Skattur á atvinnuhúsnæði hækkað um helming á áratug Árni Sæberg skrifar 11. júní 2025 11:17 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Félag atvinnurekenda hefur sent öllum sveitarfélögum í landinu erindi, þar sem hvatt er til þess að álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði verði endurskoðuð til að mæta hækkunum fasteignamats, þannig að sköttum á atvinnuhúsnæði verði haldið óbreyttum á milli ára. Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda, FA, segir að sveitarfélögin hafi verið hvött til uppbyggilegs samtals við ríkisvaldið um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði. FA vísar til fasteignamats fyrir árið 2026, sem birt var í lok síðasta mánaðar. Fasteignamat hækki um 9,2 prósent milli ára og mat atvinnuhúsnæðis hækki um 4,8 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu nemi hækkunin 3,8 prósentum en á landsbyggðinni 9,1 prósenti. Vel á fjórða tug milljarða Á síðasta ári hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði verið um 36,6 milljarðar króna. Þá hefði álagningin hækkað að raunvirði um fimmtíu prósent á einum áratug, þrátt fyrir lækkanir sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu á tímabilinu. Ætla megi að álagður fasteignaskattur á atvinnueignir á þessu ári sé nær 39 milljörðum króna. Hlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hafi á sama tíma hækkað úr um 0,7 prósentum af landsframleiðslu í 0,8 prósentur og sé óvíða hærra í OECD-ríkjunum. „Skattlagning, sem byggir á sveiflum í fasteignaverði en ekki raunverulegri afkomu fyrirtækja, leggst þungt á fyrirtæki, ekki síst þau minni og meðalstóru,“ segir í erindi FA til sveitarfélaganna, sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri undirritar. „Félag atvinnurekenda telur því fulla ástæðu til að sveitarfélögin skoði að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum fasteignamatsins. Félagið hvetur jafnframt til uppbyggilegs samtals sveitarfélaganna og ríkisvaldsins um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði.“ Vilja skattabremsu Í tilkynningu segir að FA vísi í því efni til skýrslu starfshóps sem skipaður hafi verið fulltrúum FA, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara. Skýrslan hafi komið út snemmsumars 2023. Félagið veki sérstaklega athygli á ábendingum hópsins um meðalhófsþak á prósentubreytingu fasteignaskatta milli ára og að svokallaður B-skattur, á húsnæði hins opinbera, og C-skattur, á annað atvinnuhúsnæði, verði sameinaðir, meðal annars til þess að draga úr samkeppnishindrunum sem leitt geti af ólíkri skattlagningu og matsaðferðum á húsnæði einkafyrirtækja og stofnana hins opinbera. „Meðalhófsþak, sem líka hefur verið kallað skattabremsa, myndi gilda hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Þannig væru fasteignaeigendur varðir fyrir óhóflegum hækkunum fasteignamats, en sveitarfélögin hefðu líka vörn gagnvart verðfalli og lækkun matsins. Með þessu væri ennfremur komið í veg fyrir hvata sveitarfélaganna til að stuðla að óeðlilegum hækkunum fasteignaverðs,“ segir í erindi FA. FA staldri við fréttatilkynningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem greint sé frá því að stofnunin hyggist einhliða endurskoða aðferðir við gerð fasteignamats atvinnueigna. Að mati félagsins sé nauðsynlegt að slík vinna fari fram í breiðu samráði og samtali. Atvinnurekendur Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda, FA, segir að sveitarfélögin hafi verið hvött til uppbyggilegs samtals við ríkisvaldið um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði. FA vísar til fasteignamats fyrir árið 2026, sem birt var í lok síðasta mánaðar. Fasteignamat hækki um 9,2 prósent milli ára og mat atvinnuhúsnæðis hækki um 4,8 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu nemi hækkunin 3,8 prósentum en á landsbyggðinni 9,1 prósenti. Vel á fjórða tug milljarða Á síðasta ári hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði verið um 36,6 milljarðar króna. Þá hefði álagningin hækkað að raunvirði um fimmtíu prósent á einum áratug, þrátt fyrir lækkanir sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu á tímabilinu. Ætla megi að álagður fasteignaskattur á atvinnueignir á þessu ári sé nær 39 milljörðum króna. Hlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hafi á sama tíma hækkað úr um 0,7 prósentum af landsframleiðslu í 0,8 prósentur og sé óvíða hærra í OECD-ríkjunum. „Skattlagning, sem byggir á sveiflum í fasteignaverði en ekki raunverulegri afkomu fyrirtækja, leggst þungt á fyrirtæki, ekki síst þau minni og meðalstóru,“ segir í erindi FA til sveitarfélaganna, sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri undirritar. „Félag atvinnurekenda telur því fulla ástæðu til að sveitarfélögin skoði að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum fasteignamatsins. Félagið hvetur jafnframt til uppbyggilegs samtals sveitarfélaganna og ríkisvaldsins um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði.“ Vilja skattabremsu Í tilkynningu segir að FA vísi í því efni til skýrslu starfshóps sem skipaður hafi verið fulltrúum FA, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara. Skýrslan hafi komið út snemmsumars 2023. Félagið veki sérstaklega athygli á ábendingum hópsins um meðalhófsþak á prósentubreytingu fasteignaskatta milli ára og að svokallaður B-skattur, á húsnæði hins opinbera, og C-skattur, á annað atvinnuhúsnæði, verði sameinaðir, meðal annars til þess að draga úr samkeppnishindrunum sem leitt geti af ólíkri skattlagningu og matsaðferðum á húsnæði einkafyrirtækja og stofnana hins opinbera. „Meðalhófsþak, sem líka hefur verið kallað skattabremsa, myndi gilda hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Þannig væru fasteignaeigendur varðir fyrir óhóflegum hækkunum fasteignamats, en sveitarfélögin hefðu líka vörn gagnvart verðfalli og lækkun matsins. Með þessu væri ennfremur komið í veg fyrir hvata sveitarfélaganna til að stuðla að óeðlilegum hækkunum fasteignaverðs,“ segir í erindi FA. FA staldri við fréttatilkynningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem greint sé frá því að stofnunin hyggist einhliða endurskoða aðferðir við gerð fasteignamats atvinnueigna. Að mati félagsins sé nauðsynlegt að slík vinna fari fram í breiðu samráði og samtali.
Atvinnurekendur Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira