Guðrún spyr um há laun æðstu ráðamanna Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2025 14:09 Guðrún rifjaði upp umræðu sem Kristrún tók þátt í fyrir tveimur árum og sneri að afar háum launum æðstu embættismanna, en nú hins vegar léti hún sem ekkert væri. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins steig í pontu í dagskrárliðnum Óundirbúnar fyrirspurnir og spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í nýlegar launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins, um 5,6 prósent. „Nú eru liðin tvö ár síðan hæstvirtur forsætisráðherra gagnrýndi harðlega laun æðstu embættismanna og dómara,“ sagði Guðrún. Og hún hélt áfram að vitna til orða Kristrúnar, þá í stjórnarandstöðu, að þetta væru kolröng skilaboð að senda vinnumarkaðinum. „Stór orð og sönn sem spegluðu réttlætiskennd og almenna skynsemi,“ sagði Guðrún. Hvers vegna vill ríkisstjórnin halda í 5,6 prósenta hækkun launa? Nú standi hins vegar Kristrún frammi fyrir sömu spurningu, hvort vert sé að láta laun æðstu embættismanna hækka um 5,6 prósent meðan laun hækka um rétt rúm þrjú prósent. Nú grafi ríkisstjórnin hins vegar undan þeirri ábyrgð sem stjórnvöld segist vilja sýna í orði og verki. Guðrún sagði ríkisstjórnina tala fjálglega fyrir aðhald en þegar þeirra eigin persónulegu hagsmunir væru undir þá heyrðist lítið.vísir/vilhelm „Af hverju ákvað ríkisstjórnin að halda í þessa 5,6 prósenta vinnumarkaði. Hver á að sýna aðhald ef stjórnvöld vilja það ekki sjálf?“ Kristrún sagðist í svari muna vel eftir þeirri umræðu sem Guðrún vísaði til. Og að formenn þingflokka hafi þá komið saman og rætt þá stöðu sem kemur upp á hverju einasta ári. Kristrún sagði að ekki hafi þá verið ráðist í að fara í kerfisbreytingu til lengri tíma. Hún sagði að við gætum ekki verið í skammtímainngripum í hvert og eitt einasta skipti sem þetta kemur upp. „Breytt þessu og fundið fyrirkomulag. Hvort það eru 3,5 prósent um aldur og ævi, veit ég ekki. Ég ætla ekki að fara að kýta um það,“ sagði Kristrún og benti á að í útreikningum komi allskonar vísitölur upp. Launahækkanir snúa ekki bara að stjórnvöldum „Finnst mér gott að það sé að skila meiri prónsentu en almenna viðmiðið segir til um. Nei. En þetta snýst ekki bara um okkar laun heldur dómara, lögreglustjóra, saksóknara,“ sagði Kristrún og að það hafi í gegnum tíðina reynst erfitt þegar stjórnvöld grípa inn í slíkar launahækkanir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra bauð minnihlutanum í þá vegferð að breyta þessu svo ekki kæmi til handstýringa á hverju einasta ári.vísir/vilhelm Guðrún endurtók spurninguna og vildi meina að það væri takturinn í ríkisstjórninni, að vilja hófsemd nema þegar kæmi að eigin persónulegum hagsmunum. Hvers vegna ekki núna? Kristrún sagði að fyrir tveimur árum hafi landið verið í annarri stöðu. „Almenningur hefði kannski haldið að þá yrði farið kerfislægt í breytingar á þessu.“ En það var ekki gert og Kristrún sagði að ekki gengi að fara í að handstýra þessu á hverju ári. Hún bauð minnihlutanum á þingi að koma með í þá vegferð að breyta þessu svo dygði. Eru svör hennar að verulegu leyti í samræmi við það sem hún sagði í viðtali við fréttastofu á föstudaginn: Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Kjaramál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Nú eru liðin tvö ár síðan hæstvirtur forsætisráðherra gagnrýndi harðlega laun æðstu embættismanna og dómara,“ sagði Guðrún. Og hún hélt áfram að vitna til orða Kristrúnar, þá í stjórnarandstöðu, að þetta væru kolröng skilaboð að senda vinnumarkaðinum. „Stór orð og sönn sem spegluðu réttlætiskennd og almenna skynsemi,“ sagði Guðrún. Hvers vegna vill ríkisstjórnin halda í 5,6 prósenta hækkun launa? Nú standi hins vegar Kristrún frammi fyrir sömu spurningu, hvort vert sé að láta laun æðstu embættismanna hækka um 5,6 prósent meðan laun hækka um rétt rúm þrjú prósent. Nú grafi ríkisstjórnin hins vegar undan þeirri ábyrgð sem stjórnvöld segist vilja sýna í orði og verki. Guðrún sagði ríkisstjórnina tala fjálglega fyrir aðhald en þegar þeirra eigin persónulegu hagsmunir væru undir þá heyrðist lítið.vísir/vilhelm „Af hverju ákvað ríkisstjórnin að halda í þessa 5,6 prósenta vinnumarkaði. Hver á að sýna aðhald ef stjórnvöld vilja það ekki sjálf?“ Kristrún sagðist í svari muna vel eftir þeirri umræðu sem Guðrún vísaði til. Og að formenn þingflokka hafi þá komið saman og rætt þá stöðu sem kemur upp á hverju einasta ári. Kristrún sagði að ekki hafi þá verið ráðist í að fara í kerfisbreytingu til lengri tíma. Hún sagði að við gætum ekki verið í skammtímainngripum í hvert og eitt einasta skipti sem þetta kemur upp. „Breytt þessu og fundið fyrirkomulag. Hvort það eru 3,5 prósent um aldur og ævi, veit ég ekki. Ég ætla ekki að fara að kýta um það,“ sagði Kristrún og benti á að í útreikningum komi allskonar vísitölur upp. Launahækkanir snúa ekki bara að stjórnvöldum „Finnst mér gott að það sé að skila meiri prónsentu en almenna viðmiðið segir til um. Nei. En þetta snýst ekki bara um okkar laun heldur dómara, lögreglustjóra, saksóknara,“ sagði Kristrún og að það hafi í gegnum tíðina reynst erfitt þegar stjórnvöld grípa inn í slíkar launahækkanir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra bauð minnihlutanum í þá vegferð að breyta þessu svo ekki kæmi til handstýringa á hverju einasta ári.vísir/vilhelm Guðrún endurtók spurninguna og vildi meina að það væri takturinn í ríkisstjórninni, að vilja hófsemd nema þegar kæmi að eigin persónulegum hagsmunum. Hvers vegna ekki núna? Kristrún sagði að fyrir tveimur árum hafi landið verið í annarri stöðu. „Almenningur hefði kannski haldið að þá yrði farið kerfislægt í breytingar á þessu.“ En það var ekki gert og Kristrún sagði að ekki gengi að fara í að handstýra þessu á hverju ári. Hún bauð minnihlutanum á þingi að koma með í þá vegferð að breyta þessu svo dygði. Eru svör hennar að verulegu leyti í samræmi við það sem hún sagði í viðtali við fréttastofu á föstudaginn:
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Kjaramál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira