Þungi færist í árásir Rússa: „Þetta er orðið partur af okkar lífi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2025 14:27 Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og blaðamaður er búsettur í Úkraínu. Vísir/Elín Margrét Íslendingur í Kænugarði hefur ekki farið varhluta af auknum þunga árásum Rússa á borgina undanfarna daga. Árás Rússa á Kænugarð í Úkraínu í nótt var ein sú harðasta frá upphafi stríðsins. Hundruð dróna ullu skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar, og þá féllu tveir í árásum Rússa í Odessa. Rússar skutu yfir þrjú hundruð drónum og fleiri gerðum sprengja á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt. Þessu eru íbúar borgarinnar nokkuð vanir en í nótt voru sprengjurnar fleiri og lætin meiri en oft áður. Óskar Hallgrímsson blaðamaður sem búsettur er í Kænugarði fór ekki varhluta af þessu en hann og konan hans hafa jafnvel varið nóttinni inni á baðherbergi til að vera fjarri gluggum. Öflugar loftvarnir lykilatriði Nýtt met hafi verið slegið í árásum á Kænugarð nær daglega síðustu daga, ekki síður í framhaldi af árás Úkraínuhers á herflugvelli í byrjun mánaðar. „Þeir virðast geta framleitt mikið magn af þessum fyrrum írönsku drónum, en núna eiginlega alfarið rússneskir drónar sem voru kallaðir Shahed, nú eru þeir kallaðir GERAN-2, rússneska útgáfan,“ segir Óskar. „Þeir virðast geta framleitt mjög mikið magn af þeim, miðað við magnið sem þeir senda inn til Úkraínu. Núna yfir helgina og þá væntanlega með gærdeginum erum við að tala um alla veganna þúsund mismunandi fljúgandi hluti, hvort sem það eru skotflaugar, stýriflaugar eða drónar sem að eru að fljúga inn fyrir landamæri Úkraínu.“ Drónarnir séu alltaf að verða fullkomnari og þrátt fyrir að aukinn þungi hafi færst í árásir að undanförnu hafa loftvarnir í Kænugarði haldist nokkuð sterkar. Til að mynda hafi tilkoma eftirlitsflugvélar frá Saab í Svíþjóð hjálpað mikið til við að bera kennsl á hættuna og staðsetja flýgildi óvinarins svo auðveldara sé að skjóta þau niður. „Þú getur séð töluna, hún er að hækka hvað valdar fjölda dróna og hlutir sem eru sendir inn. En á móti kemur að í hverri árás þá er, miðað við töluna, mjög lítið um mannfall, og nánast ekki neitt, ég held að enginn hafi dáið í Kíev í nótt til dæmis,“ segir Óskar. Svefnleysið venjist aldrei Önnur áhrif þessa geri borgarbúum þó lífið einnig erfitt. „Þetta er bara orðið partur af okkar lífi, en eitthvað sem þú getur ekki vanist er að sofa fjóra, fimm tíma margar nætur í röð. Það er bara eitthvað sem maður getur ekki vanist. Maður finnur virkilega fyrir því að svefnleysið er gífurlega erfitt.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Rússar skutu yfir þrjú hundruð drónum og fleiri gerðum sprengja á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt. Þessu eru íbúar borgarinnar nokkuð vanir en í nótt voru sprengjurnar fleiri og lætin meiri en oft áður. Óskar Hallgrímsson blaðamaður sem búsettur er í Kænugarði fór ekki varhluta af þessu en hann og konan hans hafa jafnvel varið nóttinni inni á baðherbergi til að vera fjarri gluggum. Öflugar loftvarnir lykilatriði Nýtt met hafi verið slegið í árásum á Kænugarð nær daglega síðustu daga, ekki síður í framhaldi af árás Úkraínuhers á herflugvelli í byrjun mánaðar. „Þeir virðast geta framleitt mikið magn af þessum fyrrum írönsku drónum, en núna eiginlega alfarið rússneskir drónar sem voru kallaðir Shahed, nú eru þeir kallaðir GERAN-2, rússneska útgáfan,“ segir Óskar. „Þeir virðast geta framleitt mjög mikið magn af þeim, miðað við magnið sem þeir senda inn til Úkraínu. Núna yfir helgina og þá væntanlega með gærdeginum erum við að tala um alla veganna þúsund mismunandi fljúgandi hluti, hvort sem það eru skotflaugar, stýriflaugar eða drónar sem að eru að fljúga inn fyrir landamæri Úkraínu.“ Drónarnir séu alltaf að verða fullkomnari og þrátt fyrir að aukinn þungi hafi færst í árásir að undanförnu hafa loftvarnir í Kænugarði haldist nokkuð sterkar. Til að mynda hafi tilkoma eftirlitsflugvélar frá Saab í Svíþjóð hjálpað mikið til við að bera kennsl á hættuna og staðsetja flýgildi óvinarins svo auðveldara sé að skjóta þau niður. „Þú getur séð töluna, hún er að hækka hvað valdar fjölda dróna og hlutir sem eru sendir inn. En á móti kemur að í hverri árás þá er, miðað við töluna, mjög lítið um mannfall, og nánast ekki neitt, ég held að enginn hafi dáið í Kíev í nótt til dæmis,“ segir Óskar. Svefnleysið venjist aldrei Önnur áhrif þessa geri borgarbúum þó lífið einnig erfitt. „Þetta er bara orðið partur af okkar lífi, en eitthvað sem þú getur ekki vanist er að sofa fjóra, fimm tíma margar nætur í röð. Það er bara eitthvað sem maður getur ekki vanist. Maður finnur virkilega fyrir því að svefnleysið er gífurlega erfitt.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira