Myndir þú hætta að flokka ruslið? – Sjálfbærni er ekki tíska Helga Björg Steinþórsdóttir og Eva Magnúsdóttir skrifa 13. júní 2025 07:02 Fyrirtæki þurfa að uppfylla væntingar nútímans – sjálfbærni er ekki valkostur heldur forsenda samkeppnishæfni, trausts og verðmætasköpunar til framtíðar. Myndir þú hætta að flokka ruslið – bara af því að enginn væri að fylgjast með?Myndir þú henda öllu í sama poka, þótt þú vissir að áhrifin lentu á afkomendum þínum síðar? Líkindin við sjálfbærni í atvinnulífinu eru sláandi. Við sem einstaklingar höfum innleitt sjálfbærar venjur: við flokkum, förum sparlega með vatn, reynum að velja vistvænt. Þetta hefur orðið hluti af daglegu lífi – jafnvel þótt enginn sé að telja stig eða verðlauna okkur fyrir það. Hvers vegna? Vegna þess að við vitum að það skiptir máli. En þegar kemur að fyrirtækjum virðist sami skilningur oft gleymast. Þar er sjálfbærni enn of oft sett í aukahlutverk – sem hluti af markaðsefni eða ársskýrslu – ekki sem kjarninn í stefnu og ákvörðunum. Við trúum því að þetta sé stærsta vanmetna viðskiptatækifæri samtímans. Fyrirtæki eru undir smásjá – og kröfurnar aukast Fyrirtæki eru hluti af vistkerfi Fyrirtæki í dag starfa ekki í tómarúmi. Þau eru hluti af vistkerfi þar sem viðskiptavinir, fjárfestar, starfsmenn og stjórnvöld gera auknar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og sjálfbærni. Að bregðast við þessum væntingum er ekki valkostur – það er spurning um samkeppnishæfni. Ef fyrirtæki hætta að flokka, mæla, stýra og skýra sjálfbærni sína – þá taka aðrir eftir því. Og þeir velja kannski eitthvað annað. Ábyrg sjálfbærnivegferð er ekki bara samviskuspurning – hún er samningsatriði. Viðskiptasamningar, fjármögnunarskilmálar og birgjarásir eru sífellt meira mótaðar af sjálfbærnimati. Fyrirtæki sem slaka á í þessum efnum geta staðið frammi fyrir því að vera útilokuð – ekki af því að þau séu vond, heldur af því að þau standast ekki væntingar. Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár. Sjálfbærni er að taka ákvarðanir sem endurspegla veruleikann – ekki bara bókhaldið. Hún er að skapa verðmæti sem endast. Hún er að hugsa út fyrir fjórðungsuppgjör og inn í framtíð sem fólk vill vera hluti af. Við höfum unnið með fjölmörgum konum í atvinnulífinu sem eru tilbúnar til þess að taka þátt í að móta nýja hugsun, að verða „áhrifavaldar í sjálfbærni". Við sjáum að það sem þarf er hvorki fleiri skýrslur né fögur fyrirheit – heldur fólk með hugrekki til þess að láta sjálfbærni móta stefnu í stað þess að vera í fylgd með henni. Svo við spyrjum aftur: Myndir þú hætta að flokka ruslið ef það væri ekki lengur „vænt“? Þá spyrjum við líka: Af hverju ætti fyrirtæki þitt að slaka á sjálfbærnivegferðinni – þegar framtíðin liggur í gegnum hana? Höfundar eru Helga Björg Steinþórsdóttir –FKA kona og meðstofnandi AwareGO og Eva Magnúsdóttir – FKA kona og framkvæmdastjóri Podium. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Sjálfbærni Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtæki þurfa að uppfylla væntingar nútímans – sjálfbærni er ekki valkostur heldur forsenda samkeppnishæfni, trausts og verðmætasköpunar til framtíðar. Myndir þú hætta að flokka ruslið – bara af því að enginn væri að fylgjast með?Myndir þú henda öllu í sama poka, þótt þú vissir að áhrifin lentu á afkomendum þínum síðar? Líkindin við sjálfbærni í atvinnulífinu eru sláandi. Við sem einstaklingar höfum innleitt sjálfbærar venjur: við flokkum, förum sparlega með vatn, reynum að velja vistvænt. Þetta hefur orðið hluti af daglegu lífi – jafnvel þótt enginn sé að telja stig eða verðlauna okkur fyrir það. Hvers vegna? Vegna þess að við vitum að það skiptir máli. En þegar kemur að fyrirtækjum virðist sami skilningur oft gleymast. Þar er sjálfbærni enn of oft sett í aukahlutverk – sem hluti af markaðsefni eða ársskýrslu – ekki sem kjarninn í stefnu og ákvörðunum. Við trúum því að þetta sé stærsta vanmetna viðskiptatækifæri samtímans. Fyrirtæki eru undir smásjá – og kröfurnar aukast Fyrirtæki eru hluti af vistkerfi Fyrirtæki í dag starfa ekki í tómarúmi. Þau eru hluti af vistkerfi þar sem viðskiptavinir, fjárfestar, starfsmenn og stjórnvöld gera auknar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og sjálfbærni. Að bregðast við þessum væntingum er ekki valkostur – það er spurning um samkeppnishæfni. Ef fyrirtæki hætta að flokka, mæla, stýra og skýra sjálfbærni sína – þá taka aðrir eftir því. Og þeir velja kannski eitthvað annað. Ábyrg sjálfbærnivegferð er ekki bara samviskuspurning – hún er samningsatriði. Viðskiptasamningar, fjármögnunarskilmálar og birgjarásir eru sífellt meira mótaðar af sjálfbærnimati. Fyrirtæki sem slaka á í þessum efnum geta staðið frammi fyrir því að vera útilokuð – ekki af því að þau séu vond, heldur af því að þau standast ekki væntingar. Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár. Sjálfbærni er að taka ákvarðanir sem endurspegla veruleikann – ekki bara bókhaldið. Hún er að skapa verðmæti sem endast. Hún er að hugsa út fyrir fjórðungsuppgjör og inn í framtíð sem fólk vill vera hluti af. Við höfum unnið með fjölmörgum konum í atvinnulífinu sem eru tilbúnar til þess að taka þátt í að móta nýja hugsun, að verða „áhrifavaldar í sjálfbærni". Við sjáum að það sem þarf er hvorki fleiri skýrslur né fögur fyrirheit – heldur fólk með hugrekki til þess að láta sjálfbærni móta stefnu í stað þess að vera í fylgd með henni. Svo við spyrjum aftur: Myndir þú hætta að flokka ruslið ef það væri ekki lengur „vænt“? Þá spyrjum við líka: Af hverju ætti fyrirtæki þitt að slaka á sjálfbærnivegferðinni – þegar framtíðin liggur í gegnum hana? Höfundar eru Helga Björg Steinþórsdóttir –FKA kona og meðstofnandi AwareGO og Eva Magnúsdóttir – FKA kona og framkvæmdastjóri Podium.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun