Yfirfara þurfi öryggismál við Brúará Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 13:01 Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Vísir/Vilhelm Erlendur ferðamaður, kona á fertugsaldri, sem féll í Brúará í gær var úrskurðuð látin á vettvangi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará á aðeins nokkrum árum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir þetta mikið áhyggjuefni, mikilvægt sé að yfirfara öryggismál við ána sem sé á landi í einkaeigu. Tilkynning barst lögreglu um slysið korter yfir fjögur og voru björgunarsveitir auk þyrlu Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Slysið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará undanfarin ár en árið 2022 lést kanadískur ríkisborgari eftir að hafa komið syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána og í fyrra lést Katari um þrítugt sem var á ferðalagi um landið með fjölskyldu sinni. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir fjöldi slysa við ána mikið áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni og þetta er sorglegt. Það eru náttúrulega margir staðir í íslenskri náttúru sem eru hættulegir og það þarf að sýna varúð og þetta er klárlega einn af þeim. Það þarf bara að skoða hvort það sé hægt að setja upp einhverjar merkingar eða gera það þannig að fólk átti sig á því hver hættan er.“ Að sögn Ástu er landið þar sem slysið varð í einkaeigu. „En samkvæmt náttúruverndarlögum er öllum heimild för meðfram ám og vötnum þannig landeigendur hafa ósköp lítið um það að segja ef einhver staður kemst á kortið ef svo má segja, þá mega allir fara þar um og lítið hægt að sporna við því, en það þarf að skoða hvað er hægt að gera og það þurfa allir að taka höndum saman um að reyna að tryggja öryggi fólks sem best.“ Bent er á í Facebook hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að ferðamenn séu gjarnir á að umgangast ána af léttúð og hafa þar meðal annars birst myndskeið af ferðafólki að vaða í ánni en umrætt myndskeið er frá því í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Jewells Chambers | All Things Iceland (@allthingsiceland) Ásta segir ljóst að svæðið sé mjög varasamt. „Þessi á er mjög fjölbreytileg, það er mikill straumur sumsstaðar og mikil yfirköst og annars staðar er hún mjög breið og lygn eins og við sjálfan Brúarfoss og fólk freistast alltaf til að fara aðeins lengra eða gera eitthvað aðeins meira, þannig það þurfa allir að sýna varkárni og sérstaklega í aðstæðum sem fólk þekkir ekki.“ Bláskógabyggð Lögreglumál Slysavarnir Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkilið kallað út vegna ammóníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Tilkynning barst lögreglu um slysið korter yfir fjögur og voru björgunarsveitir auk þyrlu Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Slysið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará undanfarin ár en árið 2022 lést kanadískur ríkisborgari eftir að hafa komið syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána og í fyrra lést Katari um þrítugt sem var á ferðalagi um landið með fjölskyldu sinni. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir fjöldi slysa við ána mikið áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni og þetta er sorglegt. Það eru náttúrulega margir staðir í íslenskri náttúru sem eru hættulegir og það þarf að sýna varúð og þetta er klárlega einn af þeim. Það þarf bara að skoða hvort það sé hægt að setja upp einhverjar merkingar eða gera það þannig að fólk átti sig á því hver hættan er.“ Að sögn Ástu er landið þar sem slysið varð í einkaeigu. „En samkvæmt náttúruverndarlögum er öllum heimild för meðfram ám og vötnum þannig landeigendur hafa ósköp lítið um það að segja ef einhver staður kemst á kortið ef svo má segja, þá mega allir fara þar um og lítið hægt að sporna við því, en það þarf að skoða hvað er hægt að gera og það þurfa allir að taka höndum saman um að reyna að tryggja öryggi fólks sem best.“ Bent er á í Facebook hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að ferðamenn séu gjarnir á að umgangast ána af léttúð og hafa þar meðal annars birst myndskeið af ferðafólki að vaða í ánni en umrætt myndskeið er frá því í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Jewells Chambers | All Things Iceland (@allthingsiceland) Ásta segir ljóst að svæðið sé mjög varasamt. „Þessi á er mjög fjölbreytileg, það er mikill straumur sumsstaðar og mikil yfirköst og annars staðar er hún mjög breið og lygn eins og við sjálfan Brúarfoss og fólk freistast alltaf til að fara aðeins lengra eða gera eitthvað aðeins meira, þannig það þurfa allir að sýna varkárni og sérstaklega í aðstæðum sem fólk þekkir ekki.“
Bláskógabyggð Lögreglumál Slysavarnir Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkilið kallað út vegna ammóníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira