„Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2025 14:31 Dean Huijsen og Florentino Perez sáttir á svip eftir undirritun samningsins. real madrid Dean Huijsen hefur gengið frá félagaskiptum frá Bournemouth á Englandi til Real Madrid á Spáni, sem hann segist hafa dreymt um að spila fyrir síðan í æsku. Önnur lið, eins og Liverpool, Chelsea, Arsenal og Bayern Munchen, vöktu ekki áhuga. Real Madrid gekk frá fimmtíu milljóna punda kaupunum fyrir nokkru síðan en félagaskiptin voru ekki fest formlega fyrr en í dag, á lokadegi fyrri félagaskiptaglugga sumarsins. Huijsen gerir fimm ára samning við félagið og verður löglegur á HM félagsliða sem hefst næsta sunnudag. Hann mætti með fjölskyldu sinni í höfuðstöðvar Real Madrid í morgun, gekkst undir læknisskoðun, skrifaði undir og var kynntur sem nýr leikmaður liðsins. 🔢 Our new No.24!🌟 @DHuijsen#WelcomeHuijsen pic.twitter.com/MmPyb4hphr— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) June 10, 2025 Í kynningarmyndbandi Real Madrid hér að ofan var birt mynd af Huijsen úr barnæsku þar sem hann sást klæðast treyju liðsins. Hann hefur lengi verið aðdáandi og greindi frá því eftir að samningurinn var undirritaður að hann hefði ekki litið við neinu öðru liði. „Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið… Real Madrid hefur alltaf verið mitt uppáhaldslið“ sagði Huijsen sem fer á fyrstu æfinguna með liðinu á morgun. Foreldrar hans eru hollenskir og Huijsen fæddist þar í landi en flutti til Spánar ungur að árum og kaus að spila með spænska landsliðinu frekar en því hollenska. Huijsen ólst upp með Xabi Alonso í spænska landsliðinu. real madrid Hann hefur áður sagt að Sergio Ramos sé sín helsta fótboltahetja og hefur rætt við hann eftir að skiptin til Real Madrid voru staðfest. Sömuleiðis hefur Huijsen miklar mætur á Xabi Alonso, nýráðnum þjálfara Real Madrid og fyrrum landsliðsmanni Spánar. „Við höfum talað aðeins saman, um hvers hann ætlast af mér. Ég held að við eigum frábær ár framundan. Ég fell vel að hans hugmyndum og fótbolta. Hlakka til að leggja mitt af mörkum til liðsins og mun gera hvað sem ég get til að hjálpa“ sagði Huijsen einnig. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira
Real Madrid gekk frá fimmtíu milljóna punda kaupunum fyrir nokkru síðan en félagaskiptin voru ekki fest formlega fyrr en í dag, á lokadegi fyrri félagaskiptaglugga sumarsins. Huijsen gerir fimm ára samning við félagið og verður löglegur á HM félagsliða sem hefst næsta sunnudag. Hann mætti með fjölskyldu sinni í höfuðstöðvar Real Madrid í morgun, gekkst undir læknisskoðun, skrifaði undir og var kynntur sem nýr leikmaður liðsins. 🔢 Our new No.24!🌟 @DHuijsen#WelcomeHuijsen pic.twitter.com/MmPyb4hphr— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) June 10, 2025 Í kynningarmyndbandi Real Madrid hér að ofan var birt mynd af Huijsen úr barnæsku þar sem hann sást klæðast treyju liðsins. Hann hefur lengi verið aðdáandi og greindi frá því eftir að samningurinn var undirritaður að hann hefði ekki litið við neinu öðru liði. „Eftir að Real Madrid hringdi hugsaði ég ekki um neitt annað lið… Real Madrid hefur alltaf verið mitt uppáhaldslið“ sagði Huijsen sem fer á fyrstu æfinguna með liðinu á morgun. Foreldrar hans eru hollenskir og Huijsen fæddist þar í landi en flutti til Spánar ungur að árum og kaus að spila með spænska landsliðinu frekar en því hollenska. Huijsen ólst upp með Xabi Alonso í spænska landsliðinu. real madrid Hann hefur áður sagt að Sergio Ramos sé sín helsta fótboltahetja og hefur rætt við hann eftir að skiptin til Real Madrid voru staðfest. Sömuleiðis hefur Huijsen miklar mætur á Xabi Alonso, nýráðnum þjálfara Real Madrid og fyrrum landsliðsmanni Spánar. „Við höfum talað aðeins saman, um hvers hann ætlast af mér. Ég held að við eigum frábær ár framundan. Ég fell vel að hans hugmyndum og fótbolta. Hlakka til að leggja mitt af mörkum til liðsins og mun gera hvað sem ég get til að hjálpa“ sagði Huijsen einnig.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira