Óttumst við það að vera frjálsar manneskjur í frjálsu landi? Arnar Þór Jónsson skrifar 12. júní 2025 10:33 Mörgum góðum og gegnum sjálfstæðismönnum var illa brugðið þegar þeir heyrðu ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur um bókun 35 6. júní sl. [Innskot: Ég o.fl. erum enn sjálfsstæðismenn með litlu ess-i í þeim skilningi að við aðhyllumst Sjálfstæðisstefnuna, öfugt við flokksforystuna]. Meðan ég hlustaði á ræðu formannsins varð mér hugsað til allra þeirra gömlu Sjálfstæðismanna sem hvíla nú undir grænni torfu með gullmerkin sín frá flokknum fyrir ötult starf í þágu flokksins sem þeir trúðu að væri málsvari frelsis: Einstaklingsfrelsis; frelsis til orðs og æðis; atvinnufrelsis; athafnafrelsis; verslunarfrelsis; markaðsfrelsis; akademísks frelsis o.s.frv., þar sem allt gekk út á að hafna miðstýringu og pólitísku handafli. Við trúðum því (og trúum því enn) að mögulegt sé fyrir menn (og þjóðir) að stjórna eigin för, taka sjálfstæðar ákvarðanir og hugsa sjálfstætt. Ræða Guðrúnar var uppfull af öfugmælum og rangfærslum: EES var ekki samþykktur á Alþingi með "yfirgnæfandi meirihluta" (atkvæði féllu 33-30). Alþingi mun aldrei "ákveða annað", þ.e. setja lög þvert gegn EES skuldbindingum sem við höfum undirgengist, því það myndi framkalla skaðabótamál og samningsbrotamál Vélræn, athugasemdalaus og anndmælalaus innleiðing í rúmlega 30 ár réttlætir ekki fyrirvaralausa orðnotkun um að þessar EES reglur séu "íslensk lög" Íslendingar hafa varið bókun 35 í yfir 30 ár og þurfa ekki að gefast upp baráttulaust fyrir ESA Guðrún fellur í þá gryfju að einblína á réttindi sem EES veitir en gleymir því að EES fylgja óteljandi skuldbindingar sem fyrr eða síðar munu bíta fast þjóð sem í andvaraleysi innleiðir allar reglur og festir sig þar með sífellt fastar í fjötra ESB Frumvarpið um bókun 35 tryggir ekki fyrirsjáanleika, heldur þvert á móti dregur úr fyrirsjáanleika þegar Íslendingar geta ekki lengur treyst því að ný lög frá Alþingi muni standast gagnvart eldri EES-skuldbindingum þetta eykur því hvorki "lagaskýrleika" né réttaröryggi Ísland á ekki "allt undir" EES samningnum. EES er lítill hluti heimsmarkaðar. Aðrar þjóðir flytja vörur og þjónustu inn á EES svæðið án þess að flytja inn EES reglur og án þess að afsala sér æðsta dómsvaldi um þær reglur. Einhvers staðar á langri leið varð Flokkurinn viðskila við stefnu sína. Það er eina skýringin á því fylgistapi sem orðið hefur. Hugsjónamennirnir urðu heimilislausir í pólitískum skilningi. Hinir (flokksmennirnir) þrömmuðu áfram eftir flokkslínunni, þ.e. þeir sem ekki gátu hugsað sér að svíkja flokkinn með því að berjast lengur fyrir stefnu hans. Á þessari vegferð hefur það gleymst að einstaklingsfrelsið (og sjálfstæði landsins) er fólgið í því að hafa sjálfstæða skoðun, geta skipt um skoðun og hafa kjark til að standa með sjálfum sér og segja frá því. Frelsið verður aldrei varið með undirgefni og þægð. Síðastnefndu skilaboðin voru þó rauði þráðurinn í framangreindri ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins, þ.e. að Íslendingum "BERI" að sýna hollustu og þægð því kerfi sem reist hefur verið í kringum EES samninginn. EES, eins og það hefur þróast, er dæmi um nýja tegund stjórnkerfis, sem seilist sífellt lengra inn í atvinnulífið, félagslífið og persónulegt líf okkar, stjórnkerfis sem krefst andmælalausrar innleiðingar og undirgefni íslensks þjóðfélags gagnvart erlendu valdi sem við höfum enga stjórn á. Þegar hlustað er á ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttir vaknar sú spurning hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn vill nú að Íslendingar veiki löggjafarvaldið, gefi frá sér æðsta dómsvald og afhendi framkvæmdavaldið til Brussel? Hver ætlar að vera málsvari frelsisins þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt niður kyndilinn? Frelsi manna og þjóða er nú ógnað úr öllum áttum. Fasistahreyfingar aðhyllast miðstýringu og valdbeitingu. And-fasistar (Antifa) aðhyllast miðstýrða hugmyndafræðilega einsleitni sem innleiða má með ofbeldi. Stærsta frelsisógnin kemur þó ekki þaðan, heldur frá persónulegum viðhorfum okkar sjálfra og viðhorfum sem fest hafa rætur innan stofnana (og flokka) sem treysta sér ekki til að standa undir þeirri ábyrgð sem frelsið leggur okkur á herðar og vilja þess í stað afhenda valdataumana til ytra valds, sem krefst aga, einsleitni og ósjálfstæðis. Mikilvægasta frelsisbaráttan fer fram í okkar eigin hjarta og innan okkar eigin stofnana (og flokka). Öll höfum við innbyggða frelsisþrá, en það er líka mannlegt að vilja gangast undir vilja, vald eða áhrif annarra. Í síðarnefndu gryfjuna hefur Sjálfstæðisflokkurinn fallið. Nú reiðum við sjálfstæðismenn (með litlu ess-i) okkur á málflutning Miðflokksmanna. Ef eitthvað i þessum línum hér að ofan getur orðið þeim að gagni í andófi gegn þeim sem vilja veikja Alþingi og skerða fullveldið, þá yrði það örlítil huggun gegn þeim harmi að sjá Sjálfstæðisflokkinn skaða arfleifð sína í beinni útsendingu. Höfundur er lögmaður og sjálfstæðismaður (með litlu essi). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Mörgum góðum og gegnum sjálfstæðismönnum var illa brugðið þegar þeir heyrðu ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur um bókun 35 6. júní sl. [Innskot: Ég o.fl. erum enn sjálfsstæðismenn með litlu ess-i í þeim skilningi að við aðhyllumst Sjálfstæðisstefnuna, öfugt við flokksforystuna]. Meðan ég hlustaði á ræðu formannsins varð mér hugsað til allra þeirra gömlu Sjálfstæðismanna sem hvíla nú undir grænni torfu með gullmerkin sín frá flokknum fyrir ötult starf í þágu flokksins sem þeir trúðu að væri málsvari frelsis: Einstaklingsfrelsis; frelsis til orðs og æðis; atvinnufrelsis; athafnafrelsis; verslunarfrelsis; markaðsfrelsis; akademísks frelsis o.s.frv., þar sem allt gekk út á að hafna miðstýringu og pólitísku handafli. Við trúðum því (og trúum því enn) að mögulegt sé fyrir menn (og þjóðir) að stjórna eigin för, taka sjálfstæðar ákvarðanir og hugsa sjálfstætt. Ræða Guðrúnar var uppfull af öfugmælum og rangfærslum: EES var ekki samþykktur á Alþingi með "yfirgnæfandi meirihluta" (atkvæði féllu 33-30). Alþingi mun aldrei "ákveða annað", þ.e. setja lög þvert gegn EES skuldbindingum sem við höfum undirgengist, því það myndi framkalla skaðabótamál og samningsbrotamál Vélræn, athugasemdalaus og anndmælalaus innleiðing í rúmlega 30 ár réttlætir ekki fyrirvaralausa orðnotkun um að þessar EES reglur séu "íslensk lög" Íslendingar hafa varið bókun 35 í yfir 30 ár og þurfa ekki að gefast upp baráttulaust fyrir ESA Guðrún fellur í þá gryfju að einblína á réttindi sem EES veitir en gleymir því að EES fylgja óteljandi skuldbindingar sem fyrr eða síðar munu bíta fast þjóð sem í andvaraleysi innleiðir allar reglur og festir sig þar með sífellt fastar í fjötra ESB Frumvarpið um bókun 35 tryggir ekki fyrirsjáanleika, heldur þvert á móti dregur úr fyrirsjáanleika þegar Íslendingar geta ekki lengur treyst því að ný lög frá Alþingi muni standast gagnvart eldri EES-skuldbindingum þetta eykur því hvorki "lagaskýrleika" né réttaröryggi Ísland á ekki "allt undir" EES samningnum. EES er lítill hluti heimsmarkaðar. Aðrar þjóðir flytja vörur og þjónustu inn á EES svæðið án þess að flytja inn EES reglur og án þess að afsala sér æðsta dómsvaldi um þær reglur. Einhvers staðar á langri leið varð Flokkurinn viðskila við stefnu sína. Það er eina skýringin á því fylgistapi sem orðið hefur. Hugsjónamennirnir urðu heimilislausir í pólitískum skilningi. Hinir (flokksmennirnir) þrömmuðu áfram eftir flokkslínunni, þ.e. þeir sem ekki gátu hugsað sér að svíkja flokkinn með því að berjast lengur fyrir stefnu hans. Á þessari vegferð hefur það gleymst að einstaklingsfrelsið (og sjálfstæði landsins) er fólgið í því að hafa sjálfstæða skoðun, geta skipt um skoðun og hafa kjark til að standa með sjálfum sér og segja frá því. Frelsið verður aldrei varið með undirgefni og þægð. Síðastnefndu skilaboðin voru þó rauði þráðurinn í framangreindri ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins, þ.e. að Íslendingum "BERI" að sýna hollustu og þægð því kerfi sem reist hefur verið í kringum EES samninginn. EES, eins og það hefur þróast, er dæmi um nýja tegund stjórnkerfis, sem seilist sífellt lengra inn í atvinnulífið, félagslífið og persónulegt líf okkar, stjórnkerfis sem krefst andmælalausrar innleiðingar og undirgefni íslensks þjóðfélags gagnvart erlendu valdi sem við höfum enga stjórn á. Þegar hlustað er á ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttir vaknar sú spurning hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn vill nú að Íslendingar veiki löggjafarvaldið, gefi frá sér æðsta dómsvald og afhendi framkvæmdavaldið til Brussel? Hver ætlar að vera málsvari frelsisins þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt niður kyndilinn? Frelsi manna og þjóða er nú ógnað úr öllum áttum. Fasistahreyfingar aðhyllast miðstýringu og valdbeitingu. And-fasistar (Antifa) aðhyllast miðstýrða hugmyndafræðilega einsleitni sem innleiða má með ofbeldi. Stærsta frelsisógnin kemur þó ekki þaðan, heldur frá persónulegum viðhorfum okkar sjálfra og viðhorfum sem fest hafa rætur innan stofnana (og flokka) sem treysta sér ekki til að standa undir þeirri ábyrgð sem frelsið leggur okkur á herðar og vilja þess í stað afhenda valdataumana til ytra valds, sem krefst aga, einsleitni og ósjálfstæðis. Mikilvægasta frelsisbaráttan fer fram í okkar eigin hjarta og innan okkar eigin stofnana (og flokka). Öll höfum við innbyggða frelsisþrá, en það er líka mannlegt að vilja gangast undir vilja, vald eða áhrif annarra. Í síðarnefndu gryfjuna hefur Sjálfstæðisflokkurinn fallið. Nú reiðum við sjálfstæðismenn (með litlu ess-i) okkur á málflutning Miðflokksmanna. Ef eitthvað i þessum línum hér að ofan getur orðið þeim að gagni í andófi gegn þeim sem vilja veikja Alþingi og skerða fullveldið, þá yrði það örlítil huggun gegn þeim harmi að sjá Sjálfstæðisflokkinn skaða arfleifð sína í beinni útsendingu. Höfundur er lögmaður og sjálfstæðismaður (með litlu essi).
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun