Getur uppbyggilegur fréttaflutningur aukið velsæld í íslensku samfélagi? Ása Fríða Kjartansdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifa 6. júní 2025 14:03 Þegar talað er um áhrif frétta er sjaldnast fjallað um tilfinningaleg áhrif á lesendur. Fréttamiðlar eiga að varpa ljósi á raunveruleikann en þeir geta einnig mótað hughrif og upplifun lesandans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að neikvæður fréttaflutningur getur aukið kvíða, streitu og depurð. Þegar neikvæðar fréttir eru daglegt brauð getur þróast bjöguð útgáfa af veruleikanum sem dregur úr bjartsýni og von ásamt því að leiða til sinnuleysis og vanmáttakenndar. Þessi tegund af fréttamennsku er ekki beint uppbyggileg. Það má velta fyrir sér af hverju fókusinn á fréttamiðlum sé frekar á hið neikvæða en hið jákvæða. Ein af skýringunum má finna í þróunarsálfræðinni, nokkuð sem er kallað neikvæðni skekkja eða negativity bias. Við bregðumst fyrr við því sem er er neikvætt því það gæti mögulega verið ógn og hjá frummanninum gat viðbragðstíminn greint á milli lífs og dauða. Þó það eigi sjaldnast við hjá okkur í nútímanum þá er það enn þannig að við bregðumst fyrr við því sem er neikvætt og því eru þær fréttir líklegri til að fá meiri athygli. En hvað er til ráða? Fjölmargir fræðimenn og fréttamenn eru meðvitaðir um þessa skekkju og hafa leitað leiða til að setja fréttir fram á uppbyggilegri hátt. Uppbyggileg fréttamennska (e. constructive journalism) hefur færst í aukana á alþjóðavettvangi. Frá því að Washington Post tileinkaði sér hana að hluta árið 2014 hafa margir áhrifamiklir miðlar fylgt í kjölfarið og þessi fræðigrein eflst innan nokkurra háskóla. Uppbyggileg fréttamennska byggir á því að birta ekki einungis gagnrýni heldur einnig eflandi leiðir þar sem blaðamennska sameinast jákvæðri sálfræði með markvissum hætti og getur þannig skapað raunverulega breytingu til góðs. Uppbyggileg fréttamennska er leið til að auka gæði og áhrif fréttamiðlunar með því að leggja áherslu á lausnir, seiglu, ábyrgð og jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Slík nálgun á alls ekki að vera andstæða gagnrýni eða rannsóknarblaðamennsku, heldur viðbót sem eykur jafnvægi og dýpt í umfjöllun. Kjarnaáherslur uppbyggilegar fréttmennsku eru: Að varpa ljósi á lausnir og árangur Að veita yfirvegaða og nákvæma umfjöllun Að auka von og seiglu í samfélaginu Að styðja við gagnrýna hugsun og valdeflingu almennings Í rannsókn undirritaðrar, Ásu Fríðu, og Reynis Grétarssonar í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði, á tíðni neikvæðra, jákvæðra og hlutlausra frétta hjá þremur stærstu netmiðlum landsins (Visir.is, Mbl.is og Ruv.is) kom í ljós að neikvæðar fréttir eru mun algengari en jákvæðar. Neikvæðar fréttir í rannsókninni voru sérstaklega algengar í umfjöllun um stjórnmál, lögreglumál og öryggismál – efni sem oft fá mikla athygli í fréttaflutningi og geta vakið kvíða, reiði eða vanmátt. Á móti voru jákvæð áhrif helst tengd fréttum af íþróttum, menningu, mat og afrekum einstaklinga sem oft fá minna vægi í fréttaflutningi. Sérstaka athygli vekur að ríkismiðillinn, RÚV, var með hæsta hlutfall neikvæðra frétta í rannsókninni eðaum 46%. Þetta er áhugavert í ljósi þess að hlutverk ríkismiðils er jafnan talið felast í að miðla ábyrgu og uppbyggilegu efni, sem stuðlar að upplýstri og virðingarmikilli samfélagsumræðu. Þetta þarf ekki að vera svona því fréttir geta varpað ljósi á lausnir en ekki aðeins vandamál. Þar sem hefðbundin fréttamennska er gjarnan vandamálamiðuð sækir uppbyggileg fréttamennska í þátttöku, valdeflingu og skilning á samhengi. Fréttaflutningur sem byggir á kjarnaáherslum uppbyggilegrar fréttamennsku skilar ekki aðeins betur upplýstum lesendum heldur getur einnig haft raunveruleg áhrif á andlega líðan. Sýnt hefur verið fram á að lesendur sem ekki þurfa ítrekað að bregðast við áfallamiðuðu efni upplifa minni streitu, meiri virkni og eru ólíklegri til að missa trú á eigin getu til að hafa áhrif á samfélagið sitt. Þessar upplýsingar gefa tilefni til að skoða hvort miðlar geti ekki mótað fréttadagskrá með meira jafnvægi – ekki með því að sleppa gagnrýni heldur með því að leggja áherslu á að fjalla um uppbyggilegar lausnir á vandamálum eða leiðir til að gera betur. Að vekja von og efla fólk til góðra verka en ekki ýta undir vonleysi og ótta. Fjölmiðlar hafa vald til að móta ekki bara sögu heldur líðan. Þeir eru ekki einungis spegill heldur áhrifavaldur og það er mikilvægt að spegillinn sé ekki neikvætt skekktur. Þegar fjölmiðlar beita sér af ábyrgð geta þeir stutt við andlega velsæld þjóðarinnar. Uppbyggileg fréttamennska er ekki tilraun til þess að fegra raunverulegar aðstæður heldur leggur frekar áherslu á raunsæi sem sýnir að þar sem vandinn er geta einnig verið tækifæri til að gera betur. Höfundar eru Ása Fríða Kjartansdóttir, diplóma á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Geðheilbrigði Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar talað er um áhrif frétta er sjaldnast fjallað um tilfinningaleg áhrif á lesendur. Fréttamiðlar eiga að varpa ljósi á raunveruleikann en þeir geta einnig mótað hughrif og upplifun lesandans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að neikvæður fréttaflutningur getur aukið kvíða, streitu og depurð. Þegar neikvæðar fréttir eru daglegt brauð getur þróast bjöguð útgáfa af veruleikanum sem dregur úr bjartsýni og von ásamt því að leiða til sinnuleysis og vanmáttakenndar. Þessi tegund af fréttamennsku er ekki beint uppbyggileg. Það má velta fyrir sér af hverju fókusinn á fréttamiðlum sé frekar á hið neikvæða en hið jákvæða. Ein af skýringunum má finna í þróunarsálfræðinni, nokkuð sem er kallað neikvæðni skekkja eða negativity bias. Við bregðumst fyrr við því sem er er neikvætt því það gæti mögulega verið ógn og hjá frummanninum gat viðbragðstíminn greint á milli lífs og dauða. Þó það eigi sjaldnast við hjá okkur í nútímanum þá er það enn þannig að við bregðumst fyrr við því sem er neikvætt og því eru þær fréttir líklegri til að fá meiri athygli. En hvað er til ráða? Fjölmargir fræðimenn og fréttamenn eru meðvitaðir um þessa skekkju og hafa leitað leiða til að setja fréttir fram á uppbyggilegri hátt. Uppbyggileg fréttamennska (e. constructive journalism) hefur færst í aukana á alþjóðavettvangi. Frá því að Washington Post tileinkaði sér hana að hluta árið 2014 hafa margir áhrifamiklir miðlar fylgt í kjölfarið og þessi fræðigrein eflst innan nokkurra háskóla. Uppbyggileg fréttamennska byggir á því að birta ekki einungis gagnrýni heldur einnig eflandi leiðir þar sem blaðamennska sameinast jákvæðri sálfræði með markvissum hætti og getur þannig skapað raunverulega breytingu til góðs. Uppbyggileg fréttamennska er leið til að auka gæði og áhrif fréttamiðlunar með því að leggja áherslu á lausnir, seiglu, ábyrgð og jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Slík nálgun á alls ekki að vera andstæða gagnrýni eða rannsóknarblaðamennsku, heldur viðbót sem eykur jafnvægi og dýpt í umfjöllun. Kjarnaáherslur uppbyggilegar fréttmennsku eru: Að varpa ljósi á lausnir og árangur Að veita yfirvegaða og nákvæma umfjöllun Að auka von og seiglu í samfélaginu Að styðja við gagnrýna hugsun og valdeflingu almennings Í rannsókn undirritaðrar, Ásu Fríðu, og Reynis Grétarssonar í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði, á tíðni neikvæðra, jákvæðra og hlutlausra frétta hjá þremur stærstu netmiðlum landsins (Visir.is, Mbl.is og Ruv.is) kom í ljós að neikvæðar fréttir eru mun algengari en jákvæðar. Neikvæðar fréttir í rannsókninni voru sérstaklega algengar í umfjöllun um stjórnmál, lögreglumál og öryggismál – efni sem oft fá mikla athygli í fréttaflutningi og geta vakið kvíða, reiði eða vanmátt. Á móti voru jákvæð áhrif helst tengd fréttum af íþróttum, menningu, mat og afrekum einstaklinga sem oft fá minna vægi í fréttaflutningi. Sérstaka athygli vekur að ríkismiðillinn, RÚV, var með hæsta hlutfall neikvæðra frétta í rannsókninni eðaum 46%. Þetta er áhugavert í ljósi þess að hlutverk ríkismiðils er jafnan talið felast í að miðla ábyrgu og uppbyggilegu efni, sem stuðlar að upplýstri og virðingarmikilli samfélagsumræðu. Þetta þarf ekki að vera svona því fréttir geta varpað ljósi á lausnir en ekki aðeins vandamál. Þar sem hefðbundin fréttamennska er gjarnan vandamálamiðuð sækir uppbyggileg fréttamennska í þátttöku, valdeflingu og skilning á samhengi. Fréttaflutningur sem byggir á kjarnaáherslum uppbyggilegrar fréttamennsku skilar ekki aðeins betur upplýstum lesendum heldur getur einnig haft raunveruleg áhrif á andlega líðan. Sýnt hefur verið fram á að lesendur sem ekki þurfa ítrekað að bregðast við áfallamiðuðu efni upplifa minni streitu, meiri virkni og eru ólíklegri til að missa trú á eigin getu til að hafa áhrif á samfélagið sitt. Þessar upplýsingar gefa tilefni til að skoða hvort miðlar geti ekki mótað fréttadagskrá með meira jafnvægi – ekki með því að sleppa gagnrýni heldur með því að leggja áherslu á að fjalla um uppbyggilegar lausnir á vandamálum eða leiðir til að gera betur. Að vekja von og efla fólk til góðra verka en ekki ýta undir vonleysi og ótta. Fjölmiðlar hafa vald til að móta ekki bara sögu heldur líðan. Þeir eru ekki einungis spegill heldur áhrifavaldur og það er mikilvægt að spegillinn sé ekki neikvætt skekktur. Þegar fjölmiðlar beita sér af ábyrgð geta þeir stutt við andlega velsæld þjóðarinnar. Uppbyggileg fréttamennska er ekki tilraun til þess að fegra raunverulegar aðstæður heldur leggur frekar áherslu á raunsæi sem sýnir að þar sem vandinn er geta einnig verið tækifæri til að gera betur. Höfundar eru Ása Fríða Kjartansdóttir, diplóma á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun