„Hvers vegna ætti ég að sykurhúða hlutina?“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 12:13 Tomas Tuchel setti upp vondan svip þegar frammistaða Englands gegn Andorra var rædd. Judit Cartiel/Getty Images Þjóðverjinn Tomas Tuchel talaði hreint út og sykurlaust á blaðamannafundi enska landsliðsins eftir slæma frammistöðu, en sigur gegn Andorra síðasta föstudag í undankeppni HM. England vann leikinn með einu marki Harry Kane og hélt hreinu en frammistaða liðsins þótti slök. England hélt toppsætinu og er með fullt hús stiga en þetta var í fyrsta sinn sem liðið vinnur Andorra ekki með tveimur mörkum eða meira. England var án lykilmanna á borð við Bukayo Saka og Declan Rice en inn í þeirra stað komu Morgan Rogers og Jordan Henderson. „Ég nefni leikmenn ekki á nöfn og þetta snýst ekki um einstaklinga. Við spiluðum verr, sem lið, en við viljum venjast. Ég var ekki hrifinn af síðustu mínútunum því við tókum hlutunum ekki nógu alvarlega til að eiga sigur skilið. Ekki það sem við þurfum að gera í undankeppni HM…“ sagði landsliðsþjálfarinn Tomas Tuchel. "Why should I sugarcoat it?"Thomas Tuchel reflecting on England's performance in the World Cup qualifiers against Andorra 🏴 pic.twitter.com/nzlVzzoxMq— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 9, 2025 „Allt sem ég segi ykkur er ég búinn að segja liðinu. Ég sendi skilaboð ekki á blaðamannafundum, allt sem ég segi hér hef ég sagt leikmönnum og hvers vegna ætti ég að sykurhúða hlutina? Þið voruð á leiknum, hvers vegna ætti ég að segja ykkur að við höfum átt góðan leik og séum sáttir þegar við erum það ekki?“ var ræðuspurning Tuchel. Enginn skaði skeður og Senegal á morgun England er þó í ágætis stöðu með fullt hús stiga, eftir þrjá af níu leikjum, í undankeppni HM 2026. Með Englandi í riðli eru Albanía, Lettland, Serbía og Andorra, en framundan á morgun er æfingaleikur heima gegn Senegal fyrir sumarfrí. „Enginn skaði skeður og við getum höndlað gagnrýni, ég trúi því að lið eigi að geta talað af hreinskilni og tel sjálfan mig alltaf þar með. Við reynum alltaf að segja við, senda þau skilaboð, og nú eru það við sem þurfum að gera betur“ sagði Tuchel að lokum. HM 2026 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
England vann leikinn með einu marki Harry Kane og hélt hreinu en frammistaða liðsins þótti slök. England hélt toppsætinu og er með fullt hús stiga en þetta var í fyrsta sinn sem liðið vinnur Andorra ekki með tveimur mörkum eða meira. England var án lykilmanna á borð við Bukayo Saka og Declan Rice en inn í þeirra stað komu Morgan Rogers og Jordan Henderson. „Ég nefni leikmenn ekki á nöfn og þetta snýst ekki um einstaklinga. Við spiluðum verr, sem lið, en við viljum venjast. Ég var ekki hrifinn af síðustu mínútunum því við tókum hlutunum ekki nógu alvarlega til að eiga sigur skilið. Ekki það sem við þurfum að gera í undankeppni HM…“ sagði landsliðsþjálfarinn Tomas Tuchel. "Why should I sugarcoat it?"Thomas Tuchel reflecting on England's performance in the World Cup qualifiers against Andorra 🏴 pic.twitter.com/nzlVzzoxMq— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 9, 2025 „Allt sem ég segi ykkur er ég búinn að segja liðinu. Ég sendi skilaboð ekki á blaðamannafundum, allt sem ég segi hér hef ég sagt leikmönnum og hvers vegna ætti ég að sykurhúða hlutina? Þið voruð á leiknum, hvers vegna ætti ég að segja ykkur að við höfum átt góðan leik og séum sáttir þegar við erum það ekki?“ var ræðuspurning Tuchel. Enginn skaði skeður og Senegal á morgun England er þó í ágætis stöðu með fullt hús stiga, eftir þrjá af níu leikjum, í undankeppni HM 2026. Með Englandi í riðli eru Albanía, Lettland, Serbía og Andorra, en framundan á morgun er æfingaleikur heima gegn Senegal fyrir sumarfrí. „Enginn skaði skeður og við getum höndlað gagnrýni, ég trúi því að lið eigi að geta talað af hreinskilni og tel sjálfan mig alltaf þar með. Við reynum alltaf að segja við, senda þau skilaboð, og nú eru það við sem þurfum að gera betur“ sagði Tuchel að lokum.
HM 2026 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira