Hvalurinn kominn út á haf Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 19:04 Háhyrningurinn í fjörunni í gærkvöldi. Vísir Háhyrningurinn sem strandaði í Grafarvogi í gærkvöldi er kominn út í haf og er frjáls ferða sinna. Hann var kominn út fyrir skerin við flæðarmálið um hálfsexleytið í dag, en björgunarmenn stugguðu við honum og fylgdu honum út fyrir grynningarsvæðið. Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir segir að hvalurinn hafi losnað með aðstoð björgunarmanna í háflóði snemma í morgun, synt smá sprett, en fests aftur skömmu síðar. Hann hafi greinilega verið örmagna. Hún segir að hann hafi verið í miklu betri stöðu í fjörunni í dag en í nótt. „Það var metið sem svo að ástandið á honum væri ennþá tiltölulega gott og það væri vel þess virði að aðstoða hann aftur út. Það var ákveðið að fara fyrst í aðferðir sem áreita hann sem minnst, það er að segja að stugga honum út.“ „Hinn möguleikinn ef það hefði ekki tekist væri að gera eins og stundum er gert að setja undir þá segl, og blása upp belgi og hreinlega draga þá þannig út í haf,“ segir hún. Hún segir að eftir því sem hún best viti hafi dugað að stugga honum út. Það hafi verið ákveðið eftir hádegi í dag að reyna þessa aðferð. Í þokkalegu standi Um sé að ræða stórt og fullorðið karldýr, um sex metrar að lengd og á að giska fimm tonn að þyngd. Jóhanna segir að háhyrningurinn hafi virst í þokkalega góðu standi í dag. „Hann hefur sennilega notað daginn í dag til að jafna sig. Hann sýndi góða öndun og hreyfingu í dag.“ Þóra segir að svona atburðir séu ekki algengir, en ekki sjaldgæfir heldur. Síðast hafi tveir háhyrningar strandað í Gilsfirði haustið 2023, og annar þeirra komist lífs af. Í fyrra hafi sandreyð strandað við Þorlákshöfn. „Sem er með þeim stærstu hvölum sem tekist hefur að bjarga á lífi,“ segir Þóra. Þóra segir að viðkomandi sveitarfélag beri ábyrgð á því að bregðast við þegar villt dýr eru í neyð. Reykjavíkurborg hafi þegið aðstoð viðbragðsteymisins Hvalir í neyð og annarra viðbragðaðila til að koma dýrinu til hjálpar. Fjölmargir lögðu leið sína út á Geldinganes í dag og nótt til að berja hvalinn augum.Vísir/Viktor Freyr Vísir/Viktor Freyr Hvalir Reykjavík Dýr Tengdar fréttir „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir segir að hvalurinn hafi losnað með aðstoð björgunarmanna í háflóði snemma í morgun, synt smá sprett, en fests aftur skömmu síðar. Hann hafi greinilega verið örmagna. Hún segir að hann hafi verið í miklu betri stöðu í fjörunni í dag en í nótt. „Það var metið sem svo að ástandið á honum væri ennþá tiltölulega gott og það væri vel þess virði að aðstoða hann aftur út. Það var ákveðið að fara fyrst í aðferðir sem áreita hann sem minnst, það er að segja að stugga honum út.“ „Hinn möguleikinn ef það hefði ekki tekist væri að gera eins og stundum er gert að setja undir þá segl, og blása upp belgi og hreinlega draga þá þannig út í haf,“ segir hún. Hún segir að eftir því sem hún best viti hafi dugað að stugga honum út. Það hafi verið ákveðið eftir hádegi í dag að reyna þessa aðferð. Í þokkalegu standi Um sé að ræða stórt og fullorðið karldýr, um sex metrar að lengd og á að giska fimm tonn að þyngd. Jóhanna segir að háhyrningurinn hafi virst í þokkalega góðu standi í dag. „Hann hefur sennilega notað daginn í dag til að jafna sig. Hann sýndi góða öndun og hreyfingu í dag.“ Þóra segir að svona atburðir séu ekki algengir, en ekki sjaldgæfir heldur. Síðast hafi tveir háhyrningar strandað í Gilsfirði haustið 2023, og annar þeirra komist lífs af. Í fyrra hafi sandreyð strandað við Þorlákshöfn. „Sem er með þeim stærstu hvölum sem tekist hefur að bjarga á lífi,“ segir Þóra. Þóra segir að viðkomandi sveitarfélag beri ábyrgð á því að bregðast við þegar villt dýr eru í neyð. Reykjavíkurborg hafi þegið aðstoð viðbragðsteymisins Hvalir í neyð og annarra viðbragðaðila til að koma dýrinu til hjálpar. Fjölmargir lögðu leið sína út á Geldinganes í dag og nótt til að berja hvalinn augum.Vísir/Viktor Freyr Vísir/Viktor Freyr
Hvalir Reykjavík Dýr Tengdar fréttir „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
„Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41
Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. 7. ágúst 2024 17:56
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent