Engin sátt í sjónmáli: Trump vill selja Tesluna Agnar Már Másson skrifar 6. júní 2025 16:10 Trump keypti sér Teslu í mars, sem var hálfgerð stuðningsyfirlýsing við Musk. Nú vill hann selja bílinn. Getty/Andrew Harnik Sátt virðist ekki vera innan seilingar milli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og auðkýfingsins Elons Musks. Trump er sagður ætla að selja nýja Tesla-bílinn sinn sem hann keypti einmitt til stuðnings Musk. Slitnað hefur úr vinasambandi Bandaríkjaforseta og Musks, eins og alþjóð varð vitni að í gær þegar þeir skutu föstum skotum að hvor öðrum, hvor á sínum eigin samfélagsmiðli. Musk, sem yfirgaf nýlega hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar (DOGE), hafði gagnrýnt fjárlagafrumvarp Trumps og ýmsa Repúblikana sem studdu það en forðast að gagnrýna Trump með beinum hætti. Þar til í gær eftir að Trump kvaðst vonsvikinn út í Musk, sem lét síðan Trump heyra það á samfélagsmiðlinum X. Trump kallaði þá Musk meðal annars klikkaðan og Musk sagði að bola ætti Trump úr embætti og stakk upp á því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Hvíta húsinu höfðu sagt við fjölmiðla að þeir hygðust grafa stríðsöxina með símtali í dag, en New York Times greina nú frá því að ekkert slíkt símtal sé á dagskrá að sögn aðstoðarmanna. Miðillinn hefur enn fremur eftir ónafngreindum aðstoðarmanni forsetans að Trump hyggist selja rauðu Tesla-bifreiðina sína, sem hann keypti í mars einmitt til að sýna Musk stuðning meðan auðkýfingurinn sat undir mikilli gagnrýni vegna starfa DOGE. Möguleg sátt runnin út í sandinn? Í gærkvöldi voru blikur á lofti um að þeir vildu sættast. Trump hafði dregið til baka hótanir sínar um að hætta við rekstur Dragon-eldflaugar SpaceX, sem Nasa hefur haft afnot af undanfarin ár. Og þegar Bill Ackman auðkýfingur stakk upp á því á X í gær að mennirnir stilltu til friðar, „frábæru þjóð okkar til hagsbóta“, svaraði Musk: „Þú hefur ekki rangt fyrir þér.“ Deilur Musks við Trump gætu kostað auðkýfinginn mikið þar sem fyrirtæki hans, aðallega SpaceX, hafa grætt milljarða dala af samningum við stjórnvöld, sem Trump hótaði reyndar að slíta í gær. Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Tesla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Slitnað hefur úr vinasambandi Bandaríkjaforseta og Musks, eins og alþjóð varð vitni að í gær þegar þeir skutu föstum skotum að hvor öðrum, hvor á sínum eigin samfélagsmiðli. Musk, sem yfirgaf nýlega hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar (DOGE), hafði gagnrýnt fjárlagafrumvarp Trumps og ýmsa Repúblikana sem studdu það en forðast að gagnrýna Trump með beinum hætti. Þar til í gær eftir að Trump kvaðst vonsvikinn út í Musk, sem lét síðan Trump heyra það á samfélagsmiðlinum X. Trump kallaði þá Musk meðal annars klikkaðan og Musk sagði að bola ætti Trump úr embætti og stakk upp á því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Hvíta húsinu höfðu sagt við fjölmiðla að þeir hygðust grafa stríðsöxina með símtali í dag, en New York Times greina nú frá því að ekkert slíkt símtal sé á dagskrá að sögn aðstoðarmanna. Miðillinn hefur enn fremur eftir ónafngreindum aðstoðarmanni forsetans að Trump hyggist selja rauðu Tesla-bifreiðina sína, sem hann keypti í mars einmitt til að sýna Musk stuðning meðan auðkýfingurinn sat undir mikilli gagnrýni vegna starfa DOGE. Möguleg sátt runnin út í sandinn? Í gærkvöldi voru blikur á lofti um að þeir vildu sættast. Trump hafði dregið til baka hótanir sínar um að hætta við rekstur Dragon-eldflaugar SpaceX, sem Nasa hefur haft afnot af undanfarin ár. Og þegar Bill Ackman auðkýfingur stakk upp á því á X í gær að mennirnir stilltu til friðar, „frábæru þjóð okkar til hagsbóta“, svaraði Musk: „Þú hefur ekki rangt fyrir þér.“ Deilur Musks við Trump gætu kostað auðkýfinginn mikið þar sem fyrirtæki hans, aðallega SpaceX, hafa grætt milljarða dala af samningum við stjórnvöld, sem Trump hótaði reyndar að slíta í gær.
Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Tesla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira