Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2025 07:00 „Þegar óréttlæti verður að lögum verður andspyrna að skyldu.“ Getty Images/Vísir Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. Forsetinn sendi þjóðvarðaliða til borgarinnar án þess að ráðfæra sig við Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Mótmæli hafa staðið yfir í borginni frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Ebobisse er 28 ára gamall Bandaríkjamaður og segir að staða mála í borginni sé langt því frá eðlileg. Ítrekar hann að fólk geti ekki reynt að horfa á þetta sem eðlilegan hlut. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að yfir 100 innflytjendur hafi verið handteknir í borginni í liðinni viku. Í viðtali eftir 3-1 sigur á Sporting Kansas City sagði Ebobisse: „Þetta hefur verið erfið vika fyrir borgina. Ég bý miðsvæðis, hef séð og heyrt allt sem hefur gengið á. Það brýtur í mér í hjartað að sjá þá tilfinninglausu hegðun sem við höfum orðið vitni að.“ „Við erum samfélag og stöndum saman. Það er mikilvægt á augnablikum sem þessum. Við felum okkur ekki út í horni þar sem samstaða er það eina sem getur komið okkur í gegnum þetta.“ „Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki horft á þetta sem eðlilegan hlut. Mínar helstu áhyggjur eru að þetta muni aðeins versna. Ég stend með öllum þeim sem þetta hefur áhrif á.“ Varnarmaðurinn Eddie Segura, samherji Ebobisse hjá LAFC, tók í sama streng: „Við stöndum saman og sigurinn er tileinkaður þeim sem eiga um sárt að binda vegna ástandsins.“ Félagið sjálft gerði slíkt hið sama í yfirlýsingu sem birt var fyrir leik á bæði ensku og spænsku: „Í dag, vegna þess hve mörg okkar finna fyrir ótta og óöryggi, stendur LAFC saman öxl við öxl með öllum þeim sem búa í samfélaginu okkar. Við stöndum með Los Angeles.“ Fjöldi áhorfenda mætti með skilti á leik helgarinnar og mótmælti aðgerðum forsetans og ICE.Getty Images/Vísir Nokkrir leikir á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní fara fram í Pasadena, borg ekki langt frá miðborg Los Angeles. Þá munu leikir á HM 2026 fara fram í Los Angeles. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Forsetinn sendi þjóðvarðaliða til borgarinnar án þess að ráðfæra sig við Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Mótmæli hafa staðið yfir í borginni frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Ebobisse er 28 ára gamall Bandaríkjamaður og segir að staða mála í borginni sé langt því frá eðlileg. Ítrekar hann að fólk geti ekki reynt að horfa á þetta sem eðlilegan hlut. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að yfir 100 innflytjendur hafi verið handteknir í borginni í liðinni viku. Í viðtali eftir 3-1 sigur á Sporting Kansas City sagði Ebobisse: „Þetta hefur verið erfið vika fyrir borgina. Ég bý miðsvæðis, hef séð og heyrt allt sem hefur gengið á. Það brýtur í mér í hjartað að sjá þá tilfinninglausu hegðun sem við höfum orðið vitni að.“ „Við erum samfélag og stöndum saman. Það er mikilvægt á augnablikum sem þessum. Við felum okkur ekki út í horni þar sem samstaða er það eina sem getur komið okkur í gegnum þetta.“ „Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki horft á þetta sem eðlilegan hlut. Mínar helstu áhyggjur eru að þetta muni aðeins versna. Ég stend með öllum þeim sem þetta hefur áhrif á.“ Varnarmaðurinn Eddie Segura, samherji Ebobisse hjá LAFC, tók í sama streng: „Við stöndum saman og sigurinn er tileinkaður þeim sem eiga um sárt að binda vegna ástandsins.“ Félagið sjálft gerði slíkt hið sama í yfirlýsingu sem birt var fyrir leik á bæði ensku og spænsku: „Í dag, vegna þess hve mörg okkar finna fyrir ótta og óöryggi, stendur LAFC saman öxl við öxl með öllum þeim sem búa í samfélaginu okkar. Við stöndum með Los Angeles.“ Fjöldi áhorfenda mætti með skilti á leik helgarinnar og mótmælti aðgerðum forsetans og ICE.Getty Images/Vísir Nokkrir leikir á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní fara fram í Pasadena, borg ekki langt frá miðborg Los Angeles. Þá munu leikir á HM 2026 fara fram í Los Angeles.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira