Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni en þar segir að ekki sé hægt að birta nafn hans að svo stöddu.
Björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna göngumanns við Esjuna sem hafði ekki skilað sér niður. Leit stóð yfir í alla nótt og var leit fram haldið í dag, þar til hann fannst á fjórða tímanum.