Þvert nei við umsókn Grænlands Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 07:32 Grænlendingar eiga landslið en það fær ekki að keppa í neinum mótum á vegum FIFA eða álfusambanda á borð við UEFA eða CONCACAF. Instagram/@greenland_football Þrátt fyrir að vera í sams konar stöðu og Færeyingar, sem hluti af Danmörku, hafa Grænlendingar ekki mátt senda landslið í keppni á vegum alþjóða knattspyrnusambandsins og á því virðist ekki ætla að verða nein breyting. Líkt og Færeyjar eru hluti af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þá sóttust Grænlendingar eftir því að fá að vera hluti af CONCACAF, Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. Opinber umsókn var lögð fram á síðasta ári og var málið tekið fyrir á þingi CONCACAF í gær, þar sem umsókninni var hafnað með öllum greiddum atkvæðum. Enginn sérstakur rökstuðningur fylgdi tilkynningu sambandsins. Greenland deserves the right to be part of a FIFA confederation and Concacaf is the only option left. Shameful decision. https://t.co/TTRdf1w0vn— Paul Watson (@paul_c_watson) June 9, 2025 Óhætt er að ætla að þetta sé mikið högg fyrir Grænlendinga sem hafa unnið að því að fá að taka þátt í alþjóðlegum keppnum, líkt og Færeyingar hafa gert um árabil. Karlalandsliðs Grænlands hefur verið starfrækt með þetta í huga og spilað æfingaleiki í gegnum árin, bæði gegn félagsliðum og öðrum landsliðum. Liðið æfir og spilar undir stjórn danska þjálfarans Morten Rutkjær. Samkvæmt Reuters búa um 56.500 manns á Grænlandi, eða svipað margir og í Færeyjum, og eru 18 fótboltavellir á þessari stærstu eyju heims. Samkvæmt úrslitavef KSÍ hafa Ísland og Grænland mæst í tveimur vináttulandsleikjum. Fyrst árið 1980 þegar Ísland vann 4-1 sigur í leik á Húsavíkurvelli, með mörkum Marteins Geirssonar, Páls Ólafssonar, Lárusar Guðmundssonar og Guðmundar Steinssonar, og svo aftur á þriggja liða móti í Færeyjum 1984, þar sem Ísland vann 1-0 með marki Steingríms Birgissonar. Fótbolti Grænland Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Líkt og Færeyjar eru hluti af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þá sóttust Grænlendingar eftir því að fá að vera hluti af CONCACAF, Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. Opinber umsókn var lögð fram á síðasta ári og var málið tekið fyrir á þingi CONCACAF í gær, þar sem umsókninni var hafnað með öllum greiddum atkvæðum. Enginn sérstakur rökstuðningur fylgdi tilkynningu sambandsins. Greenland deserves the right to be part of a FIFA confederation and Concacaf is the only option left. Shameful decision. https://t.co/TTRdf1w0vn— Paul Watson (@paul_c_watson) June 9, 2025 Óhætt er að ætla að þetta sé mikið högg fyrir Grænlendinga sem hafa unnið að því að fá að taka þátt í alþjóðlegum keppnum, líkt og Færeyingar hafa gert um árabil. Karlalandsliðs Grænlands hefur verið starfrækt með þetta í huga og spilað æfingaleiki í gegnum árin, bæði gegn félagsliðum og öðrum landsliðum. Liðið æfir og spilar undir stjórn danska þjálfarans Morten Rutkjær. Samkvæmt Reuters búa um 56.500 manns á Grænlandi, eða svipað margir og í Færeyjum, og eru 18 fótboltavellir á þessari stærstu eyju heims. Samkvæmt úrslitavef KSÍ hafa Ísland og Grænland mæst í tveimur vináttulandsleikjum. Fyrst árið 1980 þegar Ísland vann 4-1 sigur í leik á Húsavíkurvelli, með mörkum Marteins Geirssonar, Páls Ólafssonar, Lárusar Guðmundssonar og Guðmundar Steinssonar, og svo aftur á þriggja liða móti í Færeyjum 1984, þar sem Ísland vann 1-0 með marki Steingríms Birgissonar.
Fótbolti Grænland Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira