Albert gaf orðrómi um Everton undir fótinn Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 16:17 Albert Guðmundsson lék sem lánsmaður með Fiorentina í vetur en er enn í eigu Genoa. Getty Óvíst er hvað tekur við hjá landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni í sumar nú þegar lánstíma hans hjá Fiorentina á Ítalíu er lokið. Hann talar fallega um enska boltann í viðtali við breska miðilinn The i paper, í aðdraganda vináttulandsleiksins við Skotland í kvöld. Staðarmiðillinn í Liverpool-borg, Liverpool Echo, segir Albert hafi verið orðaður við Everton og bendir jafnframt á að pabbi hans, Guðmundur Benediktsson, hafi farið til reynslu hjá núverandi stjóra Everton, David Moyes, hjá Preston North End á sínum tíma. Orð Alberts í The i paper gefa líka skýrt til kynna að hann vilji spila á Englandi. Þá er þess getið að langafi og alnafni Alberts hafi einmitt spilað bæði á Englandi og Ítalíu, með Arsenal og AC Milan. „Ég myndi ekki segja að ég sé að reyna að herma eftir hans ferli eða neitt slíkt – ég vil ekki spila í Englandi eða Frakklandi bara vegna þess að hann spilaði þar. Mér líkar úrvalsdeildin mjög vel, þess vegna vil ég spila þar. Þetta snýst um mína eigin leið,“ sagði Albert við The i paper. Áhugi frá félögum í Meistaradeild Evrópu Albert verður í eldlínunni með Íslandi á Hampden Park í kvöld og sjálfsagt einnig gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn. Eftir það tekur við sumarfrí og óljóst hvenær framtíðin skýrist hjá þessum tæplega 28 ára gamla sóknarmanni sem var að láni hjá Fiorentina í vetur, frá Genoa. Albert skoraði sex mörk fyrir Fiorentina á leiktíðinni og félagið á forkaupsrétt að honum sem hins vegar er ekki víst að verði nýttur. Þjálfarinn Raffaele Palladino, sem stýrði Fiorentina til 6. sætis í Seríu A og þannig inn í undankeppni Sambandsdeildarinnar, hætti að loknu tímabilinu og það eykur væntanlega óvissuna hvað Albert snertir. Marco Ottolini, yfirmaður íþróttamála hjá Genoa, hefur sagt að áhugi sé á Alberti frá félögum sem verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fiorentina hafi hins vegar kauprétt. Enn sé þó ekki útilokað að Albert endi á að spila með Genoa á næstu leiktíð. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Staðarmiðillinn í Liverpool-borg, Liverpool Echo, segir Albert hafi verið orðaður við Everton og bendir jafnframt á að pabbi hans, Guðmundur Benediktsson, hafi farið til reynslu hjá núverandi stjóra Everton, David Moyes, hjá Preston North End á sínum tíma. Orð Alberts í The i paper gefa líka skýrt til kynna að hann vilji spila á Englandi. Þá er þess getið að langafi og alnafni Alberts hafi einmitt spilað bæði á Englandi og Ítalíu, með Arsenal og AC Milan. „Ég myndi ekki segja að ég sé að reyna að herma eftir hans ferli eða neitt slíkt – ég vil ekki spila í Englandi eða Frakklandi bara vegna þess að hann spilaði þar. Mér líkar úrvalsdeildin mjög vel, þess vegna vil ég spila þar. Þetta snýst um mína eigin leið,“ sagði Albert við The i paper. Áhugi frá félögum í Meistaradeild Evrópu Albert verður í eldlínunni með Íslandi á Hampden Park í kvöld og sjálfsagt einnig gegn Norður-Írlandi á þriðjudaginn. Eftir það tekur við sumarfrí og óljóst hvenær framtíðin skýrist hjá þessum tæplega 28 ára gamla sóknarmanni sem var að láni hjá Fiorentina í vetur, frá Genoa. Albert skoraði sex mörk fyrir Fiorentina á leiktíðinni og félagið á forkaupsrétt að honum sem hins vegar er ekki víst að verði nýttur. Þjálfarinn Raffaele Palladino, sem stýrði Fiorentina til 6. sætis í Seríu A og þannig inn í undankeppni Sambandsdeildarinnar, hætti að loknu tímabilinu og það eykur væntanlega óvissuna hvað Albert snertir. Marco Ottolini, yfirmaður íþróttamála hjá Genoa, hefur sagt að áhugi sé á Alberti frá félögum sem verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fiorentina hafi hins vegar kauprétt. Enn sé þó ekki útilokað að Albert endi á að spila með Genoa á næstu leiktíð.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira