Ein á móti rýmkuðu sorgarleyfi Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 16:57 Sigríður steig í pontu og gerði grein fyrir atkvæði sínu gegn frumvarpinu. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, greiddi ein atkvæði gegn frumvarpi um sorgarleyfi foreldra sem missa maka sína. Fyrir atkvæðagreiðslu sagði hún ekkert hafa komið fram sem benti til þess að rýmka þyrfti lög um sorgarleyfi með þeim hætti og að það myndi kosta hálfan milljarð króna á ári. Því gæti hún ekki greitt atkvæði með frumvarpinu. Alþingi samþykkti nú síðdegis frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis og styrkja enn frekar stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum. Foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín Í fréttatilkynningu frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu segir að sorgarleyfi sé lagalegur réttur foreldra til að fá leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis í sex mánuði og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á meðan. Með nýju lögunum nái sorgarleyfi einnig til foreldra sem missa maka og eiga börn yngri en 18 ára. Foreldrar sem ekki eru í vinnu eða í minna en 25 prósenta starfi geti átt rétt á sorgarstyrk. „Gríðarlegt álag fylgir því að missa maka og vera á sama tíma til staðar fyrir syrgjandi barn. Ákall hafði verið um að við stæðum með foreldrum í þessari stöðu – og það höfum við nú gert. Með nýju lögunum veitum við fólki svigrúm til að syrgja og tíma til að vera til staðar fyrir börnin sín á erfiðustu stundum lífsins.Sorgarleyfið veitir fólki rými til að ná einfaldlega andanum, finna fótfestu í nýjum veruleika og safna hugrekki til að lifa áfram með sorginni. Þetta eru þannig manneskjuleg lög sem skipta miklu máli,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Víðtæk samstaða í umsögnum Þá segir að víðtæk samstaða hafi verið um lagabreytingarnar í umsögnum um frumvarpið. Þau hafi til að mynda verið talin mikil réttarbót og mikilvægt skref í átt að betri félagslegum stuðningi fyrir þá sem missa nákomna. Sorgarmiðstöðin hafi í umsögn sinni bent á að breytingarnar veittu nauðsynlegt svigrúm til að styðja við sorgarúrvinnslu barna. „Slíkt svigrúm er forsenda þess að fjölskyldur geti leitað viðeigandi úrræða sem stuðla að farsælli endurkomu foreldra á vinnumarkað og aðstoða börn við að taka aftur virkan þátt í daglegu lífi og samfélagi eftir áföll.“ Loks segir að til viðbótar feli lögin í sér að: Foreldri á nú sjálfstæðan rétt til sorgarleyfis eða sorgarstyrks í allt að þrjá mánuði frá þeim degi sem fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu á sér stað. Áður var tímabilið tveir mánuðir. Foreldri sem verið hefur í samfelldu starfi á nú sjálfstæðan rétt á sorgarleyfi eða sorgarstyrk í allt að sex mánuði frá þeim degi sem andvanafæðing á sér stað eftir 22 vikna meðgöngu. Áður var tímabilið þrír mánuðir. Víðtæk samstaða í þinginu, fyrir utan Sigríði Líkt og í umsagnarferlinu var víðtæk samstaða meðal alþingismanna um frumvarpið 52 greiddu atkvæði með frumvarpinu, einn gegn frumvarpinu, þrír sátu hjá og sjö voru fjarverandi. Eini þingmaðurinn sem sagði nei var Sigríður Á. Andersen Miðflokki og þeir þrír sem sátu hjá tilheyra einnig þingflokki Miðflokksins. Það voru þeir Bergþór Ólason, Karl Gauti Hjaltason og Snorri Másson. Sigríður gerði grein fyrir atkvæði sínu fyrir atkvæðagreiðslu. Hún sagði að ákvæði um sorgarleyfi hefðu verið sett í lög á síðasta kjörtímabili og síðan þá hefði ekki komið upp neitt það tilefni sem kallaði á að ríkissjóður yki umfang sitt með „þvílíkum“ hætti, sem frumvarpið fæli í sér. „Þá kom líka fram í meðferð háttvirtrar velferðarnefndar að það væru engar rannsóknir eða annað sem lægju til grundvallar því að þetta frumvarp þjónaði tilgangi sínum. Frumvarp þetta felur í sér verulega aukningu ríkisútgjalda, um hátt í hálfan milljarð á ári. Í því ljósi, og þess sem ég nefndi hér á undan, þá get ég ekki greitt þessu frumvarpi atkvæði mitt.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Börn og uppeldi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. 3. nóvember 2022 11:40 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Alþingi samþykkti nú síðdegis frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis og styrkja enn frekar stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum. Foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín Í fréttatilkynningu frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu segir að sorgarleyfi sé lagalegur réttur foreldra til að fá leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis í sex mánuði og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á meðan. Með nýju lögunum nái sorgarleyfi einnig til foreldra sem missa maka og eiga börn yngri en 18 ára. Foreldrar sem ekki eru í vinnu eða í minna en 25 prósenta starfi geti átt rétt á sorgarstyrk. „Gríðarlegt álag fylgir því að missa maka og vera á sama tíma til staðar fyrir syrgjandi barn. Ákall hafði verið um að við stæðum með foreldrum í þessari stöðu – og það höfum við nú gert. Með nýju lögunum veitum við fólki svigrúm til að syrgja og tíma til að vera til staðar fyrir börnin sín á erfiðustu stundum lífsins.Sorgarleyfið veitir fólki rými til að ná einfaldlega andanum, finna fótfestu í nýjum veruleika og safna hugrekki til að lifa áfram með sorginni. Þetta eru þannig manneskjuleg lög sem skipta miklu máli,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Víðtæk samstaða í umsögnum Þá segir að víðtæk samstaða hafi verið um lagabreytingarnar í umsögnum um frumvarpið. Þau hafi til að mynda verið talin mikil réttarbót og mikilvægt skref í átt að betri félagslegum stuðningi fyrir þá sem missa nákomna. Sorgarmiðstöðin hafi í umsögn sinni bent á að breytingarnar veittu nauðsynlegt svigrúm til að styðja við sorgarúrvinnslu barna. „Slíkt svigrúm er forsenda þess að fjölskyldur geti leitað viðeigandi úrræða sem stuðla að farsælli endurkomu foreldra á vinnumarkað og aðstoða börn við að taka aftur virkan þátt í daglegu lífi og samfélagi eftir áföll.“ Loks segir að til viðbótar feli lögin í sér að: Foreldri á nú sjálfstæðan rétt til sorgarleyfis eða sorgarstyrks í allt að þrjá mánuði frá þeim degi sem fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu á sér stað. Áður var tímabilið tveir mánuðir. Foreldri sem verið hefur í samfelldu starfi á nú sjálfstæðan rétt á sorgarleyfi eða sorgarstyrk í allt að sex mánuði frá þeim degi sem andvanafæðing á sér stað eftir 22 vikna meðgöngu. Áður var tímabilið þrír mánuðir. Víðtæk samstaða í þinginu, fyrir utan Sigríði Líkt og í umsagnarferlinu var víðtæk samstaða meðal alþingismanna um frumvarpið 52 greiddu atkvæði með frumvarpinu, einn gegn frumvarpinu, þrír sátu hjá og sjö voru fjarverandi. Eini þingmaðurinn sem sagði nei var Sigríður Á. Andersen Miðflokki og þeir þrír sem sátu hjá tilheyra einnig þingflokki Miðflokksins. Það voru þeir Bergþór Ólason, Karl Gauti Hjaltason og Snorri Másson. Sigríður gerði grein fyrir atkvæði sínu fyrir atkvæðagreiðslu. Hún sagði að ákvæði um sorgarleyfi hefðu verið sett í lög á síðasta kjörtímabili og síðan þá hefði ekki komið upp neitt það tilefni sem kallaði á að ríkissjóður yki umfang sitt með „þvílíkum“ hætti, sem frumvarpið fæli í sér. „Þá kom líka fram í meðferð háttvirtrar velferðarnefndar að það væru engar rannsóknir eða annað sem lægju til grundvallar því að þetta frumvarp þjónaði tilgangi sínum. Frumvarp þetta felur í sér verulega aukningu ríkisútgjalda, um hátt í hálfan milljarð á ári. Í því ljósi, og þess sem ég nefndi hér á undan, þá get ég ekki greitt þessu frumvarpi atkvæði mitt.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Börn og uppeldi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. 3. nóvember 2022 11:40 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01
Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. 3. nóvember 2022 11:40