Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2025 18:02 Arnar var léttur á blaðamannafundi Íslands í dag. Andrew Milligan/PA Images via Getty Images Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Norður-írskir blaðamenn spurðu Arnar út í landa þeirra, Martin O'Neill, sem var þjálfari landsliðsþjálfarans hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kringum aldamótin. Arnar væri enn tiltölulega nýr í sínu starfi með landsliðið og hvort hann hefði lært eitthvað að O'Neill, sem stýrði landsliði Íra um tíma auk Aston Villa og Celtic við góðan orðstír. Klippa: Blaðamannafundur Íslands: Arnar rifjaði upp góða tíma „Hann var magnaður þjálfari, einn þeirra bestu. Þú reynir alltaf að taka út einn, tvo hluti til að læra af þeim bestu, sagði Arnar sem kom þá einnig inn á norður-írska liðsfélaga frá Leicester-tímanum. „Ég spilaði með Neil Lennon og Gerry Taggart einnig, sem eru frábærir gæjar. Við áttum frábæran tíma saman með Leicester og unnum deildabikarinn. Þetta voru gæða tímar,“ segir Arnar. Eiður Smári (ó)vinsæll Þeir norður-írsku virðast þá uppteknir af síðasta leik liðanna hér í Belfast sem Ísland vann 3-0 í september 2006. Eiður Smári Guðjohnsen átti þar stjörnuleik og segir Michael O'Neill (ekki skyldur Martin sem nefndur er að ofan), landsliðsþjálfari heimamanna, vera því feginn að Eiður sé ekki hluti af íslenska liðinu í dag. Arnar var einnig spurður út í Eið og hvort hann sæi fyrir sér að sonur hans, Andri Lucas Guðjohnsen, myndi gera Norður-Írum álíka grikk og sá eldri gerði fyrir 19 árum síðan. „Eiður Smári skoraði einnig á Hampden Park (heimavelli Skota) fyrir um tíu árum síðan. Sonur hans gerði það fyrir þremur dögum síðan. Ef sagan endurtekur sig verður þetta eftirminnilegur dagur fyrir Guðjohnsen-fjölskylduna,“ sagði Arnar kíminn. Ummæli Arnars við norður-írsku miðlana má sjá í spilaranum. Ummælin eru á ensku. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Norður-írskir blaðamenn spurðu Arnar út í landa þeirra, Martin O'Neill, sem var þjálfari landsliðsþjálfarans hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kringum aldamótin. Arnar væri enn tiltölulega nýr í sínu starfi með landsliðið og hvort hann hefði lært eitthvað að O'Neill, sem stýrði landsliði Íra um tíma auk Aston Villa og Celtic við góðan orðstír. Klippa: Blaðamannafundur Íslands: Arnar rifjaði upp góða tíma „Hann var magnaður þjálfari, einn þeirra bestu. Þú reynir alltaf að taka út einn, tvo hluti til að læra af þeim bestu, sagði Arnar sem kom þá einnig inn á norður-írska liðsfélaga frá Leicester-tímanum. „Ég spilaði með Neil Lennon og Gerry Taggart einnig, sem eru frábærir gæjar. Við áttum frábæran tíma saman með Leicester og unnum deildabikarinn. Þetta voru gæða tímar,“ segir Arnar. Eiður Smári (ó)vinsæll Þeir norður-írsku virðast þá uppteknir af síðasta leik liðanna hér í Belfast sem Ísland vann 3-0 í september 2006. Eiður Smári Guðjohnsen átti þar stjörnuleik og segir Michael O'Neill (ekki skyldur Martin sem nefndur er að ofan), landsliðsþjálfari heimamanna, vera því feginn að Eiður sé ekki hluti af íslenska liðinu í dag. Arnar var einnig spurður út í Eið og hvort hann sæi fyrir sér að sonur hans, Andri Lucas Guðjohnsen, myndi gera Norður-Írum álíka grikk og sá eldri gerði fyrir 19 árum síðan. „Eiður Smári skoraði einnig á Hampden Park (heimavelli Skota) fyrir um tíu árum síðan. Sonur hans gerði það fyrir þremur dögum síðan. Ef sagan endurtekur sig verður þetta eftirminnilegur dagur fyrir Guðjohnsen-fjölskylduna,“ sagði Arnar kíminn. Ummæli Arnars við norður-írsku miðlana má sjá í spilaranum. Ummælin eru á ensku. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira