Leiðinlegir og slappir: Heimir fékk afmæliskort en enga veislu Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 11:32 Heimir Hallgrímsson fær afhent afmæliskort frá stuðningsmönnum írska landsliðsins sem gert höfðu sér ferð til Lúxemborgar og voru í miklu stuði fyrir leik. Getty/Stephen McCarthy Afmælisbarnið Heimir Hallgrímsson var síður en svo ánægt með lærisveina sína í írska landsliðinu í fótbolta, eftir markalausa jafnteflið á útivelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í vináttulandsleik. Írar gerðu 1-1 jafntefli við sterkt lið Senegal í Dublin á föstudaginn en vonir stóðu til þess að liðið myndi sigra Lúxemborg sem er 31 sæti neðar en Írland á heimslista FIFA. Þetta voru síðustu leikirnir áður en undankeppni HM hefst í haust en það var ekki að sjá að leikmenn írska liðsins væru komnir í HM-gír í gær, þó að þeir ættu vissulega tvö skot í marksúlurnar. Á samfélagsmiðlum grínuðust menn með að hápunktur kvöldsins hefði verið þegar Heimir fékk afhent afmæliskort fyrir leik, frá írskum stuðningsmönnum sem ferðast höfðu til Lúxemborgar, en Eyjamaðurinn fagnaði 58 ára afmæli í gær. Irish fans giving Heimir Hallgrímsson a card for his birthday has been the highlight vs Luxembourg 😂🇮🇪pic.twitter.com/23L3bv4ujG— IrishPropaganda🇮🇪⚽️ (@IrishPropaganda) June 10, 2025 „Við skulum vera hreinskilin, við erum ekki ánægðir með þessa frammistöðu,“ sagði Heimir við RTE. „Það er gott að hafa haldið markinu hreinu, það er í fyrsta sinn síðan ég kom hingað [í fyrrasumar], en okkur fannst öllum að í fyrri hálfleik værum við slappir og leikurinn leiðinlegur,“ sagði Heimir. „Það vantaði allt það góða sem við gerðum á móti Senegal. Allar kviku hreyfingarnar, pressuna og boltahraðann. Ákefðin var svo mikið minni en á móti Senegal,“ bætti hann við. Verða að spila eins gegn öllum Í grein BBC segir að Heimir hafi eftir erfiða byrjun með írska liðið, meðal annars 5-0 skell gegn Englandi á Wembley, verið á uppleið með liðið. Írland vann svo til að mynda Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars. En Heimir vill sjá meiri framfarir í haust þegar slegist verður um sæti á HM. Sú barátta hefst á leikjum við Ungverjaland og Armeníu í september. „Við breyttum til í seinni hálfleiknum, meiri hraði og við unnum fleiri návígi en þetta var ekki nógu gott. Í september spilum við gegn hærra skrifaða liðinu fyrst og svo því lægra skrifaða á útivelli, svo við verðum að læra af þessu. Við verðum að spila eins, sama hver mótherjinn er, burtséð frá því hvort þetta sé vináttulandsleikur í lok leiktíðar eða leikur í riðlakeppni. Þessi leikur var lexía fyrir okkur. Það er skiljanlegt að leikmenn hugsi með sér að nú taki við frí eftir langa törn og leikmenn okkar hafa spilað mikinn fjölda leikja,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira
Írar gerðu 1-1 jafntefli við sterkt lið Senegal í Dublin á föstudaginn en vonir stóðu til þess að liðið myndi sigra Lúxemborg sem er 31 sæti neðar en Írland á heimslista FIFA. Þetta voru síðustu leikirnir áður en undankeppni HM hefst í haust en það var ekki að sjá að leikmenn írska liðsins væru komnir í HM-gír í gær, þó að þeir ættu vissulega tvö skot í marksúlurnar. Á samfélagsmiðlum grínuðust menn með að hápunktur kvöldsins hefði verið þegar Heimir fékk afhent afmæliskort fyrir leik, frá írskum stuðningsmönnum sem ferðast höfðu til Lúxemborgar, en Eyjamaðurinn fagnaði 58 ára afmæli í gær. Irish fans giving Heimir Hallgrímsson a card for his birthday has been the highlight vs Luxembourg 😂🇮🇪pic.twitter.com/23L3bv4ujG— IrishPropaganda🇮🇪⚽️ (@IrishPropaganda) June 10, 2025 „Við skulum vera hreinskilin, við erum ekki ánægðir með þessa frammistöðu,“ sagði Heimir við RTE. „Það er gott að hafa haldið markinu hreinu, það er í fyrsta sinn síðan ég kom hingað [í fyrrasumar], en okkur fannst öllum að í fyrri hálfleik værum við slappir og leikurinn leiðinlegur,“ sagði Heimir. „Það vantaði allt það góða sem við gerðum á móti Senegal. Allar kviku hreyfingarnar, pressuna og boltahraðann. Ákefðin var svo mikið minni en á móti Senegal,“ bætti hann við. Verða að spila eins gegn öllum Í grein BBC segir að Heimir hafi eftir erfiða byrjun með írska liðið, meðal annars 5-0 skell gegn Englandi á Wembley, verið á uppleið með liðið. Írland vann svo til að mynda Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars. En Heimir vill sjá meiri framfarir í haust þegar slegist verður um sæti á HM. Sú barátta hefst á leikjum við Ungverjaland og Armeníu í september. „Við breyttum til í seinni hálfleiknum, meiri hraði og við unnum fleiri návígi en þetta var ekki nógu gott. Í september spilum við gegn hærra skrifaða liðinu fyrst og svo því lægra skrifaða á útivelli, svo við verðum að læra af þessu. Við verðum að spila eins, sama hver mótherjinn er, burtséð frá því hvort þetta sé vináttulandsleikur í lok leiktíðar eða leikur í riðlakeppni. Þessi leikur var lexía fyrir okkur. Það er skiljanlegt að leikmenn hugsi með sér að nú taki við frí eftir langa törn og leikmenn okkar hafa spilað mikinn fjölda leikja,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira