Ekki tíminn fyrir stjórnarandstöðu til að stunda tafarleiki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 23:14 Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að nú á tímum, þegar fólk sé óttaslegið og reitt vegna heimsástandsins, sé ekki tíminn fyrir stjórnarflokka til að reisa skýjaborgir eða háleitar væntingar. Þá sé ekki tíminn fyrir stjórnarandstöðu að stunda tafaleiki til að hægja á framfaramálum sem njóti stuðnings þjóðarinnar. „Fráfarandi ríkisstjórn fór þá leið að reka ríkissjóð með miklum halla árum saman á sama tíma og gefnar voru miklar væntingar um stóraukin útgjöld án hagræðingar eða tekjuöflunar,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson í eldhúsdagsræðu sinni. „Afleiðingarnar af þessari stefnu voru hátt vaxtarstig og mikil verðbólga ásamt því að fólk einfaldlega missti trú á að stjórnvöld ætluðu að standa við það sem þau sögðu eða gætu staðið við það sem þau lofuðu oft við hátíðleg tilefni. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi sýnt með fjármálaáætlun sinni að nú eigi að fara aðra leið sem byggi á því að sýna ábyrgð í rekstri, ná niður halla ríkissjóðs og að öll loforð um útgjöld verði að fullu fjármögnuð. Skylda að vera áfram traustur bandamaður í NATO Hann nefnir hagræðingar sem ríkisstjórn réðst í til að ná fram umbótum í rekstri ríkisins, leiðir til að sækja auknar tekjur án þess að hækka skatta á venjulegt fólk og fjárfestingarátak í vegakerfinu og öðrum innviðum landsins., „Þessi vegferð er hafin, vextir og verðbólga eru á niðurleið og þetta skiptir landsmenn alla máli, hvort sem það er til að borga hraðar niður húsnæðislánið eða fyrir fyrstu kaupendur sem eiga hugsanlega meiri möguleika núna á að eignast sitt fyrsta húsnæði. Sama má segja um fyrirtæki og sveitarfélög sem eru þegar farin að finna fyrir auknum sveigjanleika í rekstrinum til að ráðast í fjárfestingar og skapa ný störf.“ Þá nefnir hann öryggismál og áherslu á alþjóðleg tengsl við bandamenn. Í þeim samskiptum hafi verið lögð áhersla á hagsmunagæslu Íslands og þá sérstöðu að Ísland hafi alltaf verið herlaus þjóð. „Við eigum mikið undir því að alþjóðalög séu virt og að öryggi okkar sé tryggt með öflugu alþjóðlegu samstarfi. Ísland er stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu og það er okkar skylda og ábyrgð að vera áfram traustur bandamaður í því. Með öfluga borgaralega innviði og samfélag sem getur tekið þátt í því að verja þau gildi sem bandalagið stendur fyrir.“ Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
„Fráfarandi ríkisstjórn fór þá leið að reka ríkissjóð með miklum halla árum saman á sama tíma og gefnar voru miklar væntingar um stóraukin útgjöld án hagræðingar eða tekjuöflunar,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson í eldhúsdagsræðu sinni. „Afleiðingarnar af þessari stefnu voru hátt vaxtarstig og mikil verðbólga ásamt því að fólk einfaldlega missti trú á að stjórnvöld ætluðu að standa við það sem þau sögðu eða gætu staðið við það sem þau lofuðu oft við hátíðleg tilefni. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi sýnt með fjármálaáætlun sinni að nú eigi að fara aðra leið sem byggi á því að sýna ábyrgð í rekstri, ná niður halla ríkissjóðs og að öll loforð um útgjöld verði að fullu fjármögnuð. Skylda að vera áfram traustur bandamaður í NATO Hann nefnir hagræðingar sem ríkisstjórn réðst í til að ná fram umbótum í rekstri ríkisins, leiðir til að sækja auknar tekjur án þess að hækka skatta á venjulegt fólk og fjárfestingarátak í vegakerfinu og öðrum innviðum landsins., „Þessi vegferð er hafin, vextir og verðbólga eru á niðurleið og þetta skiptir landsmenn alla máli, hvort sem það er til að borga hraðar niður húsnæðislánið eða fyrir fyrstu kaupendur sem eiga hugsanlega meiri möguleika núna á að eignast sitt fyrsta húsnæði. Sama má segja um fyrirtæki og sveitarfélög sem eru þegar farin að finna fyrir auknum sveigjanleika í rekstrinum til að ráðast í fjárfestingar og skapa ný störf.“ Þá nefnir hann öryggismál og áherslu á alþjóðleg tengsl við bandamenn. Í þeim samskiptum hafi verið lögð áhersla á hagsmunagæslu Íslands og þá sérstöðu að Ísland hafi alltaf verið herlaus þjóð. „Við eigum mikið undir því að alþjóðalög séu virt og að öryggi okkar sé tryggt með öflugu alþjóðlegu samstarfi. Ísland er stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu og það er okkar skylda og ábyrgð að vera áfram traustur bandamaður í því. Með öfluga borgaralega innviði og samfélag sem getur tekið þátt í því að verja þau gildi sem bandalagið stendur fyrir.“
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira