Rut bætist í stóran hóp sem kvatt hefur landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 13:43 Rut Jónsdóttir hefur spilað sinn síðasta landsleik, lílkt og Steinunn Björnsdóttir sem hér heldur í treyju hennar. Síðustu landsleikirnir þeirra voru gegn Ísrael í apríl þegar Ísland tryggði sig með stæl inn á næsta HM. vísir/Hulda Margrét Rut Jónsdóttir, ein besta handboltakona sem Ísland hefur átt, kveðst hafa spilað sinn síðasta landsleik. Hún bætist þar með í hóp reynslumikilla leikmanna sem kvatt hafa landsliðið nýlega. Rut greinir frá þessu í samtali við mbl.is í dag en segir jafnframt að handboltaferlinum sé ekki lokið því hún hyggist standa við samning sinn við Hauka um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Hún lék alls 124 A-landsleiki og skoraði í þeim 249 mörk. Síðustu landsleikir Rutar voru í apríl þegar Ísland gjörsigraði Ísrael og tryggði sér sæti á sínu þriðja stórmóti í röð; HM sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok þessa árs. Þessi 34 ára, örvhenta skytta hóf ferilinn með HK en lék svo um árabil í Dannmörku og vann til að mynda EHF-bikarinn með Holstebro árið 2013. Rut kom svo til KA/Þórs árið 2020 og átti þátt í fullkomnu tímabili liðsins sem fram að því var titlalaust en varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn á fyrsta tímabili Rutar. Í vetur varð hún svo bikarmeistari á fyrsta tímabili sínu með Haukum. Sara Sif Helgadóttir og Rut Jónsdóttir verða áfram liðsfélagar hjá Haukum þó að Rut hafi nú ákveðið að segja skilið við landsliðið.vísir/Hulda Margrét Eins og fyrr segir bætist Rut nú í hóp leikmanna sem kvatt hafa landsliðið. Af þeim 18 leikmönnum sem valdir voru fyrir HM í desember síðastliðnum eru nú alls sex ekki tiltækar en þær eru þó ekki allar hættar. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lögðu skóna á hilluna í vor, og Sunna Jónsdóttir hætti í landsliðinu og taldi líklegt að skórnir væru alfarið farnir á hilluna. Þá lagði Hildigunnur Einarsdóttir, sem var í EM-hópnum fyrir einu og hálfu ári, skóna á hilluna í vor. Við þetta bætist að Berglind Þorsteinsdóttir hefur tekið sér hlé frá handbolta til að jafna sig eftir ítrekuð hnémeiðsli og þá er Perla Ruth Albertsdóttir ólétt. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Rut greinir frá þessu í samtali við mbl.is í dag en segir jafnframt að handboltaferlinum sé ekki lokið því hún hyggist standa við samning sinn við Hauka um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Hún lék alls 124 A-landsleiki og skoraði í þeim 249 mörk. Síðustu landsleikir Rutar voru í apríl þegar Ísland gjörsigraði Ísrael og tryggði sér sæti á sínu þriðja stórmóti í röð; HM sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok þessa árs. Þessi 34 ára, örvhenta skytta hóf ferilinn með HK en lék svo um árabil í Dannmörku og vann til að mynda EHF-bikarinn með Holstebro árið 2013. Rut kom svo til KA/Þórs árið 2020 og átti þátt í fullkomnu tímabili liðsins sem fram að því var titlalaust en varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn á fyrsta tímabili Rutar. Í vetur varð hún svo bikarmeistari á fyrsta tímabili sínu með Haukum. Sara Sif Helgadóttir og Rut Jónsdóttir verða áfram liðsfélagar hjá Haukum þó að Rut hafi nú ákveðið að segja skilið við landsliðið.vísir/Hulda Margrét Eins og fyrr segir bætist Rut nú í hóp leikmanna sem kvatt hafa landsliðið. Af þeim 18 leikmönnum sem valdir voru fyrir HM í desember síðastliðnum eru nú alls sex ekki tiltækar en þær eru þó ekki allar hættar. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Steinunn Björnsdóttir lögðu skóna á hilluna í vor, og Sunna Jónsdóttir hætti í landsliðinu og taldi líklegt að skórnir væru alfarið farnir á hilluna. Þá lagði Hildigunnur Einarsdóttir, sem var í EM-hópnum fyrir einu og hálfu ári, skóna á hilluna í vor. Við þetta bætist að Berglind Þorsteinsdóttir hefur tekið sér hlé frá handbolta til að jafna sig eftir ítrekuð hnémeiðsli og þá er Perla Ruth Albertsdóttir ólétt.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira