Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum: „Þetta er mikil sorg“ Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 14:51 Ljósmyndaskólinn hefur starfað síðan 1997. Skjáskot/Google Maps Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum á næsta ári þar sem reksturinn hefur reynst erfiður síðustu ár. Nemendur fá þó að klára nám sitt við skólann áður en hann lokar. Skólastjórnendur vonast til þess að námið verði fært inn í aðra menntastofnun. Tæplega þriggja áratuga sögu Ljósmyndaskólans tekur senn enda þar sem skólinn mun hætta starfsemi á næsta ári. Skólinn, sem er sá eini skólinn á Íslandi sem kennir skapandi ljósmyndun, tilkynnti nemendum þetta í gær en þeir 20-25 nemendur sem enn eru þar við nám fá að klára námið. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri og stofnandi skólans Ljósmyndaskólans, segir við fréttastofu að grundvöllur hafi ekki lengur verið fyrir rekstri skólans, en rekstrarumhverfið hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Aðsókn breyttist þegar listnám varð frítt annars staðar Skólastjórinn bendir á að leigu- og launakostnaður hafi aukist að undanförnu auk þess sem fjöldi umsókna hafi dregist saman, m.a. í kjölfar þess að ríkið ákvað árið 2023 að niðurgreiða skólagjöld í Listaháskólanum. Þá bendir einnig á efnahagsumhverfið á Íslandi, þar sem vextir hafa verið háir. Þess vegna sæki færri nemendur um nám sem ekki er gjaldfrjálst, en önnin í Ljósmyndaskólanum kostar nú um 680 þúsund krónur. „Það hefur dómínóáhrif hvað vextir hafa verið háir í landinu,“ segir Sigríður, sem er þó yfirleitt kölluð Sissa, og nefnir að meðalaldur nemenda við Ljósmyndaskólann sé um þrítugt. Námið í Ljósmyndaskólanum er á fjórða hæfniþrepi, en einingarnar sem nemendur hafa fengið í skólanum eftir tveggja og hálfs árs nám hafa þó ekki metnar inn í listaskóla hér á landi að sögn Sissu. „Þetta hefur gengið svolítið erfiðlega fyrir okkur,“ segir skólastjórinn en bætir við að nemendur hafi vel komist inn í meistaranám erlendis með einingar úr Ljósmyndaskólanum. Þetta er ekki fyrsti einkaskólinn sem lokar dyrum sínum í ár. Í vor var greint frá gjaldþroti Kvikmyndaskóla Íslands en þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur Kvikmyndaskólans. Námið haldi mögulega áfram í öðrum skóla Skólastjórnendur er þegar byrjaðir að leita lausna. „Svo erum við að vinna að því í samráði við mennta og barnamálaráðuneytið að námið flytjist annað, í aðra menntastofnanir,“ segir hún en telur þó óábyrgt að tjá sig um hverjar menntastofnanir koma til greina. „Það er líka alltaf betra þegar það eru fleiri nemendur sem geta kastað boltanum sín á milli.“ Öll von er því ekki úti fyrir skapandi ljósmyndanám á Íslandi en Sissu skólastjóra þykir þó leitt að þurfa að loka skólanum sem hún hefur rekið í tæplega þrjá áratugi. „Eins og við sögðum við nemendur í gær: Þetta er mikil sorg,“ segir hún, en horfir þó bjartsýn fram á veginn. „Okkur finnst þetta voða leiðinlegt. Okkar samfélag, sem er bæði fullt af nemendum, fyrrum nemendum, kennurum og fyrrum kennurum, okkur finnst þetta öllum sorglegt. Því að þetta er bara eins og heimilið okkar. Okkur þykir ofboðslega vænt um skólann.“ Ljósmyndun Skóla- og menntamál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Tæplega þriggja áratuga sögu Ljósmyndaskólans tekur senn enda þar sem skólinn mun hætta starfsemi á næsta ári. Skólinn, sem er sá eini skólinn á Íslandi sem kennir skapandi ljósmyndun, tilkynnti nemendum þetta í gær en þeir 20-25 nemendur sem enn eru þar við nám fá að klára námið. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri og stofnandi skólans Ljósmyndaskólans, segir við fréttastofu að grundvöllur hafi ekki lengur verið fyrir rekstri skólans, en rekstrarumhverfið hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Aðsókn breyttist þegar listnám varð frítt annars staðar Skólastjórinn bendir á að leigu- og launakostnaður hafi aukist að undanförnu auk þess sem fjöldi umsókna hafi dregist saman, m.a. í kjölfar þess að ríkið ákvað árið 2023 að niðurgreiða skólagjöld í Listaháskólanum. Þá bendir einnig á efnahagsumhverfið á Íslandi, þar sem vextir hafa verið háir. Þess vegna sæki færri nemendur um nám sem ekki er gjaldfrjálst, en önnin í Ljósmyndaskólanum kostar nú um 680 þúsund krónur. „Það hefur dómínóáhrif hvað vextir hafa verið háir í landinu,“ segir Sigríður, sem er þó yfirleitt kölluð Sissa, og nefnir að meðalaldur nemenda við Ljósmyndaskólann sé um þrítugt. Námið í Ljósmyndaskólanum er á fjórða hæfniþrepi, en einingarnar sem nemendur hafa fengið í skólanum eftir tveggja og hálfs árs nám hafa þó ekki metnar inn í listaskóla hér á landi að sögn Sissu. „Þetta hefur gengið svolítið erfiðlega fyrir okkur,“ segir skólastjórinn en bætir við að nemendur hafi vel komist inn í meistaranám erlendis með einingar úr Ljósmyndaskólanum. Þetta er ekki fyrsti einkaskólinn sem lokar dyrum sínum í ár. Í vor var greint frá gjaldþroti Kvikmyndaskóla Íslands en þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur Kvikmyndaskólans. Námið haldi mögulega áfram í öðrum skóla Skólastjórnendur er þegar byrjaðir að leita lausna. „Svo erum við að vinna að því í samráði við mennta og barnamálaráðuneytið að námið flytjist annað, í aðra menntastofnanir,“ segir hún en telur þó óábyrgt að tjá sig um hverjar menntastofnanir koma til greina. „Það er líka alltaf betra þegar það eru fleiri nemendur sem geta kastað boltanum sín á milli.“ Öll von er því ekki úti fyrir skapandi ljósmyndanám á Íslandi en Sissu skólastjóra þykir þó leitt að þurfa að loka skólanum sem hún hefur rekið í tæplega þrjá áratugi. „Eins og við sögðum við nemendur í gær: Þetta er mikil sorg,“ segir hún, en horfir þó bjartsýn fram á veginn. „Okkur finnst þetta voða leiðinlegt. Okkar samfélag, sem er bæði fullt af nemendum, fyrrum nemendum, kennurum og fyrrum kennurum, okkur finnst þetta öllum sorglegt. Því að þetta er bara eins og heimilið okkar. Okkur þykir ofboðslega vænt um skólann.“
Ljósmyndun Skóla- og menntamál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira