Trump segist „mjög vonsvikinn“ út í Elon og ekki viss um að þeir geti átt gott samband Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 17:02 Samband Trump og Musk hefur heldur betur súrnað upp á síðkastið. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti segist verulega svekktur út í Elon Musk, auðugasta mann heims og einn nánasta samstarfsmann sinn til langs tíma. Gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og félagar reyna nú að fá samþykkt virðist hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forsetanum. Elon Musk kallaði hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og repúblikanar hafa kallað það, „viðurstyggilegan hrylling.“ Hann hefur einnig látið hafa það eftir sér að allir repúblikanar sem kjósi með því eigi að skammast sín en frumvarpið felur meðal annars í sér niðurfellingu ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla. Musk er eigandi Tesla, eins stærsta rafbílaframleiðanda heims. Síðasta stráið Donald Trump ræddi við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og þar sagðist hann ekki vera viss um að þeir gætu átt í góðu sambandi lengur. „Mér hefur alltaf verið vel við Elon. Þið sáuð þessi orð hans um mig. Hann hefur ekkert sagt slæmt um mig. Ég vildi frekar að hann gagnrýndi mig heldur en frumvarpið því þetta frumvarp er magnað. Þetta er stærsti niðurskurður í sögu landsins,“ sagði Trump þegar hann var beðinn um að bregðast við ummælum Musk. „Sjáiði til, við Elon áttum frábært samband. Ég er ekki viss um að við munum gera það héðan í frá,“ sagði Bandaríkjaforseti. Kveðst mjög vonsvikinn Líkt og fjallað hefur verið um undanfarna mánuði eru ítök Musk innan Repúblikanaflokksins mikil sem og vinsældir hans hjá stórum hluta kjósenda. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að feta þrönga slóð milli áhrifamannanna tveggja. „Hann þekkti [frumvarpið] betur en nokkur maður og fann ekkert að því þangað til um leið og hann er farinn. Og ef þið lítið á það sem hann hefur sagt um mig, hann hefur sagt fallegustu hluti um mig og hefur ekkert sagt ljótt um mig persónulega, en ég er viss um að það er næst á dagskrá. Ég er mjög vonsvikinn út í Elon. Ég hef hjálpað Eloni mikið,“ segir Trump. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. 5. júní 2025 11:35 Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. 22. apríl 2025 22:53 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Sjá meira
Elon Musk kallaði hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og repúblikanar hafa kallað það, „viðurstyggilegan hrylling.“ Hann hefur einnig látið hafa það eftir sér að allir repúblikanar sem kjósi með því eigi að skammast sín en frumvarpið felur meðal annars í sér niðurfellingu ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla. Musk er eigandi Tesla, eins stærsta rafbílaframleiðanda heims. Síðasta stráið Donald Trump ræddi við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og þar sagðist hann ekki vera viss um að þeir gætu átt í góðu sambandi lengur. „Mér hefur alltaf verið vel við Elon. Þið sáuð þessi orð hans um mig. Hann hefur ekkert sagt slæmt um mig. Ég vildi frekar að hann gagnrýndi mig heldur en frumvarpið því þetta frumvarp er magnað. Þetta er stærsti niðurskurður í sögu landsins,“ sagði Trump þegar hann var beðinn um að bregðast við ummælum Musk. „Sjáiði til, við Elon áttum frábært samband. Ég er ekki viss um að við munum gera það héðan í frá,“ sagði Bandaríkjaforseti. Kveðst mjög vonsvikinn Líkt og fjallað hefur verið um undanfarna mánuði eru ítök Musk innan Repúblikanaflokksins mikil sem og vinsældir hans hjá stórum hluta kjósenda. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að feta þrönga slóð milli áhrifamannanna tveggja. „Hann þekkti [frumvarpið] betur en nokkur maður og fann ekkert að því þangað til um leið og hann er farinn. Og ef þið lítið á það sem hann hefur sagt um mig, hann hefur sagt fallegustu hluti um mig og hefur ekkert sagt ljótt um mig persónulega, en ég er viss um að það er næst á dagskrá. Ég er mjög vonsvikinn út í Elon. Ég hef hjálpað Eloni mikið,“ segir Trump.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. 5. júní 2025 11:35 Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. 22. apríl 2025 22:53 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Sjá meira
Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17
Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. 5. júní 2025 11:35
Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. 22. apríl 2025 22:53