„Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 22:01 Fyrirliðinn Hákon Arnar. Andrew Milligan/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. „Skoða hvað við höfum gert vel og hvað við getum bætt. Skoða þá en mikilvægast af öllu að jafna sig (e. recovery) frá leiknum. Við höfum nýtt tímann vel og spenntir að spila á morgun,“ sagði Hákon Arnar fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Orra Steins Óskarssonar, aðspurður hvað leikmenn höfðu gert frá sigrinum gegn Skotlandi. Ísland mætir Norður-Írlandi í vináttuleik ytra annað kvöld. Aðeins nokkrir dagar eru síðan strákarnir unnu 3-1 sigur á Skotum og er stefnt á að byggja ofan á þann sigur. Þá ræddi Hákon Arnar þá tilfinningu að bera fyrirliðabandið í Skotlandi. „Ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu fyrir ári síðan, að maður væri að fara leiða liðið út í landsleik og vera með bandið. Þetta er ólýsanleg tilfinning. Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki. Stór draumur í lífi mínu og á mínum ferli.“ Hákon Arnar var spurður út í hvað liðið mætti gera betur á morgun. „Við erum ekki alveg nægilega góðir í að búa til færi. Við skorum úr tveimur föstum leikatriðum, fyrsta markið mjög vel gert hjá Andra (Lucasi Guðjohnsen) þegar við vinnum boltann í hápressu. Vorum mjög góðir í hápressu í leiknum en okkur vantar að skapa fleiri færi í opnum leik. Það er stærsti hlutinn.“ „Það hjálpaði helling þegar við skoruðum snemma og þögguðum mjög snemma niður í Hampden Park. Við gerðum þetta mjög vel, byrjuðum sterkt og það er planið á morgun líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 „Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35 Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Sjá meira
„Skoða hvað við höfum gert vel og hvað við getum bætt. Skoða þá en mikilvægast af öllu að jafna sig (e. recovery) frá leiknum. Við höfum nýtt tímann vel og spenntir að spila á morgun,“ sagði Hákon Arnar fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Orra Steins Óskarssonar, aðspurður hvað leikmenn höfðu gert frá sigrinum gegn Skotlandi. Ísland mætir Norður-Írlandi í vináttuleik ytra annað kvöld. Aðeins nokkrir dagar eru síðan strákarnir unnu 3-1 sigur á Skotum og er stefnt á að byggja ofan á þann sigur. Þá ræddi Hákon Arnar þá tilfinningu að bera fyrirliðabandið í Skotlandi. „Ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu fyrir ári síðan, að maður væri að fara leiða liðið út í landsleik og vera með bandið. Þetta er ólýsanleg tilfinning. Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki. Stór draumur í lífi mínu og á mínum ferli.“ Hákon Arnar var spurður út í hvað liðið mætti gera betur á morgun. „Við erum ekki alveg nægilega góðir í að búa til færi. Við skorum úr tveimur föstum leikatriðum, fyrsta markið mjög vel gert hjá Andra (Lucasi Guðjohnsen) þegar við vinnum boltann í hápressu. Vorum mjög góðir í hápressu í leiknum en okkur vantar að skapa fleiri færi í opnum leik. Það er stærsti hlutinn.“ „Það hjálpaði helling þegar við skoruðum snemma og þögguðum mjög snemma niður í Hampden Park. Við gerðum þetta mjög vel, byrjuðum sterkt og það er planið á morgun líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 „Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35 Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Sjá meira
„Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01
„Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35
Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02