Brotlentu öðru einkafari á tunglinu Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2025 09:13 Resilience tunglfarið á braut um tunglið á dögunum. AP/ispace Japanska geimfyrirtækið ispace brotlenti öðru geimfari á tunglinu í gærkvöldi. Þetta var önnur tilraun fyrirtækisins til að lenda smáu tunglfari í einkaeigu en báðar hafa misheppnast. Svo virðist sem að tunglfarið Resilience hafi skollið á tunglinu á miklum hraða en samband við farið rofnaði skömmu fyrir áætlaða lendingu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja lendinguna hafa farið vel af stað en sambandið hafi rofnað fljótt. Talið er ólíklegt að sambandið muni nást aftur og engar líkur eru taldar á því að hægt sé að lenda farinu, samkvæmt yfirlýsingu frá ispace. Fyrsta tilraun ispace misheppnaðist árið 2023. Sjá einnig: Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Að þessu sinni var verið að lækka hæð farsins yfir yfirborði tunglsins úr hundrað kílómetrum í tuttugu. Í því ferli kviknaði á réttum tíma á hreyflum Resilience og hægði þá verulega á farinu. Sambandið rofnaði hins vegar á þeim tímapunkti. Starfsmenn ispace hafa komist að því að fjarlægðarskynjari tunglfarsins bilaði og þess vegna hægði farið ekki nægilega mikið á sér. Það mun í kjölfarið hafa skollið á yfirborði tunglsins á miklum hraða. Hér að neðan má sjá myndband sem birt var á miðvikudaginn, þegar Resiliance var á braut um tunglið. Fly me to the Moon 🎵🌝RESILIENCE status: nominal Distance above the Lunar surface: ca. 100 km Current orbital phase: Low lunar orbit, traveling at ca. 5,800 km/h RESILIENCE remains in a circular orbit as landing day approaches. This video was captured from lunar orbit by… pic.twitter.com/Ll7FCudqL5— ispace (@ispace_inc) June 4, 2025 Resiliance bar lítinn dróna og vísindabúnað frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þessi búnaður og geimfarið átti að vera virkur í allt að tvær vikur. Margir reyna að lenda á tunglinu Frá árinu 2019 hafa nokkur einkafyrirtæki gert tilraunir til að lenda geimförum á tunglinu. Það hefur þó í flestum tilfellum ekki gengið nægilega vel. Bandaríska fyrirtækið Intuitive Machines var fyrsta fyrirtækið til að lenda einkageimfari á tunglinu í fyrra. Þar á undan höfðu einungis ríkisstjórnum tekist að lenda fari á tunglinu. Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kína og Indlandi. Reisilance var skotið á loft með Blue Ghost tunglfari fyrirtækisins Firefly. Það fór aðra og fljótari leið til tunglsins og var því lent þar í mars. Forsvarsmenn ispace segjast ætla að gera þriðju tilraunina til að lenda á tunglinu árið 2027. Verið er að smíða stærra lendingarfar fyrir það verkefni og á það að bera búnað sem tengist Artemis áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Geimurinn Tunglið Japan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Svo virðist sem að tunglfarið Resilience hafi skollið á tunglinu á miklum hraða en samband við farið rofnaði skömmu fyrir áætlaða lendingu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja lendinguna hafa farið vel af stað en sambandið hafi rofnað fljótt. Talið er ólíklegt að sambandið muni nást aftur og engar líkur eru taldar á því að hægt sé að lenda farinu, samkvæmt yfirlýsingu frá ispace. Fyrsta tilraun ispace misheppnaðist árið 2023. Sjá einnig: Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Að þessu sinni var verið að lækka hæð farsins yfir yfirborði tunglsins úr hundrað kílómetrum í tuttugu. Í því ferli kviknaði á réttum tíma á hreyflum Resilience og hægði þá verulega á farinu. Sambandið rofnaði hins vegar á þeim tímapunkti. Starfsmenn ispace hafa komist að því að fjarlægðarskynjari tunglfarsins bilaði og þess vegna hægði farið ekki nægilega mikið á sér. Það mun í kjölfarið hafa skollið á yfirborði tunglsins á miklum hraða. Hér að neðan má sjá myndband sem birt var á miðvikudaginn, þegar Resiliance var á braut um tunglið. Fly me to the Moon 🎵🌝RESILIENCE status: nominal Distance above the Lunar surface: ca. 100 km Current orbital phase: Low lunar orbit, traveling at ca. 5,800 km/h RESILIENCE remains in a circular orbit as landing day approaches. This video was captured from lunar orbit by… pic.twitter.com/Ll7FCudqL5— ispace (@ispace_inc) June 4, 2025 Resiliance bar lítinn dróna og vísindabúnað frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þessi búnaður og geimfarið átti að vera virkur í allt að tvær vikur. Margir reyna að lenda á tunglinu Frá árinu 2019 hafa nokkur einkafyrirtæki gert tilraunir til að lenda geimförum á tunglinu. Það hefur þó í flestum tilfellum ekki gengið nægilega vel. Bandaríska fyrirtækið Intuitive Machines var fyrsta fyrirtækið til að lenda einkageimfari á tunglinu í fyrra. Þar á undan höfðu einungis ríkisstjórnum tekist að lenda fari á tunglinu. Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kína og Indlandi. Reisilance var skotið á loft með Blue Ghost tunglfari fyrirtækisins Firefly. Það fór aðra og fljótari leið til tunglsins og var því lent þar í mars. Forsvarsmenn ispace segjast ætla að gera þriðju tilraunina til að lenda á tunglinu árið 2027. Verið er að smíða stærra lendingarfar fyrir það verkefni og á það að bera búnað sem tengist Artemis áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið.
Geimurinn Tunglið Japan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira