Við erum 40 árum á eftir Einar Sverrisson skrifar 8. júní 2025 22:00 Það var bæði sárt og sláandi að lesa nýjustu fréttir af því að ríkisstjórnin hafi ákveðið að hætta við þegar tryggða fjármögnun til að stækka fjóra íslenska verk- og starfsnámskóla. Þetta átti að vera raunverulegt framfaraskref en nú hefur verið stigið á bremsuna og í raun bakkað enn á ný. Samningar höfðu verið undirritaðir, sveitarfélögin tilbúin, allt í farvegi en nú á ekkert að verða af þessu. Þrátt fyrir mikla eftirspurn og skort á iðnmenntuðu fólki þetta eru ekki bara vonbrigði þetta er skýr áminning að lausnin kemur ekki ofan frá. 1. Verkmenntaskólar sem frímerki – staðan er alvarlegStaðan sem blasir við í verkmenntun á Íslandi árið 2025 er grafalvarleg. Skólar eru yfirfullir, aðstaðan niðurnídd og húsnæði sem var ætlað tímabundið fyrir 30–40 árum er enn í notkun með lítilli sem engri viðhalds- eða framtíðarsýn. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti var reistur 1975 viðbót sem átti að rísa 10 árum síðar hefur aldrei verið byggð.Iðnskólinn í Reykjavík hefur misst helminginn af sinni aðstöðu.Á Ísafirði átti að rísa 1.000 fermetra nýbygging sem nú hefur verið skorin niður í 600 fermetra og krafist er sérstakrar þarfagreiningar á hverjum einasta fermetra. Þetta er eins og að láta skurðlækni skila inn rökstuðningi fyrir hverju skurðarhnífsblaði á meðan aðrir fá heilt sjúkrahús án spurninga. 2. Við köllum þetta smíðar en þetta er bara föndurSem fyrrum smíðakennari á grunnskólastigi veit ég að þetta vandamál byrjar miklu fyrr en í framhaldsskóla. Það er meira en 40 ár síðan smíðar og önnur verkleg kennsla var sinnt af fagfólki með almennilega aðstöðu í flestum grunnskólum landsins.Í dag er „smíðakennsla“ oft lítið annað en föndur í afgangsrými. Það vantar bæði tæki og aðstöðu en fyrst og fremst virðingu fyrir greininni.Skólastjórar og kennarar vilja gera betur. En þeir fá hvorki stuðning né fjármuni áherslan er öll á bóknám verkmenntun hefur orðið jaðarsett innan menntakerfisins. 3. Einu sinni var þetta sjálfsagt nú er það orðin baráttaÞað gleymist að þetta var áður hluti af eðlilegu samfélagslífi einu sinni voru iðnskólar og verkleg aðstaða í nær hverju einasta bæjarfélagi á landinu.Það þótti sjálfsagt að ungt fólk lærði að byggja, rafvæða, smíða og lagfæra. Skólar voru hluti af samfélaginu og samfélagið hluti af skólunum þetta var ekki flókið.Í dag er þetta flækt, tafið og kæft af kerfinu. Það þarf þarfagreiningar, langa ferla, samþykktir og endalausa endurskoðun. Hver fermetri þarf réttlætingu eins og þetta séu byggingar sem þjóðin geti ekki staðið undir.Það er algjörlega fráleitt við höfum flækt þetta en þetta er ekkert flókið það þarf bara vilja. 4. Lausnin kemur ekki frá ríkinu hún kemur frá okkurVið verðum að horfast í augu við staðreyndir ríkið ætlar sér ekki að byggja þessa skóla, það ætlar sér ekki að endurreisa verkmenntun. Það hefur haft fjóra áratugi til þess og ekki staðið við loforðin.Þess vegna þarf að hreyfa við öðrum öflum. Við þurfum að kalla til sveitarfélög, atvinnulífið, sjóði, einkaaðila, foreldra og þá sem bera raunverulegan hug til iðnmenntunar. Við þurfum nýtt samstarf, nýja hugsun og nýja leið.Við getum ekki byggt undir atvinnulífið með tómum loforðum. Við getum ekki haldið áfram að horfa upp á ungmenni sem vilja vinna með höndunum en fá engin tæki til þess. Við verðum að gera þetta sjálf. 5. Þetta er síðasta viðvöruninVið erum ekki að krefjast óraunhæfra hluta. Við erum að biðja um það allra einfaldasta að unga fólkið okkar fái að mennta sig í greinum sem halda samfélaginu gangandi að það fái húsnæði, tæki og kennslu. Ef við gerum ekkert núna, þá gerist ekkert þetta er síðasta viðvörunin. Við getum ekki treyst á ríkisstjórn sem hliðrar fjárlögum í sífellu við getum ekki lagt framtíð iðnnáms í hendur kerfis sem hefur hafnað því í fjóra áratugi. Ef við gerum þetta ekki þá verður það ekki gert. Þess vegna er kominn tími til að hætta að spyrja stjórnvöld hvað þau ætli að gera og byrja að spyrja hvert annað hvað ætlum við að gera? Við verðum að byggja þessa framtíð sjálf með okkar eigin höndum við verðum að byrja í dag. Höfundur er húsasmiður og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var bæði sárt og sláandi að lesa nýjustu fréttir af því að ríkisstjórnin hafi ákveðið að hætta við þegar tryggða fjármögnun til að stækka fjóra íslenska verk- og starfsnámskóla. Þetta átti að vera raunverulegt framfaraskref en nú hefur verið stigið á bremsuna og í raun bakkað enn á ný. Samningar höfðu verið undirritaðir, sveitarfélögin tilbúin, allt í farvegi en nú á ekkert að verða af þessu. Þrátt fyrir mikla eftirspurn og skort á iðnmenntuðu fólki þetta eru ekki bara vonbrigði þetta er skýr áminning að lausnin kemur ekki ofan frá. 1. Verkmenntaskólar sem frímerki – staðan er alvarlegStaðan sem blasir við í verkmenntun á Íslandi árið 2025 er grafalvarleg. Skólar eru yfirfullir, aðstaðan niðurnídd og húsnæði sem var ætlað tímabundið fyrir 30–40 árum er enn í notkun með lítilli sem engri viðhalds- eða framtíðarsýn. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti var reistur 1975 viðbót sem átti að rísa 10 árum síðar hefur aldrei verið byggð.Iðnskólinn í Reykjavík hefur misst helminginn af sinni aðstöðu.Á Ísafirði átti að rísa 1.000 fermetra nýbygging sem nú hefur verið skorin niður í 600 fermetra og krafist er sérstakrar þarfagreiningar á hverjum einasta fermetra. Þetta er eins og að láta skurðlækni skila inn rökstuðningi fyrir hverju skurðarhnífsblaði á meðan aðrir fá heilt sjúkrahús án spurninga. 2. Við köllum þetta smíðar en þetta er bara föndurSem fyrrum smíðakennari á grunnskólastigi veit ég að þetta vandamál byrjar miklu fyrr en í framhaldsskóla. Það er meira en 40 ár síðan smíðar og önnur verkleg kennsla var sinnt af fagfólki með almennilega aðstöðu í flestum grunnskólum landsins.Í dag er „smíðakennsla“ oft lítið annað en föndur í afgangsrými. Það vantar bæði tæki og aðstöðu en fyrst og fremst virðingu fyrir greininni.Skólastjórar og kennarar vilja gera betur. En þeir fá hvorki stuðning né fjármuni áherslan er öll á bóknám verkmenntun hefur orðið jaðarsett innan menntakerfisins. 3. Einu sinni var þetta sjálfsagt nú er það orðin baráttaÞað gleymist að þetta var áður hluti af eðlilegu samfélagslífi einu sinni voru iðnskólar og verkleg aðstaða í nær hverju einasta bæjarfélagi á landinu.Það þótti sjálfsagt að ungt fólk lærði að byggja, rafvæða, smíða og lagfæra. Skólar voru hluti af samfélaginu og samfélagið hluti af skólunum þetta var ekki flókið.Í dag er þetta flækt, tafið og kæft af kerfinu. Það þarf þarfagreiningar, langa ferla, samþykktir og endalausa endurskoðun. Hver fermetri þarf réttlætingu eins og þetta séu byggingar sem þjóðin geti ekki staðið undir.Það er algjörlega fráleitt við höfum flækt þetta en þetta er ekkert flókið það þarf bara vilja. 4. Lausnin kemur ekki frá ríkinu hún kemur frá okkurVið verðum að horfast í augu við staðreyndir ríkið ætlar sér ekki að byggja þessa skóla, það ætlar sér ekki að endurreisa verkmenntun. Það hefur haft fjóra áratugi til þess og ekki staðið við loforðin.Þess vegna þarf að hreyfa við öðrum öflum. Við þurfum að kalla til sveitarfélög, atvinnulífið, sjóði, einkaaðila, foreldra og þá sem bera raunverulegan hug til iðnmenntunar. Við þurfum nýtt samstarf, nýja hugsun og nýja leið.Við getum ekki byggt undir atvinnulífið með tómum loforðum. Við getum ekki haldið áfram að horfa upp á ungmenni sem vilja vinna með höndunum en fá engin tæki til þess. Við verðum að gera þetta sjálf. 5. Þetta er síðasta viðvöruninVið erum ekki að krefjast óraunhæfra hluta. Við erum að biðja um það allra einfaldasta að unga fólkið okkar fái að mennta sig í greinum sem halda samfélaginu gangandi að það fái húsnæði, tæki og kennslu. Ef við gerum ekkert núna, þá gerist ekkert þetta er síðasta viðvörunin. Við getum ekki treyst á ríkisstjórn sem hliðrar fjárlögum í sífellu við getum ekki lagt framtíð iðnnáms í hendur kerfis sem hefur hafnað því í fjóra áratugi. Ef við gerum þetta ekki þá verður það ekki gert. Þess vegna er kominn tími til að hætta að spyrja stjórnvöld hvað þau ætli að gera og byrja að spyrja hvert annað hvað ætlum við að gera? Við verðum að byggja þessa framtíð sjálf með okkar eigin höndum við verðum að byrja í dag. Höfundur er húsasmiður og kennari
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar