Erlendir ríkisborgarar rúmlega helmingur atvinnulausra Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 22:21 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Einar Atvinnuleysi minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og mældist atvinnuleysi 3,7 prósent í maímánuði, samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. Um 54 prósent fólks á atvinnuleysisskrá eru erlendir ríkisborgarar. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir erfiðara að koma erlendu fólki aftur í vinnu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að hátt hlutfall erlendra ríkisborgara meðal atvinnulausra hafi verið viðvarandi ástand í nokkur ár. „Þetta hlutfall hefur verið afar hátt, við eigum erfiðarar með að koma fólki aftur í vinnu sem kemur erlendis frá. Þetta er yfirleitt hópurinn sem fyrst er látinn fara og síðastur tekinn inn aftur,“ segir hún. Hún segir að maður þurfi að hafa unnið á Íslandi í tólf mánuði til að vinna sér inn fullar tryggingar hjá atvinnuleysissjóði. Hafi maður unnið í sex mánuði, fái maður fimmtíu prósent tryggingargreiðslur, og þar fram eftir götunum. Unnur var til viðtals á Bylgjunni um málið í dag. Fólk í árstíðarbundnum vinnum Unnur segir að stærsta skýringin á þessu hlutfalli sé mögulega að fólk sem kemur hingað erlendis frá vinni mikið í árstíðarbundnum atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu og jafnvel byggingariðnað. „Nú er þetta að fara af stað, og við sjáum stökk í maímánuði, það fækkaði töluvert af útlendingum á skránni hjá okkur, og það mun örugglega fækka meira í júní.“ Er þetta fólk lengi á atvinnuleysisskrá? „Ekkert lengur en Íslendingar,“ segir Unnur. Að meðaltali sé fólk fjóra til sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Eftir þann tíma hafi rúmur helmingur fundið sér nýtt starf. „Þannig fólk staldrar hér mjög stutt við. Kerfið er að virka eins og það er hugsað. Þetta eru tryggingar til að grípa þig þegar þú missir vinnu, á meðan þú ert að leita þér að annarri,“ segir hún. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ýmis ráð til að hafa eftirlit með fólki á atvinnuleysisskrá, svo kerfið sé ekki misnotað. „Við erum með mjög öfluga vinnumiðlun hér, fólk kemur hingað og útbýr ferilskrá, fólk kemur hingað og lærir að leita að vinnu í tölvunni, við erum í töluverðri snertingu við fólk í atvinnuleit. Eftir því sem fólkið er lengur á skrá höfum við meira samband við fólkið.“ Sé fólk lengi að finna sér nýja vinnu fari stofnunin að grennslast fyrir um það hvað það gæti verið sem veldur því. Mjög erfitt að fylgjast með svartri vinnu Unnur segir að vandinn við svarta vinnu sé að hún sé einmitt kolsvört, það sé erfitt að finna slíka vinnu. Nú fáum við hringingar í símatíma hér þar sem fólk heldur að það sé ágætur hluti þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá sem eru að vinna svart, eruð þið með eftirlit með slíku? „Við erum með sama eftirlit og skatturinn. Það er mjög erfitt að finna svarta vinnu. Það er helst að þú finnir svarta vinnu þegar vinnueftirlitið fer inn á vinnustaðina, og fer kannski að bera saman bakfærsluskrá skattstjórans og fólksins sem er í starfi,“ segir hún. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ekkert sérstakt eftirlit með til dæmis síðum á Facebook þar sem auglýst er eftir svartri vinnu. „Nei við erum ekki þar. Ég held bara satt best að segja að svo lítið hlutfall af þeim sem eru í atvinnuleit hjá okkur séu þarna inni. Svo veit maður heldur ekki hversu mikla vinnu fólk fær í gegnum svona auglýsingar. Þú ert kannski að skipta um glugga, laga skáp, ég held þetta sé það sem telji.“ Unnur segir að flestir finni sér nýja vinnu á fjórum til sex mánuðum. Þegar lengri tíi líður, verði fólk yfirleitt að taka því starfi sem býðst, nema fólk hafi lögmætar skýringar á því hvers vegna starfið hentar ekki. „Til dæmis þegar við bjóðum vaktavinnu á Keflavíkurflugvelli, og þetta eru einstæðar mæður með lítil börn, þá geta þær eðli máls samkvæmt ekki farið út að vinna klukkan fjögur að nóttu til,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að hátt hlutfall erlendra ríkisborgara meðal atvinnulausra hafi verið viðvarandi ástand í nokkur ár. „Þetta hlutfall hefur verið afar hátt, við eigum erfiðarar með að koma fólki aftur í vinnu sem kemur erlendis frá. Þetta er yfirleitt hópurinn sem fyrst er látinn fara og síðastur tekinn inn aftur,“ segir hún. Hún segir að maður þurfi að hafa unnið á Íslandi í tólf mánuði til að vinna sér inn fullar tryggingar hjá atvinnuleysissjóði. Hafi maður unnið í sex mánuði, fái maður fimmtíu prósent tryggingargreiðslur, og þar fram eftir götunum. Unnur var til viðtals á Bylgjunni um málið í dag. Fólk í árstíðarbundnum vinnum Unnur segir að stærsta skýringin á þessu hlutfalli sé mögulega að fólk sem kemur hingað erlendis frá vinni mikið í árstíðarbundnum atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu og jafnvel byggingariðnað. „Nú er þetta að fara af stað, og við sjáum stökk í maímánuði, það fækkaði töluvert af útlendingum á skránni hjá okkur, og það mun örugglega fækka meira í júní.“ Er þetta fólk lengi á atvinnuleysisskrá? „Ekkert lengur en Íslendingar,“ segir Unnur. Að meðaltali sé fólk fjóra til sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Eftir þann tíma hafi rúmur helmingur fundið sér nýtt starf. „Þannig fólk staldrar hér mjög stutt við. Kerfið er að virka eins og það er hugsað. Þetta eru tryggingar til að grípa þig þegar þú missir vinnu, á meðan þú ert að leita þér að annarri,“ segir hún. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ýmis ráð til að hafa eftirlit með fólki á atvinnuleysisskrá, svo kerfið sé ekki misnotað. „Við erum með mjög öfluga vinnumiðlun hér, fólk kemur hingað og útbýr ferilskrá, fólk kemur hingað og lærir að leita að vinnu í tölvunni, við erum í töluverðri snertingu við fólk í atvinnuleit. Eftir því sem fólkið er lengur á skrá höfum við meira samband við fólkið.“ Sé fólk lengi að finna sér nýja vinnu fari stofnunin að grennslast fyrir um það hvað það gæti verið sem veldur því. Mjög erfitt að fylgjast með svartri vinnu Unnur segir að vandinn við svarta vinnu sé að hún sé einmitt kolsvört, það sé erfitt að finna slíka vinnu. Nú fáum við hringingar í símatíma hér þar sem fólk heldur að það sé ágætur hluti þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá sem eru að vinna svart, eruð þið með eftirlit með slíku? „Við erum með sama eftirlit og skatturinn. Það er mjög erfitt að finna svarta vinnu. Það er helst að þú finnir svarta vinnu þegar vinnueftirlitið fer inn á vinnustaðina, og fer kannski að bera saman bakfærsluskrá skattstjórans og fólksins sem er í starfi,“ segir hún. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ekkert sérstakt eftirlit með til dæmis síðum á Facebook þar sem auglýst er eftir svartri vinnu. „Nei við erum ekki þar. Ég held bara satt best að segja að svo lítið hlutfall af þeim sem eru í atvinnuleit hjá okkur séu þarna inni. Svo veit maður heldur ekki hversu mikla vinnu fólk fær í gegnum svona auglýsingar. Þú ert kannski að skipta um glugga, laga skáp, ég held þetta sé það sem telji.“ Unnur segir að flestir finni sér nýja vinnu á fjórum til sex mánuðum. Þegar lengri tíi líður, verði fólk yfirleitt að taka því starfi sem býðst, nema fólk hafi lögmætar skýringar á því hvers vegna starfið hentar ekki. „Til dæmis þegar við bjóðum vaktavinnu á Keflavíkurflugvelli, og þetta eru einstæðar mæður með lítil börn, þá geta þær eðli máls samkvæmt ekki farið út að vinna klukkan fjögur að nóttu til,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira