Sú markahæsta frá upphafi „með hreina samvisku“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2025 07:00 Markaskorari af guðs náð en fer ekki á EM. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir „með hreina samvisku“ eftir að ljóst var að hún mun ekki valin í leikmannahóp Spánar fyrir Evrópumótið sem fram fer Sviss í sumar. Hin 35 ára gamla Hermoso er markahæsti leikmaður í sögu spænska kvennalandsliðsins með 57 mörk í 123 leikjum. Hún var í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem heimsmeistari árið 2023 en það var atvik að úrslitaleiknum loknum sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti Hermoso óumbeðinn á munninn þegar hann var að óska leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Rubiales, sem var vikið úr starfi sínu, sagði kossinn hafa verið með samþykki Hermoso. Hann var í febrúar á þessu ári fundinn sekur um kynferðislega áreitni. Hann slapp við fangelsisvist en þurfti að greiða sekt upp á eina og hálfa milljón íslenskra króna. Eftir að í ljós kom að Hermoso, sem spilar i dag með Tigres í Mexíkó, hefði ekki verið valin í leikmannahóp Spánar birti hún færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar sagði hún að samviska sín væri hrein, sérstaklega eftir að hafa yfirgefið umhverfi með svona slæmt andrúmsloft. „Leyfum þeim að einbeita sér á að gera Spán að Evrópumeisturum,“ skrifaði Hermoso einnig. Hún tók þátt í öllum sex leikjum Spánar í undankeppninni en spilaði siðast landsleik í október á síðasta ári. Sú markahæsta hefur ekki verið valin í síðustu fjóra landsliðshópa Spánar. De verdad que yo también tengo la conciencia muy tranquila y más cuando aparto de mi vida entornos con esa energía tan mala. ¿Gestionar? Eso es lo que tendrían que aprender a hacer otros, que esa parte les queda muy grande. Escribo tuit porque es la única manera que ha dejado…— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) June 11, 2025 Montse Tome, þjálfari Spánar, segist skilja Jenni og að hún hafi rætt við hana um stöðu mála. Hann bætti við að samkeppnin um stöður væri gríðarleg og að Hermoso væri að keppa við Patricia Guijarro, Aitana Bonmatí, Alexia Putellas, Vicky López, Cláudia Pina (allar í Barcelona), Maite Zubieta (Athletic Club) og Mariona Caldentey (Arsenal) um stöðu í hópnum. „Það er erfitt að velja 23 leikmenn en við höfum gert það á fagmannlegan hátt. Á endanum eru þetta leikmennirnir sem við völdum,“ sagði Tome. EM kvenna í knattspyrnu hefst 2. júlí næstkomandi. Degi síðar hefur Spánn leik þegar heimsmeistararnir mæta nágrönnum sínum í Portúgal í B-riðli. Ísland er í A-riðli ásamt Finnlandi, Sviss og Noregi. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Sjá meira
Hin 35 ára gamla Hermoso er markahæsti leikmaður í sögu spænska kvennalandsliðsins með 57 mörk í 123 leikjum. Hún var í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem heimsmeistari árið 2023 en það var atvik að úrslitaleiknum loknum sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti Hermoso óumbeðinn á munninn þegar hann var að óska leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Rubiales, sem var vikið úr starfi sínu, sagði kossinn hafa verið með samþykki Hermoso. Hann var í febrúar á þessu ári fundinn sekur um kynferðislega áreitni. Hann slapp við fangelsisvist en þurfti að greiða sekt upp á eina og hálfa milljón íslenskra króna. Eftir að í ljós kom að Hermoso, sem spilar i dag með Tigres í Mexíkó, hefði ekki verið valin í leikmannahóp Spánar birti hún færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar sagði hún að samviska sín væri hrein, sérstaklega eftir að hafa yfirgefið umhverfi með svona slæmt andrúmsloft. „Leyfum þeim að einbeita sér á að gera Spán að Evrópumeisturum,“ skrifaði Hermoso einnig. Hún tók þátt í öllum sex leikjum Spánar í undankeppninni en spilaði siðast landsleik í október á síðasta ári. Sú markahæsta hefur ekki verið valin í síðustu fjóra landsliðshópa Spánar. De verdad que yo también tengo la conciencia muy tranquila y más cuando aparto de mi vida entornos con esa energía tan mala. ¿Gestionar? Eso es lo que tendrían que aprender a hacer otros, que esa parte les queda muy grande. Escribo tuit porque es la única manera que ha dejado…— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) June 11, 2025 Montse Tome, þjálfari Spánar, segist skilja Jenni og að hún hafi rætt við hana um stöðu mála. Hann bætti við að samkeppnin um stöður væri gríðarleg og að Hermoso væri að keppa við Patricia Guijarro, Aitana Bonmatí, Alexia Putellas, Vicky López, Cláudia Pina (allar í Barcelona), Maite Zubieta (Athletic Club) og Mariona Caldentey (Arsenal) um stöðu í hópnum. „Það er erfitt að velja 23 leikmenn en við höfum gert það á fagmannlegan hátt. Á endanum eru þetta leikmennirnir sem við völdum,“ sagði Tome. EM kvenna í knattspyrnu hefst 2. júlí næstkomandi. Degi síðar hefur Spánn leik þegar heimsmeistararnir mæta nágrönnum sínum í Portúgal í B-riðli. Ísland er í A-riðli ásamt Finnlandi, Sviss og Noregi.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Sjá meira