Getur uppbyggilegur fréttaflutningur aukið velsæld í íslensku samfélagi? Ása Fríða Kjartansdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifa 6. júní 2025 14:03 Þegar talað er um áhrif frétta er sjaldnast fjallað um tilfinningaleg áhrif á lesendur. Fréttamiðlar eiga að varpa ljósi á raunveruleikann en þeir geta einnig mótað hughrif og upplifun lesandans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að neikvæður fréttaflutningur getur aukið kvíða, streitu og depurð. Þegar neikvæðar fréttir eru daglegt brauð getur þróast bjöguð útgáfa af veruleikanum sem dregur úr bjartsýni og von ásamt því að leiða til sinnuleysis og vanmáttakenndar. Þessi tegund af fréttamennsku er ekki beint uppbyggileg. Það má velta fyrir sér af hverju fókusinn á fréttamiðlum sé frekar á hið neikvæða en hið jákvæða. Ein af skýringunum má finna í þróunarsálfræðinni, nokkuð sem er kallað neikvæðni skekkja eða negativity bias. Við bregðumst fyrr við því sem er er neikvætt því það gæti mögulega verið ógn og hjá frummanninum gat viðbragðstíminn greint á milli lífs og dauða. Þó það eigi sjaldnast við hjá okkur í nútímanum þá er það enn þannig að við bregðumst fyrr við því sem er neikvætt og því eru þær fréttir líklegri til að fá meiri athygli. En hvað er til ráða? Fjölmargir fræðimenn og fréttamenn eru meðvitaðir um þessa skekkju og hafa leitað leiða til að setja fréttir fram á uppbyggilegri hátt. Uppbyggileg fréttamennska (e. constructive journalism) hefur færst í aukana á alþjóðavettvangi. Frá því að Washington Post tileinkaði sér hana að hluta árið 2014 hafa margir áhrifamiklir miðlar fylgt í kjölfarið og þessi fræðigrein eflst innan nokkurra háskóla. Uppbyggileg fréttamennska byggir á því að birta ekki einungis gagnrýni heldur einnig eflandi leiðir þar sem blaðamennska sameinast jákvæðri sálfræði með markvissum hætti og getur þannig skapað raunverulega breytingu til góðs. Uppbyggileg fréttamennska er leið til að auka gæði og áhrif fréttamiðlunar með því að leggja áherslu á lausnir, seiglu, ábyrgð og jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Slík nálgun á alls ekki að vera andstæða gagnrýni eða rannsóknarblaðamennsku, heldur viðbót sem eykur jafnvægi og dýpt í umfjöllun. Kjarnaáherslur uppbyggilegar fréttmennsku eru: Að varpa ljósi á lausnir og árangur Að veita yfirvegaða og nákvæma umfjöllun Að auka von og seiglu í samfélaginu Að styðja við gagnrýna hugsun og valdeflingu almennings Í rannsókn undirritaðrar, Ásu Fríðu, og Reynis Grétarssonar í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði, á tíðni neikvæðra, jákvæðra og hlutlausra frétta hjá þremur stærstu netmiðlum landsins (Visir.is, Mbl.is og Ruv.is) kom í ljós að neikvæðar fréttir eru mun algengari en jákvæðar. Neikvæðar fréttir í rannsókninni voru sérstaklega algengar í umfjöllun um stjórnmál, lögreglumál og öryggismál – efni sem oft fá mikla athygli í fréttaflutningi og geta vakið kvíða, reiði eða vanmátt. Á móti voru jákvæð áhrif helst tengd fréttum af íþróttum, menningu, mat og afrekum einstaklinga sem oft fá minna vægi í fréttaflutningi. Sérstaka athygli vekur að ríkismiðillinn, RÚV, var með hæsta hlutfall neikvæðra frétta í rannsókninni eðaum 46%. Þetta er áhugavert í ljósi þess að hlutverk ríkismiðils er jafnan talið felast í að miðla ábyrgu og uppbyggilegu efni, sem stuðlar að upplýstri og virðingarmikilli samfélagsumræðu. Þetta þarf ekki að vera svona því fréttir geta varpað ljósi á lausnir en ekki aðeins vandamál. Þar sem hefðbundin fréttamennska er gjarnan vandamálamiðuð sækir uppbyggileg fréttamennska í þátttöku, valdeflingu og skilning á samhengi. Fréttaflutningur sem byggir á kjarnaáherslum uppbyggilegrar fréttamennsku skilar ekki aðeins betur upplýstum lesendum heldur getur einnig haft raunveruleg áhrif á andlega líðan. Sýnt hefur verið fram á að lesendur sem ekki þurfa ítrekað að bregðast við áfallamiðuðu efni upplifa minni streitu, meiri virkni og eru ólíklegri til að missa trú á eigin getu til að hafa áhrif á samfélagið sitt. Þessar upplýsingar gefa tilefni til að skoða hvort miðlar geti ekki mótað fréttadagskrá með meira jafnvægi – ekki með því að sleppa gagnrýni heldur með því að leggja áherslu á að fjalla um uppbyggilegar lausnir á vandamálum eða leiðir til að gera betur. Að vekja von og efla fólk til góðra verka en ekki ýta undir vonleysi og ótta. Fjölmiðlar hafa vald til að móta ekki bara sögu heldur líðan. Þeir eru ekki einungis spegill heldur áhrifavaldur og það er mikilvægt að spegillinn sé ekki neikvætt skekktur. Þegar fjölmiðlar beita sér af ábyrgð geta þeir stutt við andlega velsæld þjóðarinnar. Uppbyggileg fréttamennska er ekki tilraun til þess að fegra raunverulegar aðstæður heldur leggur frekar áherslu á raunsæi sem sýnir að þar sem vandinn er geta einnig verið tækifæri til að gera betur. Höfundar eru Ása Fríða Kjartansdóttir, diplóma á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Geðheilbrigði Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar talað er um áhrif frétta er sjaldnast fjallað um tilfinningaleg áhrif á lesendur. Fréttamiðlar eiga að varpa ljósi á raunveruleikann en þeir geta einnig mótað hughrif og upplifun lesandans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að neikvæður fréttaflutningur getur aukið kvíða, streitu og depurð. Þegar neikvæðar fréttir eru daglegt brauð getur þróast bjöguð útgáfa af veruleikanum sem dregur úr bjartsýni og von ásamt því að leiða til sinnuleysis og vanmáttakenndar. Þessi tegund af fréttamennsku er ekki beint uppbyggileg. Það má velta fyrir sér af hverju fókusinn á fréttamiðlum sé frekar á hið neikvæða en hið jákvæða. Ein af skýringunum má finna í þróunarsálfræðinni, nokkuð sem er kallað neikvæðni skekkja eða negativity bias. Við bregðumst fyrr við því sem er er neikvætt því það gæti mögulega verið ógn og hjá frummanninum gat viðbragðstíminn greint á milli lífs og dauða. Þó það eigi sjaldnast við hjá okkur í nútímanum þá er það enn þannig að við bregðumst fyrr við því sem er neikvætt og því eru þær fréttir líklegri til að fá meiri athygli. En hvað er til ráða? Fjölmargir fræðimenn og fréttamenn eru meðvitaðir um þessa skekkju og hafa leitað leiða til að setja fréttir fram á uppbyggilegri hátt. Uppbyggileg fréttamennska (e. constructive journalism) hefur færst í aukana á alþjóðavettvangi. Frá því að Washington Post tileinkaði sér hana að hluta árið 2014 hafa margir áhrifamiklir miðlar fylgt í kjölfarið og þessi fræðigrein eflst innan nokkurra háskóla. Uppbyggileg fréttamennska byggir á því að birta ekki einungis gagnrýni heldur einnig eflandi leiðir þar sem blaðamennska sameinast jákvæðri sálfræði með markvissum hætti og getur þannig skapað raunverulega breytingu til góðs. Uppbyggileg fréttamennska er leið til að auka gæði og áhrif fréttamiðlunar með því að leggja áherslu á lausnir, seiglu, ábyrgð og jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Slík nálgun á alls ekki að vera andstæða gagnrýni eða rannsóknarblaðamennsku, heldur viðbót sem eykur jafnvægi og dýpt í umfjöllun. Kjarnaáherslur uppbyggilegar fréttmennsku eru: Að varpa ljósi á lausnir og árangur Að veita yfirvegaða og nákvæma umfjöllun Að auka von og seiglu í samfélaginu Að styðja við gagnrýna hugsun og valdeflingu almennings Í rannsókn undirritaðrar, Ásu Fríðu, og Reynis Grétarssonar í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði, á tíðni neikvæðra, jákvæðra og hlutlausra frétta hjá þremur stærstu netmiðlum landsins (Visir.is, Mbl.is og Ruv.is) kom í ljós að neikvæðar fréttir eru mun algengari en jákvæðar. Neikvæðar fréttir í rannsókninni voru sérstaklega algengar í umfjöllun um stjórnmál, lögreglumál og öryggismál – efni sem oft fá mikla athygli í fréttaflutningi og geta vakið kvíða, reiði eða vanmátt. Á móti voru jákvæð áhrif helst tengd fréttum af íþróttum, menningu, mat og afrekum einstaklinga sem oft fá minna vægi í fréttaflutningi. Sérstaka athygli vekur að ríkismiðillinn, RÚV, var með hæsta hlutfall neikvæðra frétta í rannsókninni eðaum 46%. Þetta er áhugavert í ljósi þess að hlutverk ríkismiðils er jafnan talið felast í að miðla ábyrgu og uppbyggilegu efni, sem stuðlar að upplýstri og virðingarmikilli samfélagsumræðu. Þetta þarf ekki að vera svona því fréttir geta varpað ljósi á lausnir en ekki aðeins vandamál. Þar sem hefðbundin fréttamennska er gjarnan vandamálamiðuð sækir uppbyggileg fréttamennska í þátttöku, valdeflingu og skilning á samhengi. Fréttaflutningur sem byggir á kjarnaáherslum uppbyggilegrar fréttamennsku skilar ekki aðeins betur upplýstum lesendum heldur getur einnig haft raunveruleg áhrif á andlega líðan. Sýnt hefur verið fram á að lesendur sem ekki þurfa ítrekað að bregðast við áfallamiðuðu efni upplifa minni streitu, meiri virkni og eru ólíklegri til að missa trú á eigin getu til að hafa áhrif á samfélagið sitt. Þessar upplýsingar gefa tilefni til að skoða hvort miðlar geti ekki mótað fréttadagskrá með meira jafnvægi – ekki með því að sleppa gagnrýni heldur með því að leggja áherslu á að fjalla um uppbyggilegar lausnir á vandamálum eða leiðir til að gera betur. Að vekja von og efla fólk til góðra verka en ekki ýta undir vonleysi og ótta. Fjölmiðlar hafa vald til að móta ekki bara sögu heldur líðan. Þeir eru ekki einungis spegill heldur áhrifavaldur og það er mikilvægt að spegillinn sé ekki neikvætt skekktur. Þegar fjölmiðlar beita sér af ábyrgð geta þeir stutt við andlega velsæld þjóðarinnar. Uppbyggileg fréttamennska er ekki tilraun til þess að fegra raunverulegar aðstæður heldur leggur frekar áherslu á raunsæi sem sýnir að þar sem vandinn er geta einnig verið tækifæri til að gera betur. Höfundar eru Ása Fríða Kjartansdóttir, diplóma á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun