Chivu tekur við Inter Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 16:01 Cristian Chivu hefur starfað síðustu sex ár hjá ungmennaliðum Inter, með stuttu stoppi hjá Parma á síðasta tímabili. Mattia Ozbot - Inter/Inter via Getty Images Cristian Chivu hefur tekið við störfum sem þjálfari Inter í ítölsku úrvalsdeildinni og gert samning til ársins 2027. Hann er fyrrum leikmaður félagsins og hefur starfað þar sem þjálfari unglingaliða en er með litla reynslu sem aðalþjálfari. Chivu er 44 ára gamall Rúmeni sem lagði skóna á hilluna árið 2014 eftir að hafa eytt síðustu sjö árum ferilsins hjá Inter, þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina og ítölsku úrvalsdeildina þrisvar. Chivu var með eftirminnilegan hjálm á höfði þegar Inter vann Meistaradeildina 2010. Giuseppe Bellini/Getty Images Fyrir sex árum síðan hóf hann að starfa sem þjálfari hjá ungmennaliðum Inter og frá 2021 var hann yfirþjálfari Primavera akademíunnar. Í upphafi þessa ári tók hann við fyrsta aðalþjálfarastarfinu, hjá Parma sem var í fallsæti í ítölsku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Chivu tókst liðinu að bjarga sér frá falli en hann er nú hættur eftir aðeins þrettán leiki við stjórnvölinn. Inter tilkynnti svo ráðningu Chivu rétt áðan. Una nuova pagina da scrivere 🖊️Cristian Chivu è il nostro nuovo allenatore 🇷🇴#ForzaInter #WelcomeCristian— Inter ⭐⭐ (@Inter) June 9, 2025 Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Undir stjórn Inzaghi frá 2021 varð Inter ítalskur meistari í fyrra og vann tvo bikarmeistaratitla auk ítalska ofurbikarsins í þrígang. Auk þess að komast tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en tapa í bæði skipti. Chivu var ekki efstur á óskalista Inter heldur Cesc Fabregas, þjálfari Como, en forseti Como gaf Inter ekki leyfi til að tala við hann. Þá var Patrick Vieira, þjálfari Genoa, einnig nefndur sem mögulegur arftaki Inzaghi en ekkert varð af því. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu Sjá meira
Chivu er 44 ára gamall Rúmeni sem lagði skóna á hilluna árið 2014 eftir að hafa eytt síðustu sjö árum ferilsins hjá Inter, þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina og ítölsku úrvalsdeildina þrisvar. Chivu var með eftirminnilegan hjálm á höfði þegar Inter vann Meistaradeildina 2010. Giuseppe Bellini/Getty Images Fyrir sex árum síðan hóf hann að starfa sem þjálfari hjá ungmennaliðum Inter og frá 2021 var hann yfirþjálfari Primavera akademíunnar. Í upphafi þessa ári tók hann við fyrsta aðalþjálfarastarfinu, hjá Parma sem var í fallsæti í ítölsku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Chivu tókst liðinu að bjarga sér frá falli en hann er nú hættur eftir aðeins þrettán leiki við stjórnvölinn. Inter tilkynnti svo ráðningu Chivu rétt áðan. Una nuova pagina da scrivere 🖊️Cristian Chivu è il nostro nuovo allenatore 🇷🇴#ForzaInter #WelcomeCristian— Inter ⭐⭐ (@Inter) June 9, 2025 Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Undir stjórn Inzaghi frá 2021 varð Inter ítalskur meistari í fyrra og vann tvo bikarmeistaratitla auk ítalska ofurbikarsins í þrígang. Auk þess að komast tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en tapa í bæði skipti. Chivu var ekki efstur á óskalista Inter heldur Cesc Fabregas, þjálfari Como, en forseti Como gaf Inter ekki leyfi til að tala við hann. Þá var Patrick Vieira, þjálfari Genoa, einnig nefndur sem mögulegur arftaki Inzaghi en ekkert varð af því.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu Sjá meira