Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2025 07:00 „Þegar óréttlæti verður að lögum verður andspyrna að skyldu.“ Getty Images/Vísir Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. Forsetinn sendi þjóðvarðaliða til borgarinnar án þess að ráðfæra sig við Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Mótmæli hafa staðið yfir í borginni frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Ebobisse er 28 ára gamall Bandaríkjamaður og segir að staða mála í borginni sé langt því frá eðlileg. Ítrekar hann að fólk geti ekki reynt að horfa á þetta sem eðlilegan hlut. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að yfir 100 innflytjendur hafi verið handteknir í borginni í liðinni viku. Í viðtali eftir 3-1 sigur á Sporting Kansas City sagði Ebobisse: „Þetta hefur verið erfið vika fyrir borgina. Ég bý miðsvæðis, hef séð og heyrt allt sem hefur gengið á. Það brýtur í mér í hjartað að sjá þá tilfinninglausu hegðun sem við höfum orðið vitni að.“ „Við erum samfélag og stöndum saman. Það er mikilvægt á augnablikum sem þessum. Við felum okkur ekki út í horni þar sem samstaða er það eina sem getur komið okkur í gegnum þetta.“ „Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki horft á þetta sem eðlilegan hlut. Mínar helstu áhyggjur eru að þetta muni aðeins versna. Ég stend með öllum þeim sem þetta hefur áhrif á.“ Varnarmaðurinn Eddie Segura, samherji Ebobisse hjá LAFC, tók í sama streng: „Við stöndum saman og sigurinn er tileinkaður þeim sem eiga um sárt að binda vegna ástandsins.“ Félagið sjálft gerði slíkt hið sama í yfirlýsingu sem birt var fyrir leik á bæði ensku og spænsku: „Í dag, vegna þess hve mörg okkar finna fyrir ótta og óöryggi, stendur LAFC saman öxl við öxl með öllum þeim sem búa í samfélaginu okkar. Við stöndum með Los Angeles.“ Fjöldi áhorfenda mætti með skilti á leik helgarinnar og mótmælti aðgerðum forsetans og ICE.Getty Images/Vísir Nokkrir leikir á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní fara fram í Pasadena, borg ekki langt frá miðborg Los Angeles. Þá munu leikir á HM 2026 fara fram í Los Angeles. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Sjá meira
Forsetinn sendi þjóðvarðaliða til borgarinnar án þess að ráðfæra sig við Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Mótmæli hafa staðið yfir í borginni frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Ebobisse er 28 ára gamall Bandaríkjamaður og segir að staða mála í borginni sé langt því frá eðlileg. Ítrekar hann að fólk geti ekki reynt að horfa á þetta sem eðlilegan hlut. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að yfir 100 innflytjendur hafi verið handteknir í borginni í liðinni viku. Í viðtali eftir 3-1 sigur á Sporting Kansas City sagði Ebobisse: „Þetta hefur verið erfið vika fyrir borgina. Ég bý miðsvæðis, hef séð og heyrt allt sem hefur gengið á. Það brýtur í mér í hjartað að sjá þá tilfinninglausu hegðun sem við höfum orðið vitni að.“ „Við erum samfélag og stöndum saman. Það er mikilvægt á augnablikum sem þessum. Við felum okkur ekki út í horni þar sem samstaða er það eina sem getur komið okkur í gegnum þetta.“ „Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki horft á þetta sem eðlilegan hlut. Mínar helstu áhyggjur eru að þetta muni aðeins versna. Ég stend með öllum þeim sem þetta hefur áhrif á.“ Varnarmaðurinn Eddie Segura, samherji Ebobisse hjá LAFC, tók í sama streng: „Við stöndum saman og sigurinn er tileinkaður þeim sem eiga um sárt að binda vegna ástandsins.“ Félagið sjálft gerði slíkt hið sama í yfirlýsingu sem birt var fyrir leik á bæði ensku og spænsku: „Í dag, vegna þess hve mörg okkar finna fyrir ótta og óöryggi, stendur LAFC saman öxl við öxl með öllum þeim sem búa í samfélaginu okkar. Við stöndum með Los Angeles.“ Fjöldi áhorfenda mætti með skilti á leik helgarinnar og mótmælti aðgerðum forsetans og ICE.Getty Images/Vísir Nokkrir leikir á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní fara fram í Pasadena, borg ekki langt frá miðborg Los Angeles. Þá munu leikir á HM 2026 fara fram í Los Angeles.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Sjá meira