarðanir til stofnana og síðan séu líka komnar úrskurðarnefndir. „Það er ekki lengur hægt að kæra mál til ráðherra, þau eru kærð til úrskurðanefnda.“ „Þetta mál fer til útlendingastofnunar svo fer það til kærunefndar útlendingamála, og ef menn eru ósáttir fer það fyrir dómstóla. Það fer aldrei fyrir alþingi, það er alþingi sem setur lögin um þetta“ „Það að brjóta gegn þrískiptingu valdsins er mjög alvarlegt.“ Þá segir Haukur einnig að það gangi gegn jafnræðisreglu að taka einn til hliðar af nítján sem bíða brottvísunar úr landi fram fyrir röðina. „Hann má ekki taka svona stjórnsýsluákvörðun hann Víðir.“ En þetta er ekki fyrsta dæmið af þessum toga, Guðmundur Ingi hafði samband við ríkislögreglustjóra í fyrra vegna sambærilegs máls? „Jájá það hafa verið nokkur svona dæmi. Svandís Svavarsdóttir setti bann á hvalveiðar sem var ólöglegt. Það eru allmörg dæmi um það að þingmenn kaupi sér vinsældir með lögbrötum.“ Hvaða afleiðingar mun þetta hafa? „Væntanlega engar,“ segir Haukur. Viðtalið er lengra og hægt er að hlusta á það í heild sinni í spilararnum hér að ofan. Mál Oscars frá Kólumbíu Alþingi Bylgjan Reykjavík síðdegis Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. 4. júní 2025 12:19 „Það er rétt skilið“ Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. 4. júní 2025 11:22 Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. 3. júní 2025 18:43 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Víðir Reynisson hefur sætt harðri gagnrýni úr ranni stjórnarandstöðunnar eftir að hann tjáði Útlendingastofnun að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að allsherjarnefnd alþingis legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Hefur þingmaðurinn verið sakaður um pólitísk afskipti og galin vinnubrögð. Haukur Arnþórsson var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann segir að málið líti mjög illa út gagnvart stjórnsýslunni. „Þetta er ekki pólitískt mál. Það þýðir ekkert að koma í fjölmiðla og segja: „Ég tek pólitíska ákvörðun.“ Þetta er stjórnsýslumál,“ segir Haukur. Stendur eitthvað í lögum um að Víðir hafi ekki mátt senda þennan tölvupóst? „Já hann mátti ekkert senda þennan tölvupóst. Þetta er brot á stjórnskipuninni. Það getur enginn stjórnmálamaður farið að skipta sér af því hvað framkvæmdavaldið gerir,“ segir hann. Fer hann svo að tala um hvernig hlutirnir voru á dögum Jónasar frá Hriflu, þegar hann var að „vesenast“ í ríkisstofnunum. Hann segir að mál Víðis sé miklu verra en maður áttar sig á. Hann telur að verið sé að kaupa sér vinsældir. En Víðir segist bundinn eigin samvisku, og segir að þingmenn eigi að taka ákvarðanir þannig? „Hann gerir það í pólitískum málum en þetta er ekki pólitískt mál, þetta er bara rangt hjá honum. Það er einfaldlega þannig að þetta er stjórnsýslumál.“ Þá segir hann að á umliðnum árum hafi átt sér stað mikil valddreifing í samfélaginu, vald hafi verið tekið frá ráðherrum til að þeir séu ekki að taka geðþóttaákvarðanir til stofnana og síðan séu líka komnar úrskurðarnefndir. „Það er ekki lengur hægt að kæra mál til ráðherra, þau eru kærð til úrskurðanefnda.“ „Þetta mál fer til útlendingastofnunar svo fer það til kærunefndar útlendingamála, og ef menn eru ósáttir fer það fyrir dómstóla. Það fer aldrei fyrir alþingi, það er alþingi sem setur lögin um þetta“ „Það að brjóta gegn þrískiptingu valdsins er mjög alvarlegt.“ Þá segir Haukur einnig að það gangi gegn jafnræðisreglu að taka einn til hliðar af nítján sem bíða brottvísunar úr landi fram fyrir röðina. „Hann má ekki taka svona stjórnsýsluákvörðun hann Víðir.“ En þetta er ekki fyrsta dæmið af þessum toga, Guðmundur Ingi hafði samband við ríkislögreglustjóra í fyrra vegna sambærilegs máls? „Jájá það hafa verið nokkur svona dæmi. Svandís Svavarsdóttir setti bann á hvalveiðar sem var ólöglegt. Það eru allmörg dæmi um það að þingmenn kaupi sér vinsældir með lögbrötum.“ Hvaða afleiðingar mun þetta hafa? „Væntanlega engar,“ segir Haukur. Viðtalið er lengra og hægt er að hlusta á það í heild sinni í spilararnum hér að ofan.
Mál Oscars frá Kólumbíu Alþingi Bylgjan Reykjavík síðdegis Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. 4. júní 2025 12:19 „Það er rétt skilið“ Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. 4. júní 2025 11:22 Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. 3. júní 2025 18:43 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
„Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. 4. júní 2025 12:19
„Það er rétt skilið“ Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. 4. júní 2025 11:22
Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. 3. júní 2025 18:43