Næstum því ótrúleg endurkoma Wales í Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 20:54 Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku skiluðu sínu í sóknarleiknum. EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Wales kom næstum því til baka eftir að lenda 3-0 undir í Belgíu þegar þjóðirnar mættust í undankeppni HM karla í knattspyrnu. Þá bjargaði norski framherjinn Erling Haaland sínum mönnum í Eistlandi á meðan Færeyjar unnu endurkomusigur á Gíbraltar. Undankeppni fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjunum næsta sumar er komið á fulla ferð þrátt fyrir að Ísland hafi ekki enn hafið leik. Nokkrir leikir fóru fram í kvöld og var nokkuð um áhugaverð úrslit. Í Belgíu var Wales í heimsókn og þegar hálftími var liðinn stefndi í stórsigur heimamanna, staðan 3-0 og allt í blóma þökk sé mörkum Romelu Lukaku, Youri Tielemans og Jérémy Doku. 🇧🇪 Belgium are flying 🔥International goal number 89 for Romelu Lukaku 🤯#WCQ pic.twitter.com/AEaArsZt8q— UEFA EURO (@UEFAEURO) June 9, 2025 Harry Wilson minnkaði muninn með marki af vítapunktinum þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Það mark gaf gestunum aukna trú og Wilson lagði upp annað mark Wales sem Sorba Thomas skoraði snemma í síðari hálfleik. Brennan Johnson fullkomnaði svo endurkomuna með jöfnunarmarki þegar tuttugu mínútur lifðu leiks eftir undirbúning Thomas. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka lagði Doku boltann á Lukaku sem skoraði með skoti sem fór af varnarmanni gestanna. Staðan orðin 4-3, eða hvað? Í miðjum fagnaðarlátum Belga kom í ljós að myndbandsdómari leiksins ætlaði sér að skoða markið nánar. Á endanum var markið dæmt af og staðan því enn 3-3. Þetta sló hins vegar ekki Belgana af laginu og þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma steig Kevin De Bruyne upp og skilaði knettinum í netið eftir fyrirgjöf Tielemans. Sigurmarkinu fagnað.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Staðan aftur orðin 4-3 og nú stóð markið. Reyndust það lokatölur í þessum stórskemmtilega leik. Belgía er með 4 stig í 3. sæti J-riðils að loknum tveimur leikjum á meðan Wales er sæti ofar með 7 stig eftir að hafa spilað 4 leiki. Í Eistlandi vann Noregur 1-0 útisigur þökk sé markamaskínunni Haaland. Hann hefur nú skorað 42 mörk í 43 A-landsleikjum fyrir Noreg. Óstöðvandi.EPA-EFE/TOMS KALNINS Noregur er áfram með fullt hús stiga í I-riðli að loknum fjórum leikjum. Meðal sigranna er ótrúlegur 3-0 sigur á Ítalíu sem tók á móti Moldóvu í kvöld. Vann Ítalía nokkuð þægilegan 2-0 sigur þökk sé mörkum Giacomo Raspadori og Andrea Cambiaso. Ítalía er því komið á blað með þrjú stig í 3. sæti en hefur aðeins spilað tvo leiki til þessa. 🇮🇹 Unstoppable strike from Raspadori 😮💨#WCQ pic.twitter.com/5hGbitoA7B— UEFA EURO (@UEFAEURO) June 9, 2025 Í Færeyjum kom James Scanlon, 18 ára gamall leikmaður Manchester United, gestunum frá Gíbraltar yfir. Arni Frederiksberg, ein af hetjunum úr Evrópuævintýrum KÍ Klaksvíkur, jafnaði metin og Patrik Johannesen, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur og Breiðabliks, tryggði sigurinn með marki á 86. mínútu. Gunnar Vatnhamar, leikmaður Víkings Reykjavíkur, spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Færeyjum. Brandur Hendriksson, sem lék með FH árin 2018 og 2019 var einnig í byrjunarliðinu. Færeyingar eru nú með þrjú stig að loknum þremur leikjum í L-riðli á meðan Gíbraltar er án stiga. Króatía vann þá 5-1 sigur á Tékklandi og er með 6 stig að loknum tveimur leikjum á meðan Tékkar halda toppsætinu með 9 stig eftir fjóra leiki. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira
Undankeppni fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjunum næsta sumar er komið á fulla ferð þrátt fyrir að Ísland hafi ekki enn hafið leik. Nokkrir leikir fóru fram í kvöld og var nokkuð um áhugaverð úrslit. Í Belgíu var Wales í heimsókn og þegar hálftími var liðinn stefndi í stórsigur heimamanna, staðan 3-0 og allt í blóma þökk sé mörkum Romelu Lukaku, Youri Tielemans og Jérémy Doku. 🇧🇪 Belgium are flying 🔥International goal number 89 for Romelu Lukaku 🤯#WCQ pic.twitter.com/AEaArsZt8q— UEFA EURO (@UEFAEURO) June 9, 2025 Harry Wilson minnkaði muninn með marki af vítapunktinum þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Það mark gaf gestunum aukna trú og Wilson lagði upp annað mark Wales sem Sorba Thomas skoraði snemma í síðari hálfleik. Brennan Johnson fullkomnaði svo endurkomuna með jöfnunarmarki þegar tuttugu mínútur lifðu leiks eftir undirbúning Thomas. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka lagði Doku boltann á Lukaku sem skoraði með skoti sem fór af varnarmanni gestanna. Staðan orðin 4-3, eða hvað? Í miðjum fagnaðarlátum Belga kom í ljós að myndbandsdómari leiksins ætlaði sér að skoða markið nánar. Á endanum var markið dæmt af og staðan því enn 3-3. Þetta sló hins vegar ekki Belgana af laginu og þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma steig Kevin De Bruyne upp og skilaði knettinum í netið eftir fyrirgjöf Tielemans. Sigurmarkinu fagnað.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Staðan aftur orðin 4-3 og nú stóð markið. Reyndust það lokatölur í þessum stórskemmtilega leik. Belgía er með 4 stig í 3. sæti J-riðils að loknum tveimur leikjum á meðan Wales er sæti ofar með 7 stig eftir að hafa spilað 4 leiki. Í Eistlandi vann Noregur 1-0 útisigur þökk sé markamaskínunni Haaland. Hann hefur nú skorað 42 mörk í 43 A-landsleikjum fyrir Noreg. Óstöðvandi.EPA-EFE/TOMS KALNINS Noregur er áfram með fullt hús stiga í I-riðli að loknum fjórum leikjum. Meðal sigranna er ótrúlegur 3-0 sigur á Ítalíu sem tók á móti Moldóvu í kvöld. Vann Ítalía nokkuð þægilegan 2-0 sigur þökk sé mörkum Giacomo Raspadori og Andrea Cambiaso. Ítalía er því komið á blað með þrjú stig í 3. sæti en hefur aðeins spilað tvo leiki til þessa. 🇮🇹 Unstoppable strike from Raspadori 😮💨#WCQ pic.twitter.com/5hGbitoA7B— UEFA EURO (@UEFAEURO) June 9, 2025 Í Færeyjum kom James Scanlon, 18 ára gamall leikmaður Manchester United, gestunum frá Gíbraltar yfir. Arni Frederiksberg, ein af hetjunum úr Evrópuævintýrum KÍ Klaksvíkur, jafnaði metin og Patrik Johannesen, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur og Breiðabliks, tryggði sigurinn með marki á 86. mínútu. Gunnar Vatnhamar, leikmaður Víkings Reykjavíkur, spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Færeyjum. Brandur Hendriksson, sem lék með FH árin 2018 og 2019 var einnig í byrjunarliðinu. Færeyingar eru nú með þrjú stig að loknum þremur leikjum í L-riðli á meðan Gíbraltar er án stiga. Króatía vann þá 5-1 sigur á Tékklandi og er með 6 stig að loknum tveimur leikjum á meðan Tékkar halda toppsætinu með 9 stig eftir fjóra leiki.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira