Faglegt mat eða lukka? I: Frá kennslustofu til stafbókar Bogi Ragnarsson skrifar 6. júní 2025 08:01 Árið 2014 hóf ég störf sem kennari í félagsfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Strax eftir fyrstu önnina varð mér ljóst að hefðbundið námsefni stóð ekki undir þeim hraða og dýpt sem samfélagsbreytingar krefjast. Það vantaði efni sem náði tengingu við líf nemenda í samtímanum – efni sem horfði fram á við samhliða því að nýta það besta úr fortíðinni. Upphaflega stóð til að fylgja hefðbundnu kennsluformi með áherslu á grunnatriði félagsfræðinnar og klassískar kenningar. En í stað þess fór ég að þróa eigið námsefni – með það að markmiði að fanga veruleika samtímans og nýta nýjustu strauma í alþjóðlegri félagsfræðikennslu. Ég bjó til nýja áfanga og fór að uppfæra efni reglulega, byggt á hugmyndum sem ég hljóðritaði jafnóðum í símann og vann svo inn í kennslukerfið. Þetta varð að lifandi þróunarferli þar sem ég prófaði, betrumbætti og lagaði að þörfum nemenda. Þegar sonur minn var ekki hjá mér – aðra hverja viku – sat ég oft langt fram á kvöld við skrifborðið mitt, að skrifa, móta og prófa. Árið 2018 hafði ég skrifað sex bækur í félagsvísindum. Ég hafði líka þróað fjölbreytt verkefni sem höfðu það markmið að fá nemendur til að lesa, hugsa og vinna sjálfstætt. Ég kallaði fyrstu sjálfvirku verkefnin mín þekkingarverkefni – og þau urðu yfir 30 talsins. Þau byggja á leikrænum aðferðum sem hvetja nemendur til virkni og sjálfstæðrar hugsunar. Þar má nefna verkefni eins og innfyllingar, lykilorð, lykilsetningar, dulmál, hengimann, orðapýramída, fjórflokka, flokkanir, paranir, krossaspurningar, myndainnfyllingar, falda mynd, orðaleiki, slönguspil og fjölmörg fleiri. Allt eru þetta sjálfvirk verkefni, nemendur fá endurgjöf strax sem hefur þann tilgang að hjálpa nemendum að tileinka sér efni með virkri þátttöku og leik. Jafnframt þróaði ég önnur verkefni sem kalla má leikni- og færniverkefni – þau krefjast dýpri úrvinnslu, samræðu og beitingar kunnáttu. Dæmi um slík verkefni eru heimasíðugreiningar, myndbandagreiningar, gagnagreiningar, rökræður, málstofur og ritunarverkefni. Þessi verkefni voru öll prófuð í kennslu og síðan aðlöguð út frá viðbrögðum nemenda. Þau sem virkuðu vel voru þróuð áfram – með það að markmiði að styrkja lærdómsferlið og auka þátttöku nemenda. Á árunum 2019 til 2021 skrifaði ég tvær bækur til viðbótar. Samhliða því fór ég að þróa þá hugmynd að hægt væri að tengja saman kennslubækur og verkefni í sameiginlegt kerfi sem fleiri kennarar gætu notað og tekið þátt í. Ég sá fyrir mér að tengja námsumsjónarkerfi við Microsoft þannig að kennarar gætu sent inn efni, komið með ábendingar og unnið sameiginlega að þróun námsefnis. Þótt þessi tæknilega útfærsla hafi reynst flókin þá varð hugmyndin grunnur að áframhaldandi vinnu. Frá árinu 2021 hef ég skrifað fleiri bækur og verkefni sem saman mynda nú safn 13 bóka í félagsvísindum. Þar af eru átta sjálfstæðar bækur fyrir almennt nám, þrjár einfaldaðar bækur fyrir starfsbraut og einstaklinga með erlendan bakgrunn og tvær safnbækur. Haustið 2024 stofnaði ég svo stafbok.is og útgáfufélagið Stafbók slf. Í framhaldinu bætti ég við verkefnabok.is, þar sem aðgengileg og fjölbreytt verkefni fylgja efninu og kennarar geta bætt við eða aðlagað verkefni. Þegar ég reikna út alla þá vinnu sem hefur farið í þetta verkefni tel ég að tímarnir nemi um 10.000 – þó það hljómi ótrúlega. Í næstu grein, sem birtist á morgun, lýsi ég ferli umsóknar í Þróunarsjóð námsgagna sem varð kveikjan að greinaröðinni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Árið 2014 hóf ég störf sem kennari í félagsfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Strax eftir fyrstu önnina varð mér ljóst að hefðbundið námsefni stóð ekki undir þeim hraða og dýpt sem samfélagsbreytingar krefjast. Það vantaði efni sem náði tengingu við líf nemenda í samtímanum – efni sem horfði fram á við samhliða því að nýta það besta úr fortíðinni. Upphaflega stóð til að fylgja hefðbundnu kennsluformi með áherslu á grunnatriði félagsfræðinnar og klassískar kenningar. En í stað þess fór ég að þróa eigið námsefni – með það að markmiði að fanga veruleika samtímans og nýta nýjustu strauma í alþjóðlegri félagsfræðikennslu. Ég bjó til nýja áfanga og fór að uppfæra efni reglulega, byggt á hugmyndum sem ég hljóðritaði jafnóðum í símann og vann svo inn í kennslukerfið. Þetta varð að lifandi þróunarferli þar sem ég prófaði, betrumbætti og lagaði að þörfum nemenda. Þegar sonur minn var ekki hjá mér – aðra hverja viku – sat ég oft langt fram á kvöld við skrifborðið mitt, að skrifa, móta og prófa. Árið 2018 hafði ég skrifað sex bækur í félagsvísindum. Ég hafði líka þróað fjölbreytt verkefni sem höfðu það markmið að fá nemendur til að lesa, hugsa og vinna sjálfstætt. Ég kallaði fyrstu sjálfvirku verkefnin mín þekkingarverkefni – og þau urðu yfir 30 talsins. Þau byggja á leikrænum aðferðum sem hvetja nemendur til virkni og sjálfstæðrar hugsunar. Þar má nefna verkefni eins og innfyllingar, lykilorð, lykilsetningar, dulmál, hengimann, orðapýramída, fjórflokka, flokkanir, paranir, krossaspurningar, myndainnfyllingar, falda mynd, orðaleiki, slönguspil og fjölmörg fleiri. Allt eru þetta sjálfvirk verkefni, nemendur fá endurgjöf strax sem hefur þann tilgang að hjálpa nemendum að tileinka sér efni með virkri þátttöku og leik. Jafnframt þróaði ég önnur verkefni sem kalla má leikni- og færniverkefni – þau krefjast dýpri úrvinnslu, samræðu og beitingar kunnáttu. Dæmi um slík verkefni eru heimasíðugreiningar, myndbandagreiningar, gagnagreiningar, rökræður, málstofur og ritunarverkefni. Þessi verkefni voru öll prófuð í kennslu og síðan aðlöguð út frá viðbrögðum nemenda. Þau sem virkuðu vel voru þróuð áfram – með það að markmiði að styrkja lærdómsferlið og auka þátttöku nemenda. Á árunum 2019 til 2021 skrifaði ég tvær bækur til viðbótar. Samhliða því fór ég að þróa þá hugmynd að hægt væri að tengja saman kennslubækur og verkefni í sameiginlegt kerfi sem fleiri kennarar gætu notað og tekið þátt í. Ég sá fyrir mér að tengja námsumsjónarkerfi við Microsoft þannig að kennarar gætu sent inn efni, komið með ábendingar og unnið sameiginlega að þróun námsefnis. Þótt þessi tæknilega útfærsla hafi reynst flókin þá varð hugmyndin grunnur að áframhaldandi vinnu. Frá árinu 2021 hef ég skrifað fleiri bækur og verkefni sem saman mynda nú safn 13 bóka í félagsvísindum. Þar af eru átta sjálfstæðar bækur fyrir almennt nám, þrjár einfaldaðar bækur fyrir starfsbraut og einstaklinga með erlendan bakgrunn og tvær safnbækur. Haustið 2024 stofnaði ég svo stafbok.is og útgáfufélagið Stafbók slf. Í framhaldinu bætti ég við verkefnabok.is, þar sem aðgengileg og fjölbreytt verkefni fylgja efninu og kennarar geta bætt við eða aðlagað verkefni. Þegar ég reikna út alla þá vinnu sem hefur farið í þetta verkefni tel ég að tímarnir nemi um 10.000 – þó það hljómi ótrúlega. Í næstu grein, sem birtist á morgun, lýsi ég ferli umsóknar í Þróunarsjóð námsgagna sem varð kveikjan að greinaröðinni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun