Myndir þú hætta að flokka ruslið? – Sjálfbærni er ekki tíska Helga Björg Steinþórsdóttir og Eva Magnúsdóttir skrifa 13. júní 2025 07:02 Fyrirtæki þurfa að uppfylla væntingar nútímans – sjálfbærni er ekki valkostur heldur forsenda samkeppnishæfni, trausts og verðmætasköpunar til framtíðar. Myndir þú hætta að flokka ruslið – bara af því að enginn væri að fylgjast með?Myndir þú henda öllu í sama poka, þótt þú vissir að áhrifin lentu á afkomendum þínum síðar? Líkindin við sjálfbærni í atvinnulífinu eru sláandi. Við sem einstaklingar höfum innleitt sjálfbærar venjur: við flokkum, förum sparlega með vatn, reynum að velja vistvænt. Þetta hefur orðið hluti af daglegu lífi – jafnvel þótt enginn sé að telja stig eða verðlauna okkur fyrir það. Hvers vegna? Vegna þess að við vitum að það skiptir máli. En þegar kemur að fyrirtækjum virðist sami skilningur oft gleymast. Þar er sjálfbærni enn of oft sett í aukahlutverk – sem hluti af markaðsefni eða ársskýrslu – ekki sem kjarninn í stefnu og ákvörðunum. Við trúum því að þetta sé stærsta vanmetna viðskiptatækifæri samtímans. Fyrirtæki eru undir smásjá – og kröfurnar aukast Fyrirtæki eru hluti af vistkerfi Fyrirtæki í dag starfa ekki í tómarúmi. Þau eru hluti af vistkerfi þar sem viðskiptavinir, fjárfestar, starfsmenn og stjórnvöld gera auknar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og sjálfbærni. Að bregðast við þessum væntingum er ekki valkostur – það er spurning um samkeppnishæfni. Ef fyrirtæki hætta að flokka, mæla, stýra og skýra sjálfbærni sína – þá taka aðrir eftir því. Og þeir velja kannski eitthvað annað. Ábyrg sjálfbærnivegferð er ekki bara samviskuspurning – hún er samningsatriði. Viðskiptasamningar, fjármögnunarskilmálar og birgjarásir eru sífellt meira mótaðar af sjálfbærnimati. Fyrirtæki sem slaka á í þessum efnum geta staðið frammi fyrir því að vera útilokuð – ekki af því að þau séu vond, heldur af því að þau standast ekki væntingar. Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár. Sjálfbærni er að taka ákvarðanir sem endurspegla veruleikann – ekki bara bókhaldið. Hún er að skapa verðmæti sem endast. Hún er að hugsa út fyrir fjórðungsuppgjör og inn í framtíð sem fólk vill vera hluti af. Við höfum unnið með fjölmörgum konum í atvinnulífinu sem eru tilbúnar til þess að taka þátt í að móta nýja hugsun, að verða „áhrifavaldar í sjálfbærni". Við sjáum að það sem þarf er hvorki fleiri skýrslur né fögur fyrirheit – heldur fólk með hugrekki til þess að láta sjálfbærni móta stefnu í stað þess að vera í fylgd með henni. Svo við spyrjum aftur: Myndir þú hætta að flokka ruslið ef það væri ekki lengur „vænt“? Þá spyrjum við líka: Af hverju ætti fyrirtæki þitt að slaka á sjálfbærnivegferðinni – þegar framtíðin liggur í gegnum hana? Höfundar eru Helga Björg Steinþórsdóttir –FKA kona og meðstofnandi AwareGO og Eva Magnúsdóttir – FKA kona og framkvæmdastjóri Podium. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Sjálfbærni Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki þurfa að uppfylla væntingar nútímans – sjálfbærni er ekki valkostur heldur forsenda samkeppnishæfni, trausts og verðmætasköpunar til framtíðar. Myndir þú hætta að flokka ruslið – bara af því að enginn væri að fylgjast með?Myndir þú henda öllu í sama poka, þótt þú vissir að áhrifin lentu á afkomendum þínum síðar? Líkindin við sjálfbærni í atvinnulífinu eru sláandi. Við sem einstaklingar höfum innleitt sjálfbærar venjur: við flokkum, förum sparlega með vatn, reynum að velja vistvænt. Þetta hefur orðið hluti af daglegu lífi – jafnvel þótt enginn sé að telja stig eða verðlauna okkur fyrir það. Hvers vegna? Vegna þess að við vitum að það skiptir máli. En þegar kemur að fyrirtækjum virðist sami skilningur oft gleymast. Þar er sjálfbærni enn of oft sett í aukahlutverk – sem hluti af markaðsefni eða ársskýrslu – ekki sem kjarninn í stefnu og ákvörðunum. Við trúum því að þetta sé stærsta vanmetna viðskiptatækifæri samtímans. Fyrirtæki eru undir smásjá – og kröfurnar aukast Fyrirtæki eru hluti af vistkerfi Fyrirtæki í dag starfa ekki í tómarúmi. Þau eru hluti af vistkerfi þar sem viðskiptavinir, fjárfestar, starfsmenn og stjórnvöld gera auknar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og sjálfbærni. Að bregðast við þessum væntingum er ekki valkostur – það er spurning um samkeppnishæfni. Ef fyrirtæki hætta að flokka, mæla, stýra og skýra sjálfbærni sína – þá taka aðrir eftir því. Og þeir velja kannski eitthvað annað. Ábyrg sjálfbærnivegferð er ekki bara samviskuspurning – hún er samningsatriði. Viðskiptasamningar, fjármögnunarskilmálar og birgjarásir eru sífellt meira mótaðar af sjálfbærnimati. Fyrirtæki sem slaka á í þessum efnum geta staðið frammi fyrir því að vera útilokuð – ekki af því að þau séu vond, heldur af því að þau standast ekki væntingar. Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár. Sjálfbærni er að taka ákvarðanir sem endurspegla veruleikann – ekki bara bókhaldið. Hún er að skapa verðmæti sem endast. Hún er að hugsa út fyrir fjórðungsuppgjör og inn í framtíð sem fólk vill vera hluti af. Við höfum unnið með fjölmörgum konum í atvinnulífinu sem eru tilbúnar til þess að taka þátt í að móta nýja hugsun, að verða „áhrifavaldar í sjálfbærni". Við sjáum að það sem þarf er hvorki fleiri skýrslur né fögur fyrirheit – heldur fólk með hugrekki til þess að láta sjálfbærni móta stefnu í stað þess að vera í fylgd með henni. Svo við spyrjum aftur: Myndir þú hætta að flokka ruslið ef það væri ekki lengur „vænt“? Þá spyrjum við líka: Af hverju ætti fyrirtæki þitt að slaka á sjálfbærnivegferðinni – þegar framtíðin liggur í gegnum hana? Höfundar eru Helga Björg Steinþórsdóttir –FKA kona og meðstofnandi AwareGO og Eva Magnúsdóttir – FKA kona og framkvæmdastjóri Podium.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun