Við erum 40 árum á eftir Einar Sverrisson skrifar 8. júní 2025 22:00 Það var bæði sárt og sláandi að lesa nýjustu fréttir af því að ríkisstjórnin hafi ákveðið að hætta við þegar tryggða fjármögnun til að stækka fjóra íslenska verk- og starfsnámskóla. Þetta átti að vera raunverulegt framfaraskref en nú hefur verið stigið á bremsuna og í raun bakkað enn á ný. Samningar höfðu verið undirritaðir, sveitarfélögin tilbúin, allt í farvegi en nú á ekkert að verða af þessu. Þrátt fyrir mikla eftirspurn og skort á iðnmenntuðu fólki þetta eru ekki bara vonbrigði þetta er skýr áminning að lausnin kemur ekki ofan frá. 1. Verkmenntaskólar sem frímerki – staðan er alvarlegStaðan sem blasir við í verkmenntun á Íslandi árið 2025 er grafalvarleg. Skólar eru yfirfullir, aðstaðan niðurnídd og húsnæði sem var ætlað tímabundið fyrir 30–40 árum er enn í notkun með lítilli sem engri viðhalds- eða framtíðarsýn. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti var reistur 1975 viðbót sem átti að rísa 10 árum síðar hefur aldrei verið byggð.Iðnskólinn í Reykjavík hefur misst helminginn af sinni aðstöðu.Á Ísafirði átti að rísa 1.000 fermetra nýbygging sem nú hefur verið skorin niður í 600 fermetra og krafist er sérstakrar þarfagreiningar á hverjum einasta fermetra. Þetta er eins og að láta skurðlækni skila inn rökstuðningi fyrir hverju skurðarhnífsblaði á meðan aðrir fá heilt sjúkrahús án spurninga. 2. Við köllum þetta smíðar en þetta er bara föndurSem fyrrum smíðakennari á grunnskólastigi veit ég að þetta vandamál byrjar miklu fyrr en í framhaldsskóla. Það er meira en 40 ár síðan smíðar og önnur verkleg kennsla var sinnt af fagfólki með almennilega aðstöðu í flestum grunnskólum landsins.Í dag er „smíðakennsla“ oft lítið annað en föndur í afgangsrými. Það vantar bæði tæki og aðstöðu en fyrst og fremst virðingu fyrir greininni.Skólastjórar og kennarar vilja gera betur. En þeir fá hvorki stuðning né fjármuni áherslan er öll á bóknám verkmenntun hefur orðið jaðarsett innan menntakerfisins. 3. Einu sinni var þetta sjálfsagt nú er það orðin baráttaÞað gleymist að þetta var áður hluti af eðlilegu samfélagslífi einu sinni voru iðnskólar og verkleg aðstaða í nær hverju einasta bæjarfélagi á landinu.Það þótti sjálfsagt að ungt fólk lærði að byggja, rafvæða, smíða og lagfæra. Skólar voru hluti af samfélaginu og samfélagið hluti af skólunum þetta var ekki flókið.Í dag er þetta flækt, tafið og kæft af kerfinu. Það þarf þarfagreiningar, langa ferla, samþykktir og endalausa endurskoðun. Hver fermetri þarf réttlætingu eins og þetta séu byggingar sem þjóðin geti ekki staðið undir.Það er algjörlega fráleitt við höfum flækt þetta en þetta er ekkert flókið það þarf bara vilja. 4. Lausnin kemur ekki frá ríkinu hún kemur frá okkurVið verðum að horfast í augu við staðreyndir ríkið ætlar sér ekki að byggja þessa skóla, það ætlar sér ekki að endurreisa verkmenntun. Það hefur haft fjóra áratugi til þess og ekki staðið við loforðin.Þess vegna þarf að hreyfa við öðrum öflum. Við þurfum að kalla til sveitarfélög, atvinnulífið, sjóði, einkaaðila, foreldra og þá sem bera raunverulegan hug til iðnmenntunar. Við þurfum nýtt samstarf, nýja hugsun og nýja leið.Við getum ekki byggt undir atvinnulífið með tómum loforðum. Við getum ekki haldið áfram að horfa upp á ungmenni sem vilja vinna með höndunum en fá engin tæki til þess. Við verðum að gera þetta sjálf. 5. Þetta er síðasta viðvöruninVið erum ekki að krefjast óraunhæfra hluta. Við erum að biðja um það allra einfaldasta að unga fólkið okkar fái að mennta sig í greinum sem halda samfélaginu gangandi að það fái húsnæði, tæki og kennslu. Ef við gerum ekkert núna, þá gerist ekkert þetta er síðasta viðvörunin. Við getum ekki treyst á ríkisstjórn sem hliðrar fjárlögum í sífellu við getum ekki lagt framtíð iðnnáms í hendur kerfis sem hefur hafnað því í fjóra áratugi. Ef við gerum þetta ekki þá verður það ekki gert. Þess vegna er kominn tími til að hætta að spyrja stjórnvöld hvað þau ætli að gera og byrja að spyrja hvert annað hvað ætlum við að gera? Við verðum að byggja þessa framtíð sjálf með okkar eigin höndum við verðum að byrja í dag. Höfundur er húsasmiður og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það var bæði sárt og sláandi að lesa nýjustu fréttir af því að ríkisstjórnin hafi ákveðið að hætta við þegar tryggða fjármögnun til að stækka fjóra íslenska verk- og starfsnámskóla. Þetta átti að vera raunverulegt framfaraskref en nú hefur verið stigið á bremsuna og í raun bakkað enn á ný. Samningar höfðu verið undirritaðir, sveitarfélögin tilbúin, allt í farvegi en nú á ekkert að verða af þessu. Þrátt fyrir mikla eftirspurn og skort á iðnmenntuðu fólki þetta eru ekki bara vonbrigði þetta er skýr áminning að lausnin kemur ekki ofan frá. 1. Verkmenntaskólar sem frímerki – staðan er alvarlegStaðan sem blasir við í verkmenntun á Íslandi árið 2025 er grafalvarleg. Skólar eru yfirfullir, aðstaðan niðurnídd og húsnæði sem var ætlað tímabundið fyrir 30–40 árum er enn í notkun með lítilli sem engri viðhalds- eða framtíðarsýn. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti var reistur 1975 viðbót sem átti að rísa 10 árum síðar hefur aldrei verið byggð.Iðnskólinn í Reykjavík hefur misst helminginn af sinni aðstöðu.Á Ísafirði átti að rísa 1.000 fermetra nýbygging sem nú hefur verið skorin niður í 600 fermetra og krafist er sérstakrar þarfagreiningar á hverjum einasta fermetra. Þetta er eins og að láta skurðlækni skila inn rökstuðningi fyrir hverju skurðarhnífsblaði á meðan aðrir fá heilt sjúkrahús án spurninga. 2. Við köllum þetta smíðar en þetta er bara föndurSem fyrrum smíðakennari á grunnskólastigi veit ég að þetta vandamál byrjar miklu fyrr en í framhaldsskóla. Það er meira en 40 ár síðan smíðar og önnur verkleg kennsla var sinnt af fagfólki með almennilega aðstöðu í flestum grunnskólum landsins.Í dag er „smíðakennsla“ oft lítið annað en föndur í afgangsrými. Það vantar bæði tæki og aðstöðu en fyrst og fremst virðingu fyrir greininni.Skólastjórar og kennarar vilja gera betur. En þeir fá hvorki stuðning né fjármuni áherslan er öll á bóknám verkmenntun hefur orðið jaðarsett innan menntakerfisins. 3. Einu sinni var þetta sjálfsagt nú er það orðin baráttaÞað gleymist að þetta var áður hluti af eðlilegu samfélagslífi einu sinni voru iðnskólar og verkleg aðstaða í nær hverju einasta bæjarfélagi á landinu.Það þótti sjálfsagt að ungt fólk lærði að byggja, rafvæða, smíða og lagfæra. Skólar voru hluti af samfélaginu og samfélagið hluti af skólunum þetta var ekki flókið.Í dag er þetta flækt, tafið og kæft af kerfinu. Það þarf þarfagreiningar, langa ferla, samþykktir og endalausa endurskoðun. Hver fermetri þarf réttlætingu eins og þetta séu byggingar sem þjóðin geti ekki staðið undir.Það er algjörlega fráleitt við höfum flækt þetta en þetta er ekkert flókið það þarf bara vilja. 4. Lausnin kemur ekki frá ríkinu hún kemur frá okkurVið verðum að horfast í augu við staðreyndir ríkið ætlar sér ekki að byggja þessa skóla, það ætlar sér ekki að endurreisa verkmenntun. Það hefur haft fjóra áratugi til þess og ekki staðið við loforðin.Þess vegna þarf að hreyfa við öðrum öflum. Við þurfum að kalla til sveitarfélög, atvinnulífið, sjóði, einkaaðila, foreldra og þá sem bera raunverulegan hug til iðnmenntunar. Við þurfum nýtt samstarf, nýja hugsun og nýja leið.Við getum ekki byggt undir atvinnulífið með tómum loforðum. Við getum ekki haldið áfram að horfa upp á ungmenni sem vilja vinna með höndunum en fá engin tæki til þess. Við verðum að gera þetta sjálf. 5. Þetta er síðasta viðvöruninVið erum ekki að krefjast óraunhæfra hluta. Við erum að biðja um það allra einfaldasta að unga fólkið okkar fái að mennta sig í greinum sem halda samfélaginu gangandi að það fái húsnæði, tæki og kennslu. Ef við gerum ekkert núna, þá gerist ekkert þetta er síðasta viðvörunin. Við getum ekki treyst á ríkisstjórn sem hliðrar fjárlögum í sífellu við getum ekki lagt framtíð iðnnáms í hendur kerfis sem hefur hafnað því í fjóra áratugi. Ef við gerum þetta ekki þá verður það ekki gert. Þess vegna er kominn tími til að hætta að spyrja stjórnvöld hvað þau ætli að gera og byrja að spyrja hvert annað hvað ætlum við að gera? Við verðum að byggja þessa framtíð sjálf með okkar eigin höndum við verðum að byrja í dag. Höfundur er húsasmiður og kennari
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun