Brotlentu öðru einkafari á tunglinu Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2025 09:13 Resilience tunglfarið á braut um tunglið á dögunum. AP/ispace Japanska geimfyrirtækið ispace brotlenti öðru geimfari á tunglinu í gærkvöldi. Þetta var önnur tilraun fyrirtækisins til að lenda smáu tunglfari í einkaeigu en báðar hafa misheppnast. Svo virðist sem að tunglfarið Resilience hafi skollið á tunglinu á miklum hraða en samband við farið rofnaði skömmu fyrir áætlaða lendingu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja lendinguna hafa farið vel af stað en sambandið hafi rofnað fljótt. Talið er ólíklegt að sambandið muni nást aftur og engar líkur eru taldar á því að hægt sé að lenda farinu, samkvæmt yfirlýsingu frá ispace. Fyrsta tilraun ispace misheppnaðist árið 2023. Sjá einnig: Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Að þessu sinni var verið að lækka hæð farsins yfir yfirborði tunglsins úr hundrað kílómetrum í tuttugu. Í því ferli kviknaði á réttum tíma á hreyflum Resilience og hægði þá verulega á farinu. Sambandið rofnaði hins vegar á þeim tímapunkti. Starfsmenn ispace hafa komist að því að fjarlægðarskynjari tunglfarsins bilaði og þess vegna hægði farið ekki nægilega mikið á sér. Það mun í kjölfarið hafa skollið á yfirborði tunglsins á miklum hraða. Hér að neðan má sjá myndband sem birt var á miðvikudaginn, þegar Resiliance var á braut um tunglið. Fly me to the Moon 🎵🌝RESILIENCE status: nominal Distance above the Lunar surface: ca. 100 km Current orbital phase: Low lunar orbit, traveling at ca. 5,800 km/h RESILIENCE remains in a circular orbit as landing day approaches. This video was captured from lunar orbit by… pic.twitter.com/Ll7FCudqL5— ispace (@ispace_inc) June 4, 2025 Resiliance bar lítinn dróna og vísindabúnað frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þessi búnaður og geimfarið átti að vera virkur í allt að tvær vikur. Margir reyna að lenda á tunglinu Frá árinu 2019 hafa nokkur einkafyrirtæki gert tilraunir til að lenda geimförum á tunglinu. Það hefur þó í flestum tilfellum ekki gengið nægilega vel. Bandaríska fyrirtækið Intuitive Machines var fyrsta fyrirtækið til að lenda einkageimfari á tunglinu í fyrra. Þar á undan höfðu einungis ríkisstjórnum tekist að lenda fari á tunglinu. Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kína og Indlandi. Reisilance var skotið á loft með Blue Ghost tunglfari fyrirtækisins Firefly. Það fór aðra og fljótari leið til tunglsins og var því lent þar í mars. Forsvarsmenn ispace segjast ætla að gera þriðju tilraunina til að lenda á tunglinu árið 2027. Verið er að smíða stærra lendingarfar fyrir það verkefni og á það að bera búnað sem tengist Artemis áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Geimurinn Tunglið Japan Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Sjá meira
Svo virðist sem að tunglfarið Resilience hafi skollið á tunglinu á miklum hraða en samband við farið rofnaði skömmu fyrir áætlaða lendingu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja lendinguna hafa farið vel af stað en sambandið hafi rofnað fljótt. Talið er ólíklegt að sambandið muni nást aftur og engar líkur eru taldar á því að hægt sé að lenda farinu, samkvæmt yfirlýsingu frá ispace. Fyrsta tilraun ispace misheppnaðist árið 2023. Sjá einnig: Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Að þessu sinni var verið að lækka hæð farsins yfir yfirborði tunglsins úr hundrað kílómetrum í tuttugu. Í því ferli kviknaði á réttum tíma á hreyflum Resilience og hægði þá verulega á farinu. Sambandið rofnaði hins vegar á þeim tímapunkti. Starfsmenn ispace hafa komist að því að fjarlægðarskynjari tunglfarsins bilaði og þess vegna hægði farið ekki nægilega mikið á sér. Það mun í kjölfarið hafa skollið á yfirborði tunglsins á miklum hraða. Hér að neðan má sjá myndband sem birt var á miðvikudaginn, þegar Resiliance var á braut um tunglið. Fly me to the Moon 🎵🌝RESILIENCE status: nominal Distance above the Lunar surface: ca. 100 km Current orbital phase: Low lunar orbit, traveling at ca. 5,800 km/h RESILIENCE remains in a circular orbit as landing day approaches. This video was captured from lunar orbit by… pic.twitter.com/Ll7FCudqL5— ispace (@ispace_inc) June 4, 2025 Resiliance bar lítinn dróna og vísindabúnað frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þessi búnaður og geimfarið átti að vera virkur í allt að tvær vikur. Margir reyna að lenda á tunglinu Frá árinu 2019 hafa nokkur einkafyrirtæki gert tilraunir til að lenda geimförum á tunglinu. Það hefur þó í flestum tilfellum ekki gengið nægilega vel. Bandaríska fyrirtækið Intuitive Machines var fyrsta fyrirtækið til að lenda einkageimfari á tunglinu í fyrra. Þar á undan höfðu einungis ríkisstjórnum tekist að lenda fari á tunglinu. Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kína og Indlandi. Reisilance var skotið á loft með Blue Ghost tunglfari fyrirtækisins Firefly. Það fór aðra og fljótari leið til tunglsins og var því lent þar í mars. Forsvarsmenn ispace segjast ætla að gera þriðju tilraunina til að lenda á tunglinu árið 2027. Verið er að smíða stærra lendingarfar fyrir það verkefni og á það að bera búnað sem tengist Artemis áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið.
Geimurinn Tunglið Japan Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Sjá meira