„Erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 19:09 Einar Örn Ólafsson forstjóri Play. Vísir/Einar Forstjóri Play hefur fulla trú á fyrirhuguðum breytingum á rekstri félagsins sem kynntar voru í tilkynningu til kauphallar síðdegis í dag. Félagið verði áfram íslenskt þó verið sé að færa stóran hluta starfseminnar til útlanda. Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play ætla að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Íslensku flugrekstrarleyfi verði skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Tilkynning um væntanlegt yfirtökutilboð barst eftir lokun kauphallar í dag. Sjá einnig: Vilja taka yfir Play Einar Örn Ólafsson forstjóri Play sat fyrir svörum í kvöldfréttum. „Við erum að tilkynna um nokkrar breytingar á sama tíma sem ekki eru allar skyldar. Það að taka félagið af markaði er ein aðgerð og að auka hlutafé er önnur. Svo er þessi þriðja sem er breyting á okkar högum með því að fækka vélum á Íslandi og fjölga þá verkefnum annars staðar.“ Getum við áfram talað um Play sem íslenskt flugfélag eftir þessar breytingar? „Já, þetta er skilgreiningaratriði. Ég er ekki viss um að fólk hafi áttað sig á því að Iceland Express í gamla daga og Wow á fyrstu árum þess, voru ekki rekin á íslenskum flugrekstrarleyfum heldur á annars konar leyfum erlendis frá. Fólk mun ekki finna neinn mun, það mun koma um borð í sömu vélarnar, þær verða áfram rauðar, það verður sama starfsfólkið á sömu kjörunum,“ segir Einar Hann vekur athygli á nýundirrituðum kjarasamningum við bæði flugmenn og flugliða. „Okkar farþegar munu ekki upplifa neina breytingu þegar það kemur um borð. Það mun upplifa nákvæmlega sömu þjónustu og sömu flugvélar og sama starfsfólkið. Þannig að fólkið mun upplifa íslenskt flugfélag.“ Einar segir að höfuðstöðvar félagsins verði jafnframt áfram hér á landi. „Þetta er svolítið tæknilegt atriði að flugrekstrarleyfi sé skráð á Möltu. Það eru til dæmis mörg skip sem eru skráð allt annars staðar þó fólki finnist það vera íslensk skip.“ Hann segir að bæði verði fækkun í innlenda flotanum og á skrifstofu félagsins hér á landi, sem helgist í því að flugrekstrarleyfið verði fært til Möltu. „En þetta eru ekki stórkostlegar breytingar. “ Hvar getur Play endað gangi þetta upp? „Ég væri ekki að standa í því að leiða hóp til að kaupa félag og taka það af markaði ef ég hefði ekki trú á þessu. Þannig að ég hef auðvitað fulla trú á þessu. Við erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa og halda áfram með þá starfsemi sem hefur gengið vel og færa flotann yfir í arðbær verkefni. Þannig að, já ég hef fulla trú á þessu.“ Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Sjá meira
Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play ætla að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Íslensku flugrekstrarleyfi verði skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Tilkynning um væntanlegt yfirtökutilboð barst eftir lokun kauphallar í dag. Sjá einnig: Vilja taka yfir Play Einar Örn Ólafsson forstjóri Play sat fyrir svörum í kvöldfréttum. „Við erum að tilkynna um nokkrar breytingar á sama tíma sem ekki eru allar skyldar. Það að taka félagið af markaði er ein aðgerð og að auka hlutafé er önnur. Svo er þessi þriðja sem er breyting á okkar högum með því að fækka vélum á Íslandi og fjölga þá verkefnum annars staðar.“ Getum við áfram talað um Play sem íslenskt flugfélag eftir þessar breytingar? „Já, þetta er skilgreiningaratriði. Ég er ekki viss um að fólk hafi áttað sig á því að Iceland Express í gamla daga og Wow á fyrstu árum þess, voru ekki rekin á íslenskum flugrekstrarleyfum heldur á annars konar leyfum erlendis frá. Fólk mun ekki finna neinn mun, það mun koma um borð í sömu vélarnar, þær verða áfram rauðar, það verður sama starfsfólkið á sömu kjörunum,“ segir Einar Hann vekur athygli á nýundirrituðum kjarasamningum við bæði flugmenn og flugliða. „Okkar farþegar munu ekki upplifa neina breytingu þegar það kemur um borð. Það mun upplifa nákvæmlega sömu þjónustu og sömu flugvélar og sama starfsfólkið. Þannig að fólkið mun upplifa íslenskt flugfélag.“ Einar segir að höfuðstöðvar félagsins verði jafnframt áfram hér á landi. „Þetta er svolítið tæknilegt atriði að flugrekstrarleyfi sé skráð á Möltu. Það eru til dæmis mörg skip sem eru skráð allt annars staðar þó fólki finnist það vera íslensk skip.“ Hann segir að bæði verði fækkun í innlenda flotanum og á skrifstofu félagsins hér á landi, sem helgist í því að flugrekstrarleyfið verði fært til Möltu. „En þetta eru ekki stórkostlegar breytingar. “ Hvar getur Play endað gangi þetta upp? „Ég væri ekki að standa í því að leiða hóp til að kaupa félag og taka það af markaði ef ég hefði ekki trú á þessu. Þannig að ég hef auðvitað fulla trú á þessu. Við erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa og halda áfram með þá starfsemi sem hefur gengið vel og færa flotann yfir í arðbær verkefni. Þannig að, já ég hef fulla trú á þessu.“
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Sjá meira