Ekki tíminn fyrir stjórnarandstöðu til að stunda tafarleiki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 23:14 Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að nú á tímum, þegar fólk sé óttaslegið og reitt vegna heimsástandsins, sé ekki tíminn fyrir stjórnarflokka til að reisa skýjaborgir eða háleitar væntingar. Þá sé ekki tíminn fyrir stjórnarandstöðu að stunda tafaleiki til að hægja á framfaramálum sem njóti stuðnings þjóðarinnar. „Fráfarandi ríkisstjórn fór þá leið að reka ríkissjóð með miklum halla árum saman á sama tíma og gefnar voru miklar væntingar um stóraukin útgjöld án hagræðingar eða tekjuöflunar,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson í eldhúsdagsræðu sinni. „Afleiðingarnar af þessari stefnu voru hátt vaxtarstig og mikil verðbólga ásamt því að fólk einfaldlega missti trú á að stjórnvöld ætluðu að standa við það sem þau sögðu eða gætu staðið við það sem þau lofuðu oft við hátíðleg tilefni. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi sýnt með fjármálaáætlun sinni að nú eigi að fara aðra leið sem byggi á því að sýna ábyrgð í rekstri, ná niður halla ríkissjóðs og að öll loforð um útgjöld verði að fullu fjármögnuð. Skylda að vera áfram traustur bandamaður í NATO Hann nefnir hagræðingar sem ríkisstjórn réðst í til að ná fram umbótum í rekstri ríkisins, leiðir til að sækja auknar tekjur án þess að hækka skatta á venjulegt fólk og fjárfestingarátak í vegakerfinu og öðrum innviðum landsins., „Þessi vegferð er hafin, vextir og verðbólga eru á niðurleið og þetta skiptir landsmenn alla máli, hvort sem það er til að borga hraðar niður húsnæðislánið eða fyrir fyrstu kaupendur sem eiga hugsanlega meiri möguleika núna á að eignast sitt fyrsta húsnæði. Sama má segja um fyrirtæki og sveitarfélög sem eru þegar farin að finna fyrir auknum sveigjanleika í rekstrinum til að ráðast í fjárfestingar og skapa ný störf.“ Þá nefnir hann öryggismál og áherslu á alþjóðleg tengsl við bandamenn. Í þeim samskiptum hafi verið lögð áhersla á hagsmunagæslu Íslands og þá sérstöðu að Ísland hafi alltaf verið herlaus þjóð. „Við eigum mikið undir því að alþjóðalög séu virt og að öryggi okkar sé tryggt með öflugu alþjóðlegu samstarfi. Ísland er stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu og það er okkar skylda og ábyrgð að vera áfram traustur bandamaður í því. Með öfluga borgaralega innviði og samfélag sem getur tekið þátt í því að verja þau gildi sem bandalagið stendur fyrir.“ Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
„Fráfarandi ríkisstjórn fór þá leið að reka ríkissjóð með miklum halla árum saman á sama tíma og gefnar voru miklar væntingar um stóraukin útgjöld án hagræðingar eða tekjuöflunar,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson í eldhúsdagsræðu sinni. „Afleiðingarnar af þessari stefnu voru hátt vaxtarstig og mikil verðbólga ásamt því að fólk einfaldlega missti trú á að stjórnvöld ætluðu að standa við það sem þau sögðu eða gætu staðið við það sem þau lofuðu oft við hátíðleg tilefni. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi sýnt með fjármálaáætlun sinni að nú eigi að fara aðra leið sem byggi á því að sýna ábyrgð í rekstri, ná niður halla ríkissjóðs og að öll loforð um útgjöld verði að fullu fjármögnuð. Skylda að vera áfram traustur bandamaður í NATO Hann nefnir hagræðingar sem ríkisstjórn réðst í til að ná fram umbótum í rekstri ríkisins, leiðir til að sækja auknar tekjur án þess að hækka skatta á venjulegt fólk og fjárfestingarátak í vegakerfinu og öðrum innviðum landsins., „Þessi vegferð er hafin, vextir og verðbólga eru á niðurleið og þetta skiptir landsmenn alla máli, hvort sem það er til að borga hraðar niður húsnæðislánið eða fyrir fyrstu kaupendur sem eiga hugsanlega meiri möguleika núna á að eignast sitt fyrsta húsnæði. Sama má segja um fyrirtæki og sveitarfélög sem eru þegar farin að finna fyrir auknum sveigjanleika í rekstrinum til að ráðast í fjárfestingar og skapa ný störf.“ Þá nefnir hann öryggismál og áherslu á alþjóðleg tengsl við bandamenn. Í þeim samskiptum hafi verið lögð áhersla á hagsmunagæslu Íslands og þá sérstöðu að Ísland hafi alltaf verið herlaus þjóð. „Við eigum mikið undir því að alþjóðalög séu virt og að öryggi okkar sé tryggt með öflugu alþjóðlegu samstarfi. Ísland er stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu og það er okkar skylda og ábyrgð að vera áfram traustur bandamaður í því. Með öfluga borgaralega innviði og samfélag sem getur tekið þátt í því að verja þau gildi sem bandalagið stendur fyrir.“
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira